Vikan


Vikan - 10.01.1963, Page 19

Vikan - 10.01.1963, Page 19
FLYNN SONUR ERROL FLYNNS Erol Flynn, kvennagull, kvik- myndaleikari og„playboy“ lézt úr hjartaslagi vestur í Kanada 1959. Hann var þá maður á miðjum aldri en búinn að lifa nokkuð hátt. Dauði hans vakti talsverða athygli, þar sem Errol Flynn hefur um árabil verið meðal hinna vinsælustu kvik- myndaleikara, sérstaklega í hlut- verki hjartaknúsarans. Hins vegar var ekki á það minnzt um það leyti, sem hann dó, að hann ætti nálega uppkominn son. En nú er drengurinn í þann veginn að feta í fótspor föðurins og ráðinn til að leika í mynd sem heytir „Sonur Bloods skipstjóra“ og er framhald af mynd, sem Errol Flynn lék í einhvern tíma á árunum. Sean Flynn er nú rúmlega tvítug- ur og hið mesta glæsimenni. Hann er 190 cm á hæð vel vaxinn og vegur 90 kg; hefur mjög laglegt andlit eins og faðir hans, brún augu og skol- litað hár, liðað. Það er sagt, að Sean sé kven- hollur vel, rómantískur en samt frískur og fjörugur og vinsæll meðal þeirra, sem kynnast honum. Móðir hans er leikkona, Lili Dam- ita, sem var gift Errol Flynn um skeið. Hún hafði mikið dálæti á drengnum og gaf honum allt, nema gott heimili. Honum var komið á alls konar dýra skóla, en drengur- inn var meira fyrir kappakstur, veiðar og sport en lærdóm. Þau skildu, þegar hann var nokkurra mánaða gamall og upp frá því sá hann föður sinn mjög sjaldan. Hann heimsótti drenginn aldrei. En nú er Sean þeim óháður og á sjálfsagt glæsilega framtíð fyrir höndum, ef ekkert óvænt kemur fyrir. HRÆDDUR YIÐ FLUG Tony Curtis hefur verið illa haldinn af flughræðslu. Það gekk svo langt, að hann neitaði hreinlega að fara upp í flugvél — þótt hún stæði kyrr á flugbraut. Þegar hann þurfti að fara til f jarlægra landa, vegna myndatöku, fór hann alltaf með skipi, þótt með því móti tæki ferðin jafn margar vikur og klukku- stundirnar hefðu orðið margar með fiugvél. Svo gerðist það í sumar, að Tony var við kvikmyndatöku í Lake Tahoe ásamt Danny Kaye, sem er áhugasamur flugmaður. Og Danny tókst að lokka Tony upp í flugvélina sína og taka hann með sér í flugferð. Og þá gerðist undrið. Tony fannst gaman að fljúga og gleymdi hræðslunni og hjátrúnni. Nokkrum dögum seinna þurfti hann að fara aftur til Hollywood, og vitaskuld fór hann með flugvél. FYRIR UNGA FOLKIÐ VIKAI og þátturinn ALLT FYRIR UNGA FÓLKIÐ óskar öllu ungu fólki og öðrum les- endum sínum árs og friðar með þökk fyrir liðið ár. YOKO TANI HÁRIÐ ER HENNAR HELGI- DÓMUR Austurlenzkt og einkum þó japanskt kvenfólk hefur verið talsvert í tízku í kvikmynda- heiminum að undanförnu. Þessi, sem myndin er af, er ein þeirra og heitir Yoko Tani. Ilún lék nýlega Eskimóastúlku og núna hefur hún aðalhlut- verk í kvikmynd, sem heitir „Geishan mín“. Yoko Tani hef- ur hár svo sítt, að tekur henni í mitti og hún lítur á það sem kórónu sköpunarverksins. Það er sagt, að hún fari snemma á fætur á morgni hverjum til þess að laga það til, áður en hún fer til vinnu. Fyrst togar hún í það til þess að örva blóðrásina að hársrótunum, burstar það síðan, eltir og kreistir og finnst, að aldrei geti hún gert of mikið fyrir hárprýðina. En Yoko Tani hefur að sjálfsögðu ýmsa aðra kosti en fallegt og sítt hár. Hún hefur mjög augljósan kynþokka, sem enginn krrlmaður kemst hjá að taka eftir, nema hann sé dauður úr öllum æðum. Yoko Tani er bó ekki innfædd í Japan heldur í Frakklandi, þar sem faðir hennar var í utanríkisþjónustunni Framhald á bls. 45. KATIA LORITI HUGPRÚÐ HNÁTA Það má með sanni segja, að hún sé hugprúð og dugleg, skvísan, sem við sjáum hér á myndinni. Fyrir sex árum síðan tók hún sig til heima hjá sér í Þýzkalandi og festi kaup á farmiða alla leið til Spánar. Hélt hún síðan til þess fyrirheitna lands, ákveðin í að afla sér fjár og frama, hvað henni heppnaðist von bráðar, sakir sins einstæða dugnaðar og á- ræðis. Nú hefur hún þegar leikið í sex kvikmyndum og er ein dáðasta kvikmyndastjarna senjóranna og senjórítanna suður á Spáni. Stúlka þessi, sem réttu nafni heitir Katia Loritz er af mörgum nefnd hin þýzka Sophia Loren og þykir hún vel að því veglega heiti komin ... Katia Loritz er sannarlega fagurt fordæmi þeim ungu stúlkum, sem hafa hug á að afla sér fjár og frama en hafa í því efni ekkert að treysta á, nema eigin hæfileika ... VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.