Vikan


Vikan - 10.01.1963, Qupperneq 20

Vikan - 10.01.1963, Qupperneq 20
LEYNILÖGREGLUSAGA EFTIR OLLE URNELL Á hverjum degi, rétt áður en búðinni var lokað, var David Melk- er vanur að fara inn í litla her- bergið inn af búðinni og fá sér tebolla. Þegar hann hafði fundið góða hljómlistarútsendingu í út- varpinu, settist hann í hæginda- stóiinn og hvíldi sig. Hann brá ekki út af vananum þennan miðvikudag. Hann hvíldist við að hlusta á hljómlist. Þessi einverustund í hálfrokknu herberginu var dýr- mætasta stund dagsins. Gömlu meistararnir voru vinir hans, en liann liafði líka ánægju af yngri tónverkum. Mennirnir breyttust og lifið sjáll't tók ótal breytingum, og tónlistin, sem var spegilmynd lífsins, hlaut því einnig að breytast. Hann and- varpaði og sneri hnöppunum á út- varpinu. Miðvikudagur var róleg- asti dagur vikunnar. Af einhverjum ástæðum var minna keypt af klukk- um þann dag en aðra, og kannski lá sama ástæðan að baki því, að gamlar klukkur virtust ekki þurfa viðgerðar við á þeim dcgi. Hann heyrði ekki tifið i öllum klukkunum sínum. Þetta örlagaríka tif, sem sýndi að tapað augnablik kemur aldrei aftur og að dauðinn nálgast hröðum skrefum. Þetta hljóð var orðinn hluti af sjálfum honum. En hann bar enga virðingu fyrir þessum tímamælum. Það var ekki liægt að mæla tím- ann á þann hátt. Eitt augnablik gat verið sem eilífð — eða að minnsta kosti eins og heilt líf. Það voru viðburðirnir — og minningin um þá — sem voru mælikvarði á tím- ann. Síðasta árið með Carolu var miklu lengra en tuttugu árin þar á undan. Skyndilega hljómuðu máttugir tónar út í lierbergið, eins og straumur af sársauka og ástriðu. Hann ldustaði undrandi. Hvílik tjáning, hvílík nekt sálarinnar, sem lýsti sér í þessum tónum. Ilann hafði aldrei heyrt þetta verk fyrr. En það var enginn vafi á því, að þetta var verlc mikils tónskálds. ■Hann óskaði innilega, að Carola væri Jijá honum. Hún skildi tón- list, þó að liún væri ung. En það Lítil hreyfing handleggs og vonbrigði í augum, urðu til þess að skarpskyggn leynilögreglumaður fann glæpamanninn. var ekki fyrr en á laugardag, sem lnin var vænlanleg aftur úr heim- sókn sinni til næstu borgar. Carola hafði gefið honum lífið aftur. Þegar Carola kom inn í líf hans,. hafði hræðsla hans við einmana- leikann horfið, óttinn við ellina og dauðann vikið. Ilún hafði gefið honum hluta af sinni eigin æslcu. Hann vissi að fólk hélt þvi fram, að liún hefði tekið lionum vegna peninganna. Hann var sextiu og þriggja ára, en lnin aðeins tuttugu og fimin. En liann var viss um að það var ekki rétt. Svo fölsk gat 20 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.