Vikan - 10.01.1963, Page 42
feONA&M&im
BÚNAÐARBLAÐIÐ flytur bændum: Frásagnir af reynslu annara bænda
við búskap, leiðbeiningar ráðunauta og vísindamanna, erlendar nýj-
ungar, sem eiga við íslenzka staðhætti.
BÚNAÐARBLAÐIÐ er óháð stjórnmálum og stéttasamtökum.
BÚNAÐARBLAÐIÐ er ómyrkt í máli og hefur hag bændastéttarinnar
fyrir augum í skrifum sínum.
BÚNAÐARBLAÐIÐ kemur út 12 sinnum á ári. Áskriftargjald er aðeins
150,00 krónur á ári. Áskrifendur VIKUNNAR fá blaðið ókeyjpis ef
þeir óska.
ÁSKRIFTARSEÐILL
; 'í5
Nafn: .....................................................
Heimili: ..................................................
Sýsla: ....................................................
□ Greiðsla fylgir.
□ Sendið í póstkröfu.
BÚNAÐARBLAÐIÐ — Skipholti 33 — Pósthólf 149 — Reykjavík.
hún úti í bílnum, á leiðinni til
Wilmersdorf, þar sem þau bjuggu.
Hún sat við hlið Kurt, eiginmanni
sínum, og lét höfuð sitt hvíla við
öxl honum. Það var dásamlega ró-
andi.
„Jæja, vina mín,“ sagði hann ann-
ars hugar og fór síðan að raula stef
úr Pílagrímskórinum eftir Wagner,
en það var vandi hans, þegar hann
glímdi við einhverjar lögfræðileg-
ar gátur.
„Heitt bað,“ hugsaði Evelyn og
stundi. Heitt bað var henni unaðs-
legra en nokkuð annað, hitinn,
hvíldin, gleymskan. Hins vegar var
það alltaf vandkvæðum bundið að
fá heitt baðvatn, þægindin í embætt-
ismannabústöðunum voru af skorn-
um skammti; venjulega mátti mað-
ur þakka fyrir ef vatnið var volgt.
Þau voru ekki fyrr komin heim en
hún var komin inn í baðherbergið.
Sér til óumræðilegrar gleði komst
hún að raun um að baðvatnið var
42 VIKAN
snarpheitt. Kurt var frammi í eld-
húsinu; sennilega var hann að leita
þar að ávöxtum. Innan stundar var
baðkerið orðið hálffullt og hún tók
að afklæðast.
„Eru ekki neinir ávextir til,“ kall
aði Kurt frammi.
Evelyn brá sér fram í búrið, kom
að vörmu spori aftur með ávexti í
skál og bar inn í svefnherbergið,
þar sem hann stóð og var að fara
úr samkvæmisskrúðanum. Hann
sýndist annars hugar.
„Bananar," sagði hann með von-
brigðahreim.
„Á ég að ná í ávaxtasafa?" spurði
Evelyn.
Hann virtist hafa gleymt öllu
saman. „Já, þakka þér fyrir ... nei,
annars ... það er óþarfi," sagði
hann utan við sig og í þungum
þönkum.
Evelyn vildi helzt af öllu fá að
vera ein. Fá næði til að hugsa um
Frank. Hún lét Kurt einan, þar sem
hann stóð inni í svefnherberginu
hjá ávaxtaskálinni og gekk inn í
baðherbergið. Hún lagðist nakin í
heitt vatnið, virti fyrir sér líkama
sinn með undrun, eins og hann
væri henni framandi. Hún fann til
magnleysis í hnjánum, titrings í
handleggjunum, einhvers annarlegs
hungurs í brjóstunum og ófullnæg-
ingar, sem nálgaðist sársauka, í líf-
inu. Evelyn vissi ekki hvað hún
átti eiginlega til bragðs að taka
gagnvart þessum framandi, hungr-
aða líkama og fór að hugsa um
Frank. Hann hafði heitið að skrifa
henni. Sennilega hafði hann ekki
einu sinni hugmynd um heimilis-
fang hennar. Ósjálfrátt hleypti hún
brúnum þegar Kurt kom inn í bað-
herbergið. Hann var kominn í nátt-
fötin, og í fyrsta skipti varð hún
gripin ótta og blygðun yfir því, að
hann skyldi líta hana nakta. Ósjálf-
rátt greip hún baðhandklæðið og
huldi brjóst sín augum hans, enda
þótt hann veitti henni ekki neina
athygli, heldur tæki að bursta tenn-
ur sínar af þeirri natni og vand-
virkni, sem jafnan einkenndi hann.
„Jæja, vina,“ varð honum að orði,
þegar tannburstunarathöfninni var
lokið. „Þessi samkomukvöld í
klúbbnum eru í rauninni drepleiðin-
leg, og þó að prófessorinn sé snjall
skurðlæknir, er hann heldur lélegur
bridgespilari."
Hann gekk að baðkerinu, snart
arm hennar og það fór um hana
hrollur af andúð. Aldrei áður hafði
hún kunnað því illa, að þessi hái,
grannvaxni og spengilegi maður
snerti líkama hennar, og hún varð
að taka á öllu, sem hún átti til,
svo að hann yrði þess ekki var.
„Ætlarðu kannski að fá þér bað?“
spurði hún, í þeirri von að hann
neitaði því og hyrfi á brott úr bað-
herberginu, áður en hún stæði upp
í kerinu.
„Kalda steypu,“ svaraði hann.
„Aítli ég láti það ekki duga.“
Þar með var hún tilneydd að
standa upp og þerra nakinn líkama
sinn, að honum ásjáandi. Sem betur
fór, virtist hann ekki veita henni
neina athygli, og hún lét baðhand-
klæðið skýla nekt sinni, eins og
henni var unnt.
„Þú þekkir konu að nafni Rupp?“
spurði hann eins og annars hugar.
Evelyn var í þann veginn að
draga náttkjólinn yfir höfuð sér.
„Já,“ svaraði hún, undrandi.
„Hvernig kunnir þú við hana?“
spurði hann, og það brá fyrir nokkr-
um strangleika í röddinni. Þannig
spurði hann eflaust vitnin í réttar-
salnum. Evelyn reyndi að muna eitt-
hvað í sambandi við þessa konu,
sem annazt hafði þvotta og hrein-
gerningar fyrir þau um alllangt
skeið, þangað til fyrir nokkrum
mánuðum. Evelyn mundi að hún
hafði verið föl í andliti og frekn-
ótt, minnti að hún hefði verið með
rautt hár, en var ekki viss um það.
Kurt var kominn undir steypuna.
„Var hún þjófótt?“ spurði hann.
„Hamingjan góða .. . maður veit
hvernig þetta fólk er,“ sagði hún.
Og í rauninni vissi hún, að það
hafði verið ýmislegt, sem þvotta-
konan hafði stungið í skreppu sína,
en þó einungis smávægilegt.
Það fór hrollur um Evelyn þegar
hún minntist uppnámsins sem orðið
hafði, þegar eldabuskan komst að
þessu; fann sápustykki, götótta
sokka og gamla vekjaraklukku í
skreppu þvottakonunnar og lýsti
hana þjóf. Eftir það hafði Rupp
ekki komið til starfa. Og nú hafði
hún verið dregin fyrir rétt, ákærð
um að hafa myrt tengdamóður sína,
og hún hafði játað á sig glæpinn.
Undarlegt hvernig sérhver mann-
eskja átti sitt leyndarmál, hugsaði
Evelyn og hleypti brúnum. Það var
eins og henni hefði aukizt mjög öll
hæfni til að skilja aðra þessa síð-
astliðnu viku.
Og allt í einu fannst henni sem
hún skildi orsök þess að þessi kona
hafði hnuplað. Kannski var það
sama orsökin, sem réði því, að hún
hafði gerzt sek um morð. Kurt stóð
nú allsnakinn undir steypunni.
Evelyn virti fyrir sér íturvaxinn
og spengilegan líkama hans með
annarlegri andúð, og loks hætti
vatnsniðurinn.
„Hún var gift mjög glæsilegum
manni og unni honum afar heitt,“
sagði Evelyn.
Framhald í næsta blaði.