Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 2

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 2
í fullri alvöru: r Þegar þér hafið einu sinni þvegið með PERLU komizt þér að raun um, hve [avotturinn getur orðið hvítur og hreinn. PERLA hefur sérstakan eiginleika, sem gerir þvottinn mjallhvítan og gefur honum ný|an, skínandi blæ, sem hvergi á sinn líka. PERLA er mjög notadrjúg. PERLA fer sérstaklega vel með þvott- inn og PERLA léttir ýður störfin. ► Kaupið PERLU í dag og gleymið ekki, að með PERLU fáið þér hvítari þvott, með minna erfiði. —--------------------------------------------» ma GISLI SIGURBJORNSSON: BÆNDURNIR OG HÚTELIÐ Bændahöllin er senn fullbúin, eitt stórhýsið hefur bætzt við i hópinn í höfuðborginni. Hótel Saga hefur tekið til starfa. — Þetta heyrir mað- ur víða og sér, enda má sjá minna, og tieyrnin lilýtur að vera slæm, ef maður tieyrir ekki um ])etta allt talað. Hversvegna fóru bændurnir að flana út í svona stóra byggingu? Hefði þeim ekki verið nær að reisa hús fyrir starfsemi sína í staðinn fyrir þessa höll? — Þetta og því- líkt lieyrir maður í tíma og ótíma og svo eru nokkrir farnir að hlakka yl'ir því að fjárhagsörðugleikar eru í svip hjá forystumönnum bygging- ar bændahallarinnar. Hvers vegna fóru bændurnir út í ])etta, — ein- faldlega vegna þess, að þcir eru lnigsjónamenn, framsýnir dugnaðar- menn annars væru þeir ekki hænd- ur. Bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi, má með sanni segja. Forystu- rnenn bænda sáu það, scm reyndar flestir gerðu, að hér vantaði til- finnanlega gististað — Iiótel — fyr- ir þá fjölmörgu, sem gista vilja ])etta land, og höfuðborg ])ess. En þeir létu ekki við það eitt sitja að tala um þetta, eins og sumir höfðu gert árum saman. Nei, þeir hugsuðu mál sitt og réðust síðan í þessa stórmerku og nytsömu framkvæmd. Þeir reistu mikla byggingu, ekki að- eins til afnota fyrir félagssamtök bændastéttarinnar, heldur og einnig hótel fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. í svip verða þeir fyrir nokkru aðkasti, en er ])að ekki oftast svo hjá ok.kur íslendingum, samvinnan er lítil, tortryggnin mikil, og öfund og afbrýðissemi landlæg. Að sjálf- sögðu má ýmislegt að þessari bygg- ingárframkvæmd, — Bændahöllinni — finna, mig skortir kunnugleik til þess að dæma þar um. Eflaust hefði margt mátt gera á annan veg, ýmislegt óþarft verið' liægt að spara, ýmislegt hefði betur verið ógert, en þrátt fyrir allt þetta er staðreynd- in sú, að byggingin er senn full- gerð og Hótel Saga hefur starfað uin nokkurn tíma. Nokkrar áhyggjur Iiafa óviðkom- andi menn af því, að fjárhagur Bændahallarinnar sé og verði l)röng- ur, og telja nokkrir ])eirra hreina Framhald á bls. 47. 2 — VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.