Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 28
Hann hljóp yfir götuna og í gegn- um skóginn að kofum Israelsmanna og ruddist inn í þá alla. Hann var svo afmyndaður af reiði, að eng- inn vogaði að reyna að stanza hann. Hann hélt áfram að leita i allri ný- lendunni i marga klukkutima. Hann hótaði, bölvaði og hrinti síðskeggj- unum fram og til baka í tilraun til að koma siagsmálum af stað, en á- rangurslaust. Hann gat ekki fengið neina útrás fyrir reiði sína á þann hátt. Allir sýndu honum þöglan mót- þróa. Hann varð ekkert var við dæt- ur sínar — og sá engin merki um Ben Purnell. Hann kom aftur næsta dag og daginn þar á eftir. Hann var í marg- ar vikur í Benton Harbor og kom á óliklegustu tímum út i nýlenduna, stundum um miðja nótt, til þess að reyna að finna dætur sínar og til að koma spámanninum að' óvörum — með byssunni. Loks sneri hann sér til yfirvaldanna, en þau voru undarlega ófús á að skipta sér nokk- uð af málum ísraelsmanna. „Ef dóttir yðar, Cleatus, kýs að eiga heima hjá giftri systur sinni, getum við engin áhrif haft á það“ sögðu þeir við hann. „Við vitum ekki til hvers þér ætlizt, en þér hafið ekki séð dætur yðar lengi. Fólkið hefur sagt yður, að þær séu í trú- boðsferð — þar að auki hafa þær sagt yður sjálfar, að þær vilji ekki fara úr ísraelssöfnuðinum. Og þó að konan yðar hafi dáið þar úr lungna- hólgu, vitum við ekki hvað fyrir yður vakir! Auðvitað er það sorg- legt, en fólk deyr alls staðar úr lungnabólgu. Þér verðið að gera yður ljóst, að þetta fólk hefur sama rétt og aðrir til að trúa hverju sem það vill og iifa eftir því.“ Richard Wade, sem hafði mætt ýmsu um dagana, varð nú að viður- kenna, að hann hafði verið sigrað- ur — sigraður af þessum undarlega hópi, sem engum lögum hlýddi og neitaði að bérjast. Stuttu siðar fór Iiann aftur til Indiana og tók Doro- thy og Hayden með sér. Það var ekki fyrr en seytján ár- um seinna, að hann frétti hvar Ben Purnell hafði falið sig. Þá sat hann í réttarsalnum og hlustaði á réttar- höldin, vitnishurði annarra og fram- hurð sjálfs síns — og þá kom í Ijós, að Ben hafði verið í tjaldi ísraels- manna á lieimssýningunni i Chicago. Esther Johnson og Hazel Ruth voru aðeins tvær af tugum og jafn- vel hundruðum stúlkna, sem búið höfðu í herbergjunum á annarri hæð í Shiloh. Saga þeirra var aðeins nokkrir þræðir úr liinum marg- breytilega vefnaði, sem myndaði líf og valdaferil Bens Purnell. En ef hann hefði verið sá spámaður, sem hann þóttist vera, hefði hann átt að sjá fram i tímann. Þá hefði hann átt að kasta Esther fyrir borð, dag- inn sem hann hélt henni út fyrir borðstokkinn á Rising Sun, og þá hefði hann átt að láta Hazel Ruth vera kyrra í kofanum hjá móður sinni. Því að þessar stúlkur áttu eftir að valda honum meiri erfið- leikum en allar aðrar stúlkur kvennabúrsins. II. kafli. Það var ekki eingöngu ógnun fyrr- verandi lögreglustjórans í Wichita, sem varð til þess að Ben Purnell fór huldu höfði 1910. Mrs. Lulu Baushke, kona annars bróðurins, sem upphaflega hafði fengið Benja- mín konung til Benton Harbor, hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að meira að segja loforð um eilíft líf gæti ekki verið þess virði að kingja öllu orðalaust. Henni fannst erfitt að sætta sig við það, að Ben launaði þeim hjálpina með því að tæla Harriet dóttur þeirra. Hún átti í harðri sennu við hónda sinn, sagði sig úr söfnuðinum og yfirgaf ný- lenduna fokreið. En skyndilega barst Ben það til eyrna, að hún væri komin aftur og ætlaði sér að sækja dóttur sína. Harriet var eftirlæti hans og hann vildi ekki af frjálsum vilja missa hana. Hann lét Esther Johnson koma einni giftingunni enn í kring og sýna móðurinni vottorðið þegar hún kom í IIús Davíðs. Henni var tilkynnt, að héðan af hefði hún engan yfirráða- rétt yfir dóttur sinni, en hún sætti sig ekki við það. Hún ákærði Ben fyrir siðferðisbrot og lieimtaði að hann væri tekinn fastur. Sjöundi sendihoðinn flýði þá til Kanada. En stúlkur eins og Esther John- son, Cora Mooney og Mary drottn- ing voru í engum vandræðum með að afstýra þessari hættu. Þær létu hinn unga eiginmann Harriet, játa á sig að Iiafa brotið lireinleikalög- in með konu sinni, þó að hann hefði aldrei séð hana fyrr en við gifting- una. Vopnaðar þessari játningu og svardaga Harriet um að konungur- inn hefði aldrei snert sig, gengu þær á fund yfirvaldanna og fengu málið dregið til haka. Himneski sendihoð- inn gat því snúið aftur til þegna sinna og afsakað fjarveru sína með tilvitnunum úr biblíunni, þar sem lýst var hvernig Kristur liafði oft þurft að flýja óvini sína. En þessi tvö mál voru ekki þau fyrstu, sem opnuðu gættina fyrir al- menning að þvi, sem fram fór í Shiloh. Tveimur áður áður hafði maður að nafni Harry Williams komizt á snoðir um kvennabúr kon- ungsins og liafði rokið burt úr ný- lendunni. Hann hafði æst borgar- búa upp í taumlausa reiði og geng- izt fyrir göngu til Shiloh með grjót- kasti á húsið. Lögreglan hafði skor- hi í leikinn og tvístrað mannfjöld- anum, en síðan hafði Ben komið fyrir hlöðnum byssum hér og þar í húsinu. lín hann treysti fáum til að nota þær og hafði því fengið flestum kylfur til að nota ef á ]>yrfti að halda. En þetta voru aðeins bráðabirgða ráðstafanir, og það var Ben full ljóst. Það, sem söfnuðurinn þurfti með, var velvilji borgaranna í Ben- ton Harbor. Og eins og við var að búast af honum, fann hann ráð við því, og það ráð gaf meira að segja góðan hagnað. Hús Daviðs var orðið að stað, sem ferðamenn höfðu áliuga á að skoða. Fólk kom oft langar leiðir til að sjá þetta þjóðfélag síðhærðu ofsatrúarmannanna. Ben hafði ekki verið vel við ])að og hafði annað hvort látið, sem hann tæki ekki eftir 2g — vikan 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.