Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 18
Hvort sem maður ætlar nú að fara út að spila, eða að fara í saumaklúbb, þá eru alltaf sömu vandræðin, sem sagt í livað á ég að fara? Þess vegna reynir sniðaþjónusta Vikunnar að leysa vandann í þetta sinn. Þessi fallegi kjóll er úr léttu „rayon“-efni og Sniða- þjónustan sniður hann fyrir þig, merkir fyrir ölium saumum og föllum og sendir hann til þín í póstkröfu ásamt saumatilsögn. Litir: 1. milligrænn, 2. milli- brúnn, 3. dökkbrúnn. Til í no. 4ö, 48 og 50. Hann er með aðeins fleginni blússu, ermum niður að olnboga og pilsi með klauf að framan, slétt að aft- an, eins og nú er mjög í tízku. Verð kr. 333, kr. 29,90 auka fyrir rennilás og tvinna. Útfylltu pöntunarseðilinn með upplýsingum um stærð og lit og sendu til Sniðaþjónustu Vikunnar, Skipholti 33, Reykjavík, ásamt kr. 100. Efnissýnishorn færðu gegn frímerktu umslagi með nafninu þínu á. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 37503 milli kl. 2—5 á þriðjudögum og föstudögum. Pöntunarseðillinn er á bls. 50. SNIÐAÞIÓNUSTS VIKUNNAR NUDDIÐ HÁRSVORÐINN DAGLEGA Hafið þið ekki tekið eftir því, hve húðin verður frísk og augun skær daginn sein þið þvoið á ykkur hárið? Það liggur í því, að blóð- rásin eykst til höfuðsins. Það er hægt að ná svipuðum áhrifum með þvi að bursta hárið daglegu, sumir segja hundrað sinnum, en það ætti að vera nóg þar til hægt er að finna hvernig blóðrásin hefur örvast. En það er ekki allt hár, sem þolir burstun, sé það t. d. mjög feitt er ekki gott að bursta það of mikið. Lang áhrifarík- asta aðferðin við að ná sömu áhrifum og hár- þvottur hefur á hársvörðinn, er að nudda hann ■— nudda eins og þið séuð að þvo ykkur og bezt er að beygja sig á meðan, þannig að höf- uðið snúi niður. Það er bæði gott fyrir húðina og hárið sjálft — ekki síður hárið. Það verður heilbrigt og sterkt á því, lifandi og gljáandi. Beztu hárburstarnir eru úr svínahári, hæfi- lega harðir. Nælonbursta þola ekki allir, þeir eru mjög óheppilegir i rafmagnað hár. Sumir hafa svo mikið rafmagn í hárinu, að þeir þola ekl:i einu sinni nælongreiður. Burstar hafa jafn mikilvægu hlutverki að gegna og greiður. Það er t. d. miklu betra að hursta yfir túberinguna en greiða, og mjög stuttklippt hár fcllur betur eftir burstun en greiðslu. En það þarf að bursta á réttan hártt, ef það á að koma í stað greiðslu, og reyna að finna hvcrnig hárið vill falla og fylgja lagningunni. Sjálfsagt er að eiga fleiri en eina greiðu •— og af mismunandi gerð. Greiða með slcafti er nauðsynleg til þess að vefja hárið upp, eins til að fá lyftingu í túberíngu. Fingerð greiða til daglegrar notkunar og önnur grófari til að greiða úr hárinu eflir ])vott eru sjálfsagðar. Handslípaðar greiður hafa ávala tinda, sumar hafa kúlur á endunum. Þær hafa þann kost að særa ekki viðkvæmt hörund, og yfirleitt þarf að aðgæta vel að tindarnir á greiðum séu ekki beittir. Horngreiður eru betri en málm- greiður. En aðalatriðið er — og það gildir jafnt um greiður sem bursta — að allt, sem kemur við hárið sé hreint. Það ætti helzt að þvo greiður daglega, en I minnsta lagi þegar hárið er þvegið. Þá á líka að þvo hárburstana. Og það á aldrei að lána greiðuna sína — það er algjör lágmarks- krafa um hreinlæti. Flasa er mjög smitandi, og það getur kostað ykkur áralanga baráttu að losna við hana aftur. jg — VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.