Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 34

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 34
Mini er mest selda bifreiðin í Englandi. Hefur framhjóladrif. Lipur og létt í akstri. Er rúmgóð og gott útsýni. Kraftmikil vél, en þá sparneytin. GARÐAR GÍSLASON H. F. Bifreiðaverzlun. — Sími 11506. græða peninga. Loks gafst Wilde alveg upp fyrir hinni þrákelknis- legu mótstöðu þeirra og sigldi al- farinn heim. Þrátt fyrir fáa ibúa og mikinn skyldleika þeirra i milli, tilheyrðu hinar sjö fjölskyldur á Tristan tveim kirkjum. Glass-fjölskyldan, Swain, Green, Hagans, Laverello og Repotto fjölskyldurnar ensku Biskupakirkjunni, en Rogers fjöl- skyldan, afkomendur amerisks sjó- liða, kaþólsku kirkjunni. Þar sem sterk trú var nauðsynleg til að þola einveruna, fengu allir að vera i friði með sína trú. Þegar kaþólikk- arnir 27 komu saman i kofa Agn- esar Rogers, aðstoðaði fylgjandi ensku kirkjunnar þá með því að leika á orgel, sem Elisabet drottn- ing og Filippus prins, liöfðu gefið. Þegar kartöfluuppskeran brást árið 1939, leit út fyrir að hungurs- neyð væri yfirvofandi. Dag og nótt var legið á bæn um að skip kæmu. En mánuðir liðu og ekki kom neitt skip. Eyjarskeggjar lifðu eingöngu á arnarunga- og mör- gæsakjöti. Gömlu mennirnir, sem minntust atburðanna 20 árum áður hristu höfuðið og tautuðu: „Nú er eitthvað á seyði „úti í heimi.“ Loks árið 1942 kom brezkur tundurspillir og setti tylft sjóiiða á land á Tristan með útbúnað til að reisa loftskeytastöð á eynni. Yfirliðþjálfinn skýrði eyjarskeggj- um frá striðinu og endurnýjaði vistir þeirra. Nú var þeim í fyrsta — VIKAN 9. tbl. skipti greitt með beinum pening- um. „Svo þetta eru peningar!“ sagði einn Tristanbúi, og hélt pundsseðli upp að birtunni. „Ég hef alltaf heyrt að þeir væru rót alls ills. HviJíkur pappirssnepill með snotr- um merkjum á.“ Hann kuðlaði seðlinum saman og þeytti honum burtu. Eftir brottför sjóliðanna, er frið- ur hafði verið saminn, tóku Trist- anbúar upp sitt fyrra líf og gerðu sér naumast Ijóst, að einhver breyt- ing var óuml'lýjanleg. Og hún kom í iíki tungulipurs Suður-Afríku búa, sem fullyrti, að geysimikinn hagnað mætti hafa af humarveið- um við strönd Tristans. Þetta reyndist rétt vera. Brátt voru flest- ir unglingarnir á eyjunni ráðnir til niðursuðuverksmiðju, sem flutti út hraðfrysta humars-sporða til margra landa. Samt hélt eyjan sinni fyrri nafnbót, sem einangr- aðasti skiki veraldar. Framgangur niðursuðuverksmiðj- unnar leiddi af sér ýmis konar efnalega umbun fyrir eyjarskeggja. Fyrst kom vatnsveita og síðan raf- magn. Willi Repetto, formaður borgarráðs Tristans, var fullur lotn- ingar fyrir nýja vatnssalerninu sínu. „Bara toga i keðjuna, vatnið kemur upp og skolar öllu niður aftur,“ sagði hann alveg stein- hissa. Svo var það sunnudagskvöldið 8. október 1961. Repetto var að koma frá aftansöng i kirkju heil- agrar Maríu og var að segja vini sinum frá þvi, að hann hefði í hyggju að láta rífa niður útihús- ið i húsagarðinum sinum. Þegar Repetto kom heim til sín, tók hann eftir sprungu utan á veggnum á húsinu sínu. Hann flýtti sér inn. Myndir höfðu dottið niður af veggjunum og ryk lá yfir húsgögnunum. Hann reyndi að taka í keðjuna á nýja salerninu sínu. Pípurnar voru brotnar. Ná- grannarnir, sem höfðu verið látn- ir vita um þetta, liöfðu allir frá svipuðum uppgötvunum að segja. Sprungur höfðu myndazt í görð- um, en nú var allt orðið rólegt aft- ur. Spurningar hinna óttaslegnu íbúa suðuðu fyrir eyrum Repettos, þegar liann klifraði upp á tindinn. Hafði eldgigurinn lifnað aftur. Myndu þeir neyðast til að yfirgefa eyjuna? Þegar hann komst upp, stanzaði þessi þrautseigi, gamli maður. Svæðið sýndist vera alveg óbreytt. Það hvein í vindinum allt i kring um hann. Hann dýfði hendinni í stöðuvatnið í eldgígnum. Ef vatn- ið væri heitt, benti það til, að eld- fjallið væri óútbrunnið. En það var jafn kalt og venjulega. „Kannske er þetta ekki svo al- varlegt,“ sagði Repetto við fólkið seinna. Næsta morgun, er eyjarskeggjar voru að tala við brezkan embætt- ismann, sem dvaldi á Tristan, kom lítill drengur hlaupandi og hróp- aði: „Stór loftbóla kemur upp úr jörðinni!“ Repetto og hinir sáu bungu á jörðinni, 50 fet að þver- mál og tiu feta háa, milli Edinborg- ar og Tindsins. Augljóst var, að hraunið hafði ekki komizt gegnum hinn trausta vegg fjallsins, en hafði fundið aðrar sprungur. Hryggur í huga fór Repetto með eyjarskeggja með sér frá litlu húsunum þeirra til öruggari staðar i kartöflugörð- unum, 3 milur burtu. Langa, kalda nóttina, sátu eyjar- skeggjar samanhnipraðir og báðu og vonuðu, að heimilum þeirra á eyjunni myndi verða þyrmt. Rétt fyrir dagkomu varð von þeirra og bjartsýni að engu. Gul- leitur bjarmi nálægt Edinborg sýndi, að „loftbólan“ hafði sprung- ið og orðið að eldgosi. Er betur var að gáð, sást glóandi eldhraunið renna i áttina að húsunum. „Við verðum að fara í burt héð- an,“ sagði Repetto og tárin runnu niður hrjúfar kinnarnar. í síðustu ferð eyjarskeggja til híbýla sinna, er var áhættusöm mjög, stönzuðu þeir andartak i kirkjugarðinum hjá marmaramerki Glass liðþjálfa. Eldfjallið þeytti sprungnu grjóti og brennisteinsmettum reyk 100 fet upp í loftið. Eftir að hafa sent neyðarkall til hollenzka skipsins Tjisadane, sem var 100 mílur í burtu, fóru Repetto og afkomend- ur hans til strandarinnar. Tveir togarar, gerðir út frá niðursuðu- verksmiðjunni, voru skammt und- an ströndinni. íbúar Tristan voru teknir upp í báta og settir aftur í land 13 mílur í burtu á hinni ó- byggðu Næturgalaeyju. Þungir í skapi biðu 262 eyjarskeggjar aðra nótt, umkringdir fuglum og mör- gæsum. Er birta tók kom Tjisadane og tók þá um borð. Þegar gufuskipið sigldi burt og Tristanbúar sáu heimili sin rétt i svip, reis þykkur reykmökkur upp af Tindinum, lík- brennsla fornra lifnaðarhátta. Fyrst voru eyjarskeggjar fluttir til Suður-Afríku og skömmu seinna þaðan til Englands. Þeir voru gráti næst, er þeir komu til Southamton, ringlaðir og sjúkir af heimþrá. Rétt áður höfðu þeir fengið þau skila- boð gegnum loftskeytastöð skips- ins, að þeir gætu aldrei snúið aft- nr til Tristan, þar sem eldgosið varð sifellt meira og meira. Séra Charles Jewell, sálusorgari þeirra, dró ekki dul á áhyggjur sinar. „Menningin, eins og við þekkjum hana, getur haft hin furðulegustu áhrif á þetta fólk. Það er saklaust sem börn og tiltölulega auðvelt að eyðileggja það.“ Willi Repctto, sem dvelur i fyrr- verandi herskála i Merstham, Surr- ey, bráðabirgðaheimili Tristanbúa, finnur þetta jafnvel enn betur. Ilann lifir i þeirri von, að brezka nýlenduráðuncytið muni gera al- vöru úr þeirri áætlnn sinni að flytja fólkið hans til hinna fjarlægu Shetlandseyja. Þar í hrjóstrugu, þokusömu umhverfi, sem svipar til Tristan, myndu þeir aftur geta lifað einföldu lífi sem ein fjöl- skylda. Repetto verður áhyggjufyllri með hverjum degi. Hann sér barnaleg- ar Tristnn-stúlkur nota varalit og nylonsokka og umgangast máluga stráka úr nágrenninu. Börnin liorfa samvizkusamlega á glæpamyndir í sjónvarpinu. „Við áttum ekki einu sinni byssu á Tristan,“ segir Re- petto beiskjulega. Hann heyrir unga og vankunnandi menn óska sér peninga til að kaupa bila og iburðarmikil föt. Ilafa þeir hlotið nógu agasamf uppeldi til að geta staðizt allar freistingar? Shetlands- eyjar eru hans eina von. „Fólkið mitt er gott og saklaust," segir Repetto. „Mig langar ekki til að heimurinn ykkar breyti þvi.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.