Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 7
á, því mér fannst þetta svo smellið hjá peyjanum litla. „Svona eru þessi litlu grey,“ hugsaði ég með sjálfum mér. „Þau heyra alla tala um skóla og lærdóm, og svo halda þau auðvitað .. . nei, bíðum nú ann- ars við. Getur það bara ekki verið satt, að pabbi hans sé í raun og voru að læra? Getur ekki verið að háskólastúdentar séu búnir að stofna heimili og eigi börn áður en þeir hafa lokið námi? Jú, auð- vitað. Ekki bara kannski, heldur er það öruggt mál. Þetta þarf ég að athuga.“ Og svo tók ég til að finna nokkra slíka menn, og sannarlega lenti ég all. Nú er hann orðinn tuttugu og sjö, þau eru búin að vera gift í um fimm ár og eiga þrjú börn, — og ennþá heldur hann áfram ótrauður að læra, og er ekki nærri því búinn ennþá. Yngsta barnið er nokkuri;a mánaða gamalt en það elzta í sjö ára bekk í vetur. Hann situr heima innan um barnahópinn og les undir próf, byrjar lesturinn klukkan átta eða níu á morgnana og les stanz- laust til klukkan þrjú á nóttunni — Er þetta svona geysimikið námsefni, sem þú þarft að fara yfir, ísak? „Já, það er ekkert smáræði. Það veitir hreint ekkert af tímanum til að komast yfir þetta allt saman. Að vísu les maður ekki svona mikið að staðaldri, þá reynir maður að halda sér við venjulegan vinnutíma, ef hægt er. Það þyngist róðurinn þegar maður er að lesa undir próf.“ — Hvaða próf er það, sem þú ert að taka núna? „Það er miðhlutinn í læknisfræð- inni.“ — Hvað áttu þá mikið eftir? „Þá á ég tvö ár eftir.“ — Hvað tekur þá við hjá þér? Geturðu þá strax farið að vinna? „Já. Það er að segja að þá á ég eftir að skila svokölluðu kandídats- ári, en þá er maður á launum, svo að þá fer strax að birta hjá manni.“ — Tvö ár eftir og eitt þar að auki þangað til þú ert alveg frjáls maður, ef svo mætti segja. Það er að segja þrjú ár samtals, og nú ertu tuttugu og sjö ára. Þú verður þá orðinn þrí- tugur, þegar þú ert loks orðinn praktíserandi læknir. „Já, ef ég fer þá ekki út í sér- nám.“ — Já, ef ... Finnst þér nú ekki komið fullmikið af svo góðu? „Jú, víst finnst mér það. Enda hef ég ekkert ákveðið með hvort ég fer út í það, ennþá. Maður getur varla ákveðið það með sér fyrr en maður er kominn út í raunveruleikann. í Edgar Guðmundsson, verkfræðinemi & Co. í' vandræðum. Ekki vegna þess að erfitt væri að finna slíka menn, heldur vegna þess að þeir eru svo margir, að það reyndist erfitt að velja úr öll- um þeim fjölda. Þess vegna ákvað ég að hafa stutt viðtal við nokkra há- skólastúdenta, og hér sjáið þið ár- angurinn. övona verða blaðagreinar til . . . stundum. fsak Hallgrímsson læknaneml, ásamt konu sinnl, Margréti Ódu Ingimarsdóttur og þrem börnum. — Þau hittust fyrir 12 árum. Gunnar Kagnars í Viðskiptadeild ásamt .. Stundum lokar maður augunum." f jöiskyidu. Hann kynntist henni áður en hann fór í landsprófið forðum, 15 ára gam- VIKAN 9. tbl. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.