Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 32
£ BÚNAÐARBLAÐIÐ fljsíur bændum: Frásagnir af reynslu annarra bænda við búskap, leiðbeiningar ráðunauta og visindamanna, erlendar nýj- ungar, sem eiga við fslenzka staðhætti. 4) BÚNAÐARBLAÐIÐ er óháð stjórnmálum og stéttasamtökum. £ BÚNAÐARBLAÐIÐ er ómyrkt í máli og hefur hag bændastéttarinnar fyrir augum í skrifum sinum. BÚNAÐARBLAÐIÐ kemur út 12 sinnum á ári. Áskriftargjald er aðeins 150,00 krónur á ári. ^ Sá, sem gerist áskrifandi að VIKUNNI, fær BÚNAÐARBLAÐIÐ ókeypis. ^ VIKAN kostar 250,00 krónur ársþriðjunslega. ÁSKRIFTARSEÐILL □ VIKAN □ BÚNAÐARBLAÐIÐ Nafn: .................................... Heimili: ................................. Sýsla: ................................... □ Greið&ia fylgir. □ Sendið póstkröfu. VIKAN — Skipholti 33 — Pósthólf 149 — Reykjavik. Eyjan sem gleymdist. Framhald af Ms. 15. og Súesskurðirnir voru byggðir. Skipakomur til Tristan urðu sjald- gæfari. Ár og dagar liðu á miUi skipaferða og fátæktin hélt innreið sína á eyjuna, sem byggði afkomu sína á vöruskiptum. Litill drengur, sem sat oftast á klettunum við Tristan, kom venju- lega fyrstur auga á skip, og var það mikill gleðiatburður. HÆ SKIP! HÆ SKIP! Allir, er þetta hróp heyrðu, lögðu niður vinnu sina. Hver hljóp sem betur gat úr kofunum og kartöflugörðunum, niður að ströndinni, að eina sand- flæminu, er fyrir hendi var. Á binni klettóttu Tristaney var eng- in höfn. Þeir biðu eftirvæntingar- fullir. Myndi skipið koma við hjá þeim? Skip, sem sigldu fram hjá án þess að koma við ullu sársauka og eymd. Ef til vill liðu ár þangað til að Tristan-búar fengu aftur tækifæri til að sjá annað fólk og fá brýnustu nauðsynjar. En ef þeir 32 “ heyrðu glamra i akkerisfestinni, gullu við mikil fagnaðaróp. Karlmennirnir flýttu sér i bátana til að ná í vörubirgðirnar, og voru milli vonar og ótta um, hvort hinn langþráði póstur væri nú kominn. Skipstjórarnir, sem höfðu mestu samúð með eyjarskeggjum vegna einmanalegs lifs þeirra, gerðu ýmsar ráðstafanir til að birgja þá sem bezt upp með nauðsynjum. Skip, sem ekki sigldu aftur til eyj- arinnar, leituðu uppi önnur skip, sem áttu leið þar um, og báðu þau fyrir nauðsynlegasta varninginn til eyjarskeggja. Amerískur skipstjóri, Shaw að nafni, sem missti skip sitt við Tristan, þegar mikið bjargleysi og skortur var á eynni, dvaldi þar með áhöfn sinni í 157 daga. Þeir voru í hópi margra skipbrots- manna, er var bjargað frá eynni, meðan hún var og hét. Löskuð skip á Suður-Atlantshafi tóku alltaf stefnuna á „litla depilinn" á sjó- kortinu. „Mér datt ekki í hug að til væri hvítt fólk, sem væri svona fátækt,“ sagði Shaw, þegar hann kom heim aftur. „Það sprettur mjög lítið hjá þeim, einstöku sinn- um heppnast þeim að koma upp fáeinum kartöflugrösum. Hungur- dauði vofði yfir þeim, en þeir deildu samt með okkur sinum litla forða af arnarunga- og mörgæsa- kjöti og eggjum. Þingmaður einn, er las frásögn Shaws, krafðist, fullur gremju, bættrar meðferðar á minnstu eign Brezku krúnunnar. Eftir það komu herskip til Tristan með vissu millibili með nauðsynjavörur. Enska kirkjan stóð fyrir söfnun til hjálpar þessu fátæka, einmana fólki. Eyjarskeggjar komust stund- um í hálfgerð vandræði út af sum- um gjafapökkunum, er innihéldu hluti eins og sólhlifar, baðföt og því um líkt. Meiri velmegun var i Tristan kringum árið 1920, þegar ríkum Bandaríkjamönnum fór að þykja mikil skemmtun í því að fara i hnattferðir. Dag einn kom skemmti- ferðaskipið Asturias. Farþegarnir kvökuðu hver i kapp við annan, er þeir litu Tristan fyrst. „Hversu dásamlega skelfilegt! Hversu dá- samlega skelfilegt!“ „Guði sé lof,“ muldruðu eyja- skeggjar! Þeir brugðu við skjótt og reru til skipsins, og komu aft- ur hlaðnir gjöfum. Eldspýtur, ull- arábreiður, matur, gramófónar og hljómplötur, silkikjólar og sokkar, pípur og tóbak, fatnaður — jafn- vel minka-kápa, hafði þeim verið gefið. Einnig fengu þeir birgðir af höfuðverkjartöflum, vegna þess að skipin báru alltaf með sér kvef- sóttarfaraldur. Annars komst lækn- irinn á Asturias að þeirri niður- stöðu, eftir að hafa rannsakað nokkra Tristanbúa, að heilsa þeirra væri merkilega góð, þrátt fyrir mjög ófullkomna fæðu og lifnaðar- hætti. Á ströndinni var gjöfunum síðan skipt jaf-nt milli allra. Nokkrar gamlar konur, sem gengu svartklæddar og aleinar til híbýla sinna, hafa sennilega minnzt komu annars skips á sorgardegi einum fyrir 40 árum. Það var á drungalegum morgni, himinn var þungbúinn. Úti fyrir strönd Tristans lá vaggandi seglskip með sæbar- in segl og ryðgaðar hliðar. Þungar öldurnar gengu yfir það. „Þeir þurfa sennilega á vistum að halda, þarna úti,“ sagði Arthur Glass. Hinir kinkuðu kolli til samþykkis. Með glaðværum söng fóru 15 menn i bátana sína og höfðu með sér vatnstunnur og ávexti. „Því miður, félagi, þar sem þú ert handlama, verður þú að vera eftir,“ kallaði einhver glaðlega til herða- breiðs, ungs manns með reifaðan handlegg. Hann varð eftir á strönd- inni og horfði á bátinn berjast í briminu. Stormurinn varð skyndi- lega meiri. Hann þeytti upp kröpp- um öldulögum, svo að báturinn kastaðist æðislega til. Svo hvarf hann allt í einu í þokunni. Klukku- stundum saman stóðu særði mað- urinn, tveir sjötugir öldungar og konur og börn, í hnipri í rokinu á ströndinni. Likin rak livert á fæt- ur öðru. Enginn komst lífs af. Karlmaðurinn eini, sem eftir lifði, hafði siðareglur eyjunnar í lieiðri. Hann var trúr sinni konu, jafnvel þó hann væri umkringdur af ekkjum og ungum stúlkum. Einni konunni varð að orði: „Kölski ráfar hér um á nóttunni, en á morgnana snýr hann tómhentur aftur til Heljar.“ Til allrar hamingju bar storm- urinn, nokkrum árum seinna, tvo italska skipbrotsmenn, Ropetto og Laverello að nafni, á land í eynni. Þeir kvæntust og settust að á Tristan. Samt ríkti meiri einmanaleiki á eyjunni en nókkru sinni fyrr, og næstu ár kortist íbúatalan niður í 40 manns, áður en börnin náðu giftingaraldri. Árið 1880, þegar að Tristanbúar björguðu itölsku skipbrotsmönn- um, sendi hinn þakkláti konungur Ítalíu þeim 600 dollara að gjöf. Þeim var tafarlaust skilað aftur, VIKAN 9. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.