Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 17
Þetta var gamall maður, lotinn, eins og kúgaður, eins og hann hefði borið einhverja byrði á bakinu öll þessi ár, sem búin voru að meitla sig inn í andlit hans. Hann hafði staulazt upp í rúmið, þver og þegjandalegur, gefið unga manninum hornauga, snúið sér undan og dæst. Þegar tók að rökkva, dró gamli maðurinn upp litla flautu. Hann nostraði lengi við þessa flautu, áður en hann blés fyrstu tónana, þunna, skræka tóna, slitrótta. Au Clair de la Lune. Aftur. Og aftur. Hann bara lá þarna, gamall einræningur, og spilaði á flautuna sína. Au Clair de la Lune. Glugginn er smám saman að lifna við. í fyrstu mótar rétt fyrir borgarljósunum úti í rigningunni, en nú eru Ijósin skær og lifandi. Og hvíta herbergið ljómar nú í birtunni frá borginni. Það var þetta, sem ég sá í nótt. Tvö ljósaskilti, auglýsingar, sem kvikna og slokkna á víxl. Annað skiltið blátt, hitt rautt. „Nescafé" og „Beauvais". „Nescafé" tvisvar, snöggt, blátt. „Beauvais" einu sinni, ögn lengur, rautt. Það er þægileg tilbreytni í að horfa á þessi björtu skilti úti í myrkrinu. Mér líður vel, ef ég hreyfi mig lítið. Gamli mað- urinn tekur öðru hvoru upp flautuna sína og spilar. Aldrei annað en Au Clair de la Lune. Hann kann líklega ekki annað, gamli maðurinn. Enn talar hann ekki, bara andar djúpt, stynur stundum, og spilar. Flaututónarnir hverfa út í nóttina. Enn liggur hann einn, aleinn ásamt andardrætti annars manns, horfir eins og annars hugar á skiltin, rauð, blá, hlustar á veikan kliðinn frá umferðinni niðri á götunni, bjölluhljóminn frá sporvagninum. Einn, aleinn og ungur í ókunnu landi. Ég er höfuðkúpubrotinn og eitthvað skaddaður í mjöðminni. Læknirinn var að fara. Þurr, sviplaus og grár. Og ópersónulegur, eins og hann væri að tala við stein og steinninn væri ég. Líklega orðinn kaldur og miskunnarlaus, og enginn láir honum það, gömlum lækni. Gamli maðurinn í rúminu við hliðina á mér talar enn ekki. Ég heýri aðeins í honum hrjúfan, sorg- mæddan róminn, þegar hann barmar sér við hvít- klædda fólkið, sem kemur hingað allt of sjaldan. Nóttin er komin. Stundum heyrir hann raddir neðan frá götunni, raddir, sem hlæja, hlæja og hverfa út í myrkrið. Hann liggur og starir út um gluggann. Lítið kvöldfiðrildi flögrar framhjá glugganum, baðað í mjúku ljósinu frá rauða skiltinu, „Beauvais“. Ómarnir frá flautu gamla mannsins syngja enn í eyrum hans og blandast veikum niðinum neðan frá götunni. Au Clair de la Lune. Ég get ekki sofnað. Ég ligg og móki. Þó er erfitt að hafa augun af þessum skiltum. Þetta bláa -er fallegra, „Nescafé“. Það er ofurlítið minna, en fal- legra, formfastara. Það varpar svo einkennilega kælandi, blárri Ijósaslikju á hvítt herbergið. Ég er feginn því, að gamli maðurinn skuli vera sofnaður. Þótt láti hátt í honum. Maður verður hálf- leiður á þessu lagi hans. Au Clair de la Lune. Framhald á bls. 43. Gamli maðurinn talar ekkert. Ég reyndi tvisvar að tala við hann, en hann anzaði mér engu. Það lætur hátt í honum, þegar hann andar. Eins og rollu. Ég hef ekkert að gera. Veit ekki, hvað kom fyrir, hvað ég verð hérna lengi. Ég er allur reifaður á höfð- inu, allur stirður og hálfvankaður. Ég ligg bara og horfi út um gluggann. Það er rigning. Skyldi hann ekki kunna annað lag, gamli maðurinn? Enn talar hann ekki. Bara liggur þarna og dæsir, þegar hann er ekki að spila á flautuna sína. En ég læt þetta ekki angra mig, þetta korr í karlinum, ég heyri það oft ekki, eins og fossnið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.