Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 49
Heildsölubirgðir: Ö. VALDEMARSSON OG HIRST H.F. Sími 38062. bonnie um hvað í böggli þessum væri. En það var annað, sem framburður þessa vitnis afhjúpaði — að hinn meðákærði hafði verið staddur í veitingahúsi Ohnhausen ekkjufrúar umrædda nótt. Kern hafði verið barþjónn þar um nokkurt skeið. Svo var að heyra sem hann legði hatur á hinn meðákærða. Og hann mundi greinilega þessa nótt, þar eð honum hafði verið vikið úr starf- inu daginn eftir. Þegar hinn meðákærði hafði verið yfirheyrður í þaula, viðurkenndi hann að upplýsingarnar væru rétt- ar -— hann hefði verið staddur í þessu veitingahúsi umrædda nótt. Böggullinn, sem vitnið nefndi, hefði haft inni að halda meðul, sem hann hafði fengið handa móður sinni fyr- ir milligöngu sjúkrasamlagsins. Vin- ur hans einn hafði boðið honum hressingu með sér í veitingahúsinu, áður en hann fór út í garðinn til að sofa þar af nóttina. „Og er sá vinur yðar kannski líka farinn til Wittenburg?“ spurði sak- sóknarinn háðslega. Droste dómara varð litið á bréfið frá vitninu; hann hafði óafvitandi teiknað á það vín- þrúgukassa. Hann gaf þvottakonunni gætur, sem hafði nú vaknað af sljó- leika sínum. Það fóru sársaukakipp- ir um andlit henni og hún þrýsti höndunum fast að þykkt sinni, eins og hún liði sárar kvalir. Vonandi fæðir hún ekki barnið hérna í rétt- arsalnum, hugsaði Droste dómari. Það lá eitthvað í loftinu, sem ekki var unnt að átta sig á. Klukkan var yfir fjögur, Droste dómari frestaði réttarhöldunum til næsta dags. „Hin ákærða er miður sín af þreytu,“ sagði hann við blaðamenn- ina. „Við ljúkum réttarhöldunum á morgun.“ Hann gerði sér grein fyrir því með nokurri andúð, að hann var farinn að taka sér réttarmálfarið í munn hversdagslega. Hann unni öllu því, sem fagurt var og bar af — bókum, tónlist, hinum ósjálfbjarga yndis- leik konu sinnar. Honum varð litið þangað sem þvottakonan sat og starði í gaupnir sér, eins og hún vissi hvorki í þennan heim né annan. Lögregluþjónninn varð að taka þétt- ingsfast í öxl henni til að gera henni ljóst að réttarhöldunum væri lokið að sinni og að hún ætti að halda til klefa síns. Áhorfendurnir þyrpt- ust út, eins og að lokinni leiksýn- ingu, sem ekki hafði reynzt eiga það skilið, að leikendunum væri þökkuð frammistaðan. Droste varð hinn ánægðasti, er hann hitti Maríönnu fyrir þegar heim kom. Það var sterkur blóm- kálsdaunn á ganginum eins og vant var, Veronika hafði enn einu sinni gleymt að loka eldhúsdyrunum. Maríanna var kát og hávær. Sagði hverja skopsöguna af annarri, sem hún samdi jafnóðum, og lagði í munn hinum og þessum kunnum persónum. Droste hló svo að hann fékk verk í sinn viðkvæma háls, og steikin var með alltof sterku kryddbragði fyrir hann. Hann virti Evelyn fyrir sér; hann hafði grun um að annaðhvort tæki hún alls ekki eftir þessum bráðsnjöllu sög- um Maríönnu, eða þá að hún skildi ekki skopið í þeim. Það vottaði fyrir roða í vöngum hennar og undir aug- unum voru bláleitir skuggar, eins og hún átti vanda til þegar hún gekk með barni. Droste var fagur- keri; það voru þessi samræmdu og ljúflegu atriði, sem hrifu hann á hvaða sviði sem var. Pastoralen. Landslagsmálverk eftir Corot. Augu Evelyns, hinar fíngerðu og allt of veikbyggðu axlir hennar ... Hann var að því kominn að bjóða þeim með sér í kvikmyndahúsið, þegar þær tilkynntu honum, að þær væru í þann veginn að leggja af stað til Geltow, þar sem þær ætluðu að dveljast yfir helgina. Fyrst í stað varð hann fyrir nokkrum vonbrigð- um. Hann hefði gjarna viljað njóta lengur samvista við Maríönnu; fara þess á leit við hana að hún yrði viðstödd réttarhöldin daginn eftir. En um leið varð hann því feginn að eiga næðisstundir framundan. Hann hafði fundið það óljóst á sér, að það gæti breytt viðhorfinu, þeg- ar hinn meðákærði hafði þannig allt í einu orðið uppvís að röngum fram- burði, og um leið því að hafa skrökv- að að konu sinni, svo að Droste kom það vel að geta hugsað málið í ró og næði. Maríanna sat enn og rabbaði við hann, á meðan Evelyn ferðbjó sig. Og hann notaði tímann til að segja henni frá því er gerzt hafði í réttar- salnum. „Ég er að hugsa um að athuga þessa ekkjufrú nánar,“ sagði Marí- anna að lokum. „Því þá það?“ spurði Droste. Maríanna þagði um hríð, svaraði honum síðan út í hött. „Þú ert ekki sérlega slunginn sálfræðingur, Bússí,“ sagði hún. Það var ekki laust við að háðshreimur væri í röddinni. En hún hafði, aldrei þessu vant, kallað hann gælunafninu frá því í gamla daga, og allt í einu fann hann vakna hjá sér löngun til að snerta hana, finna hörund hennar með gómum sínum. „Hvað áttu við með því?“ spurði hann heimskulega. „Þú ert einn af þeim fáu, ham- ingjusömu mönnum, sem ekki vita hvað afbrýðisemi er,“ sagði hún og horfði hugsandi á hann nokkur andartök. Og áður en henni gafst tóm til að skýra nánara frá því hvað hún ætti við, birtist Evelyn ferð- búin í dyrunum. Það leyndi sér ekki að hún var í nokkru uppnámi, og hann gat ekki að sér gert að brosa; VIKAN 9. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.