Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 40
Dura-Gloss varaliturinn heldur sínum upprunalega litblæ - Fullkomnið snyrtingu yðar með Dura-Gloss varalit - og hinu sterka djúpgljáandi Dura-Gloss naglalakki. - Hvorutveggja fáanlegt í 18 tízkulitum, sem gefa yður ó- takmarkaða möguleika til fjölbreytni. HALLDÓR JÓNSSON HEILOVERZLi Ilafnarstræti 18 - Símar 12586 og 23995 Horft út um glugga. Framhald af bls. 23. ástríkur og nærgætinn. Aftur á móti má hann ekki vera góðmenni um of, því að það misnotar fólk sér alltaf. Ég veit það, þvi megið þér trúa. Veit það af reynslunni. Ég var sjálfur góðmenni — fyrst í stað. En það kom mér ekki að neinu haldi, svo að ég lagði góð- mennskuna á hilluna. Eftir það fór mér að ganga allt betur. Vitanlega hef ég misreiknað hlutina á stund- um —■ og þá hef ég orðið að greiða þau mistök fullu verði. Það er vist um það. Ef til vill getur maður ekki gert alvarlegri mistök í lifinu en að ana út í vanhugsað hjónaband. Maður verður að kynna sér það áður, að minnsta kosti eins vel og unnt er, hvernig sú manneskja sé í rauninni innréttuð, sem maður hyggst ganga í það tjóður með. En það hafið þér vitanlega þegar kynnt yður gaumgæfilega . . . — Já, og hann er dásamlegur maður. Þér getið ekki gert yður það í hugarlund, herra Bauman, þvi að í rauninni hafið þér ekki kynnzt honum neitt að ráði, en ef þér eig- ið það eftir, þá . . . Hún þagnaði og beit á vörina. Nei, nú hef ég sagt meira en ég ætlaði mér . . . — Þetta er þá einhver, sem ég kannast við, sagði Jacob. Það er óneitanlega gaman að hey.ra. Er þetta kannski einhver af vinum mínum? — Nei, nei. Og ég ætlaði mér alls ekki að . . . — Þó ekki Holmes læknir? — Nei, Hann . . . -—• Er það kannski einhver af starfsmönnum mínum? Charles yfirþjónn kannski? Nei, það getur ekki átt sér stað. Því skal ég aldrei trúa, að þér getið orðið ástfangin af manni eins og Charles. Finnst yður hann ekki alltof stórbokka- legur og upp með sér? — Já, sannarlega, svaraði stúlk- an vandlæti'ngarrómi. Hún virðist líta á sig eins og . . . ég veit svei- mér ekki hvað hann heldur að hann sé, maðurinn. Og svo er hann kald- ur og tilfinningalaus eins og fryst- ur þorskur. Jacob hló. — Það er þó hverju orði sann- ara, sagði hann. En hver getur það þá verið? —• Nú eruð þér að striða mér, herra Bauman, sagði stúlkan. Þér vitið það ósköp vel, að það er Vic- tor, bílstjórinn yðar. Ég vona að yður sé það ekki á neinn liátt á móti skapi? Ég hefði kannski átt að segja yður fyrr frá þessu, en . . . en ég kom mér ekki . . . Það var drepið létt á dyr, og þau felldu niður talið. Dyrnar opnuð- ustogfrú Baumankominn. Hún var ákaflega fögur, rauðhærð, og svo ungleg að hún virtist ekki nema um tvítugt, þótt hún væri komin að þrítugu, þar scm hún gekk um í ljósgulri peysu og aðskornum síð- brókum. — Góðan dag, bæði tvö, sagði hún glaðlega. Nei, fyrir alla muni sitjið kyrr, sagði hún við ungu hjúkrunarkonuna; hvernig líður sjúklingnum okkar í dag? •—• Bölvanlega, svaraði Jacob. Eiginkona hans unga hló með uppgerðar innileik og klappaði honum á vangann. Svafstu vel i nótt? — Nei. — Er hann ekki hlátt áfram hræðilegur? sagði hún við ungu stúlkuna. Ég skil alls ckki livernig þér getið afborið hann. — Hún gerir það peningana vegna. Öldungis eins og þú. Frúin hló, en það var eins og hún ætti dálitið erfitt með það. — Hann er eins og krakki, finnst yður það ekki? spurði hún hjúkr- unarkonuna enn. Hel'ur hann tek- ið inn gulu töflurnar? — Já, svaraði Jacob. —• Nei, sagði hjúkrunarkonan og leit á klukkuna. Er klukkan orðin tíu . . . já sveimér þá . . . — Hún er tíu mínútur yfir tiu, svaraði unga frúin kuldalega. En ég skal sjá um þetta. Hún skrúf- aði lokið af stauk, sem stóð á borð- inu við rekkju eiginmannsins. Síð- an hellti hún vatni úr silfurbrúsa í glas. Gaptu nú . . . En Jacob sneri sér undan. — Enn hef ég mátt til að ann- ast þetta sjálfur, sagði hann. Og það væri synd að segja, að þú minnir inann á lijúkrunarkonu. Hvert ertu eiginlega að fara i þess- um skólastelpubúningi? •—• Ég ætla bara að skreppa í borgina og kaupa svolítið. — Victor bíður með bílinn, sagðí hjúkrunarkonan unga. Hann gljáði liann allan og fágaði, svo liann lít- ur út eins og hann væri splunku- nýr. — Það ætla ég líka að vona, svaraði frúin þyrkingslega. — Ef hann ljómar ekki nægilega, þá skaltu fyrir alla muni ekki hika við að kaupa nýjan i leiðinni, elsk- an, sagði Jacob dálítið meinlega. — Mér hefur meir en dottið það í hug, sagði hún. En ég var að hugsa um að láta það biða þangað til þú kemst á fætur aftur. Þá kaup- um við okkur lítinn, tveggja sæta sportbíl og ökum í honum langar leiðir; hara við tvö . . . —• Mikið hlakka ég til, svaraði Jacob. —- En veðrið dásamlegt, sagði frúin. — Ilvers vegna læturðu Charles ekki opna gluggana? — Vegna þess að ég kæri mig ekki um að deyja úr ofkælingu, svaraði Jacob. En ég þakka þér fyrir uppástunguna, engu að sið- ur . . .“ Frúin hrosti Ijúft, lagði vísifing- ur fyrst á vör sér og síðan á enni honurn. — f rauninni áttu ekki þennan kveðjukoss skilið, sagði hún. Ef hann verður svona í skapinu, syst- ir, skuluð þér láta sem þéf* heyrið hann hvorki né sjáið. Það er hon- um ekki nema mátulegt, þegar hann hagar sér svona . . . Ég kem snemma hcim aftur, hætti lnin við og sneri sér að Jacob. —- Ágætt. Ætli ég verði ekki heima þegar þú kemur. — Jæja, verið þið sæl, bæði tvö, sagði frúin og fór. —- Já, hún er falleg hvar sem á hana er litið, andvarpaði hjúkrun- arkonan. — Það vildi ég, að ég hefði efni á að kaupa mér svona nærskornar síðbrækur. —• Haldið þér að mannsefninu yðar kynni ekki að þykja það helzt til eggjandi búningur? spurði Jacob. — Hann mundi ekki hafa neitt við það að athuga. Hann finnur ekki til afbrýðisemi; segist vera stoltur af mér, þegar aðrir karlmenn elti mig með augunum. — En hvað um yður? Hvernig verður yður við, þegar hann eltir aðrar stúlkur með augunum? Hjúkrunarkonan unga roðnaði dálítið. — Það hefur ekki nein álirif á mig. Aftur á móti kann ég því illa, þegar ar aðrar stúlkur elta hann á rönd- um. Það er blátt áfram skömm að því, hvernig þær geta látið, sumar liverjar. Við Victor skruppum í næturldúbb hérna um daginn . . . Jacob kinkaði kolli og horfði út um gluggann. Eiginkona hans gekk nú yfir grasflötina yfir að bil- geymslunni. Hún var harla ólik systur Frances í göngulagi og öll- um hreyfingum — gekk hægt og letilega og vaggaði lendum og sitj- anda í aðskornum brókunum. Það var eins og hún vildi geyma orku sina þar til á reyndi. —• Og þar konmmst við i kast við eina slika, hélt hjúkrunarkonan áfrain máli sinu. -— Hún var hræðileg i alla staði; andlitið svo ósmekklega málað, að manni bauð við . . . Jacob hlýddi á frásögn hennar annars bugar, og borfði enn á eftir konu sinni, sem stóð nú lijá bílnum og ræddi við bilstjórann. Jacob sá að hún hló svo dátt að einhverju, sem hann sagði, að skein í hvítar tennurnar. Og Vic- tor stóð með annan fótinn uppi á liöggslá bilsins, krosslagði vöðva- mikla og stælta armana á barmi sér, hallaði sér nokkuð að henni og hló líka. — Vitanlega var hún druklcin i þokkabót. Og þarna kom hún æð- andi að borðinu, þar sem við sát- um, og svo var hún blygðunarlaus og óskammfeilin, að hún settist á hnén á Victor og tók að kyssa hann og sleikja, beint fyrir framan mig. Ekki gat hún vitað ncma ég væri konan hans . . . — Og hvað tók Victor til bragðs? spurði Jac.ob og sneri sér að stúlk- unni. — Hann . . . ekkert. Hvað gat — VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.