Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 33
„þvi við gerðum þetta ekki fyrir peninga og höfum heldur enga þörf fyrir þá,“ skrifuðu þeir. Skips- flakið færði þeim hins vegar það eina sem þeir höfðu ætíð haft nóg af. Nefnilega: Rottur! Þessi frjósömu nagdýr, sem komu syndandi frá skipsskrokknunv gerðu alla lífsafkomu á eynni miklu erfiðari. Trúboði, sem heimsótti Tristan, sagði seinna svo frá: Á eyjunni eru urmull af rottum, sem fá ónóga fæðu, nema þegar inn- fæddir reyna að rækta dálítið korn, þá grafa rotturnar upp fræið, næst- um um Ieið og því er sáð. Nokkur epla- og perutré eru þarna, en rott- urnar klifra upp á þau og éta ávext- ina, áður en þeir ná að þroskazt. Kettir voru fengnir af skipum, sem komu þarna við, en þeir reyndust gagnslausir móti nag- dýraskaranum, sem ruglaði kett- ina gersamlega í ríminu. Eyjar- skeggjar ákváðu því að hafa sér- stakan rottueyðingardag í júní ár hvert. Allir ibúarnir tóku sér fri frá vinnu sinni. Konurnar út- bjuggu útimáltíð, meðan að karl- mennirnir ráku rotturnar úr hol- unum i högunum og dauðrotuðu þær. Dagurinn endaði á þvi, að verðlaun voru veitt þeim, sem hafði náð í lengsta rottuhalann og drepið flestar rotturnar. Metið, sem var sett á siðastliðnu ári, var 386 dauð- ar rottur! Þrátt fyrir þessa við- leitni, er áætlaður rottufjöldi um 100.000. Umheimurinn, sem heyrði öðru hverju um erfiðleika Tristanbúa, reyndi að hjálpa. Suður-Afrika bauðst til að taka við landnáms- mönnum, og sjá þeim fyrir skulda- bréfi upp á 700 dollara til að koma fótunum undir sig. Stóra Bretland sendi nokkra crindreka, sem ráð- lögðu eyjarskeggjum að flytjast búferlum frá eyjunni hið fyrsta. Sá frægasti af þessum sendiboðum var sjálfur hertoginn af Edinborg, sem kom 1867. „Þið hafið sennilega orðið vör við það, að margir eru fullir af umhyggju fyrir velferð ykkar,“ sagði hertoginn við Thom- as gamla Swain, sem var leiðtogi eyjarskeggja eftir dauða Glass. „Þeir þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af okkur,“ svaraði Thomas blátt áfram. „Við erum ánægð hérna.“ Til að sefa særðar tilfinningar liertogans, nefndi Swain byggðina á Tristan, sem hingað til hafði ver- ið nafnlaus, Edinhorg. Landamerki á eynni, voru kölluð eftir atburð- um, sem höfðu átt sér stað á þeim: „Þar sem presturinn setti farang- ur sinn á land“ o. s. frv. Fyrir tveimur áratugum siðan komst ungur Englendingur, sem var við rannsóknir á eyjunni, i mesta vanda út af stað, sem var kallað- ur: „Augnleysi Tomma“ (Tommis Eyeloose). Frekari fyrirspurnir leiddu i Ijós, nð sjóræninginn Tónias Corri, hafði einu sinni átt „olíuhús“ á þessum bletti. „Nöfn- in efbakast stundum dálítið," út- skvrði cinn Tristanbúi glettnis- lega. Allt lif eyjaskeggja var álíka til- viljunarkennt. Lykillinn að hinu erfiða og vinnusama lífi þeirra, virtist vera sálarfriður og rósemi. Heilsa þeirra var einnig góð. Eng- inn þjáðist af graftarkýlum, hjarta- bilunum, taugabilunum, né smit- andi sjúkdómum og til skamms tima hafði enginn tannpínu. Skoð- un, sem tannlæknir á herskipi framkvæmdi, þegar Tristanbúar lifðu aðallega á kjöti, kartöflum og fiski, leiddi í ljós að 84 höfðu algerlega óskemmdar tennur. Eftir það byrjuðu þeir að borða ýmis konar sælgæti og nú liafa allir ein- hverjar tannskemmdir. Þar eð Tristanbúar voru gæddir innri ró- semi og áttu hraustan og harðgerð- an likama urðu þeir flestir elli- skipinu Empress of Australia. Ég yfirgaf eyjuna vegna þess, að kona hafði þar alræðisvald,“ sagði Don- ald reiðilega og bauðst ekki til að gefa frekari skýringu á þvi. „Ég ætla að vinna mér inn mikla pen- inga.“ Donald var nærri búinn að kyrkja ljósmyndara, sem tók mynd af lionum án þess að bjóða honum borgun fyrir. Ég geri ekki neitt nema mér sé greitt fyrir það, „öskr- aði hann, þegar sjónarvottar drógu hann i burtu. „Donald Glass, frá hinni eyði- legu Tristan da Cunha, hefur aft- ur tekið upp frumstæða hegðun,“ stóð i Ncw York Herald næsta morgun. Donald fór brátt frá Ame- DUBARRY VANISHING CREAM gerir húð ■yðar silkimjúJca og ver hana fyrir óhrein- indum. Þegar þér kaupið snyrtivörur, biðjið um Du barry Heildverzl. Halldórs Jónssonar Símar 12586 og 23995. dauðir. Swain, sjálfur, lifði til 102 ára aldurs. Samt sem áður voru ekki allir jafn ánægðir. Eftir andlát Glass 1857, fór ekkja lians til Englands með allar sinar ógiftu dætur. Sagt var, að hún hefði reiðzt mjög vegna þess, að liinar innfluttu konur frá I-Iöfðaborg liöfðu algerlega eyði- lagt giftingarmöguleika dætra hennar. Nokkrum mánuðum seinna giftist ameriskur sjóliði stúlku af Tristan og fór með hana og fjöl- skyldu hennar til Ameriku. Donald Glass, barna-barna-barna- barn brautryðjandans, gerðist sek- ur um ótrúmennsku gagnvart Tristan, sem olli miklum vandræð- um, þegar hann gekk á land i New Yorkíkringum 1930. Hannmeðmeð riku til London til að freista gæf- unnar þar, og hvarf þar sjónum. Ferð hans varð til þess, að menn fóru að brjóta heilann um það, hvernig öðrum Tristanbúum myndi vegna i nýtizku þjóðfélagi. Nú i dag þegar Tristanbúar reyna að samlagast heimi, sem þeir höfðu aldrei neinn gaum gefið, er þess- ari spurningu enn ósvarað. Meðan að Evrópa riðaði á barmi fyrstu heimsstyrjaldarinnar, lifðu eyjarskeggjar í friði frá degi til dags, keyrðu uxakerrurnar sínar, plægðu akrana og hugðu að skipa- ferðum. Árið 1914 urðu þeir allt i einu varir við það, að engin skip voru á hafinu. Frá þvi ári og til ársins 1918 biðu þeir vongóðir eft- ir skipakoinu og höfðu engan grun um það, sem átti sér stað „úti í heimi.“ Loks var það snemma á árinu 1919 að dulbúið kaupskip færði þeim fréttirnar af heimsstyrjöld- inni. Þá söfnuðust ibúarnir sam- an í litlu húsi, er þeir nefndu: „Kirkju heilagrar Mary“ og var ekki skreytt með öðru en mýnd af Viktoríu drottningu. Þar báðu þeir fyrir milljónum fórnarlamba heimsstyrjaldarinnar. Hinn góð- viljaði skipstjóri kaupskipsins gaf þeim stuttbylgju-útvarp til þess að þeir gætu fylgzt betur með því sem gerðist. En Tristanbúar vildu held- ur huga að sínum eigin málura, sérstaklega eftir að þeir höfðu kynnzt því hvernig mennirnir „úti í heimi“ brytjuðu hver annan nið- ur. Þegar rafgeymirinn í útvarp- inu tæmdist, rykféll það, og eyjar- skeggjar sneru sér aftur að sinum eigin einföldu skemmtunum. Á kvöldin eftir að þeir höfðu dregið brezka fánann niður, komu Tristanbúar saman á einustu götu Edinborgar. Bæði menn og konur voru i hvitum, handprjónuðum ullarsokkum, en það var erfða- venja á eyjunni. Eftir tónum forn- fálegs orgels dönsuðu þeir polka og sungu hetjukvæði, sem greindu frá hinni rómantisku orrustu við Waterloo og sigrum i styrjöldinni 1812. Vorinu fylgdu giftingar, en þær voru aðal viðburður ársins i þessu litla þjóðfélagi. Eftir langt og sið- samt tilhugalíf fór hjónavígslan fram. Sem brúðarkjóll var notaður appelsinugulur léreftskjóll, sem Tristan-brúðir höfðu klæðzt i 5 mannsaldra. Slátrað var kú fyrir brúðkaupið og litlir drengir fengu leyfi til að stela sér bita af kart- öflubúðingnum, sem hafði verið búin til fyrir hátíðina, en það var lika gamall siður á eynni. Allir drukku te, þar sem hin uppruna- legu lög Glass voru enn í heiðri haldin og áfengir drykkir ekki leyfðir á Tristan. Að undanteknum orðrómi, sem af tilviljun komst á kreik, á þá leið að flugfélag eitt væri að athuga möguleika á, þvi að byggja flugvöll á eyjunni, fengu eyjarskeggjar að- eins einstaka sinnum erindreka í heimsókn. Einn lcom til þess að leggja drög að skátahreyfingunni á eyjunni. Svo komu ung hjón full af guðrækni, þau gátu ekki stað- izt töfra hinna löngu og friðsælu nátta, eignuðust afkvæmi og sneru heim. Árið 1930 kom séra Harold Wilde, stuttur, holdugur og skeggj- aður maður, sem ætlaði sér að verða andlegur leiðtogi Tristanbúa. „Á hinni afskekktu ey er ein- ræðisherra á borð við „n Duce“.“ Svo hljóðaði aðalfyrirsögn Lund- únablaðs, sem hafði átt viðtal við Wilde. „Jú, sjáið þið til, ég er viðgerðarmaður, dómari, læknir og bankastjóri hjá litla hópnum mín- um,“ sagði Wilde. En eyjarskeggj- ar gerðu þá áætlun Wildes að engu, að framleiða til útflutnings, mottur, leikföng, treyjur og álika varning. Þeim fannst alveg til- gangslaust að vera að reyna að VIKAN 9. tbL — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.