Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 43
j segistu vinna eina fjóra mánuði að sumrinu. Fyrir það færðu líklega 40—50 þúsund, er það ekki? Og er það virklega nóg? Einhvern veginn hefur þetta basl- azt. Að vísu hefi ég fengið lán hjá Lánasjóði íslenzkra námsmanna, en það eru ekki miklar upphæðir. Þær miðast við það hve langt maður er kominn í námi, en ekki .heimilis- ástæður. í vetur —• sem er minn síðasti, vona ég — vonast ég til að fá allt að 20 þús. krónur að láni, en það er það lang-mesta, sem ég hefi fengið. — Þú hlýtur að vera skuldugur uppfyrir haus fyrir löngu síðan? —- O-nei. Satt að segja er ég skuldlaus eins og er, að undanteknu þessu láni úr sjóðnum, sem greiðist á 15 árum, held ég, með lágum vöxt- um, og greiðslur byrja einum þrem árum eftir að kandídatsprófi er lokið. — Ja, ég sé það, að hvað sem þú hefur lært í lögfræði, þá hefurðu vissulega lært að fara með peninga. Þetta væri mér greinilega um megn. Getur þú nokkurn tíma leyft þér að fara með konuna á bíó, að mað- ur nú tali ekki um að þið skvettið ykkur upp með því að fara á veit- ingahús? — O — við leyfum okkur stund- um að fara á bíó, svo slæmt er það nú ekki, en hitt er sjaldgæfara. — Færðu þér aldrei eins og einn gráan. eða svo? — Ég vil nú ekki sverja fyrir það, að það komi ekki fyrir, en það verður að vera í allri varkárni — peningalega séð. — Segðu mér annars eitthvað um konuna þína, Friðjón. Hvar kynnt- istu henni? — Hún var með mér í Mennta- skólanum á Akureyri, en hún er ættuð þaðan. Sigríður Guðmunds- dóttir, heitir hún. Við vorum sam- ferða í skólanum og tókum stúd- entspróf 1956. Við giftum okkur síð- an 1959, en þangað til vann hún við kennslu og tók jafnframt Kennara- skólapróf. Síðan hefur hún ekkert getað unnið, enda föst heima með 3 litlar stelpur. Það er þá helzt að hún hefur einstaka sinnum tekið nemendur í heimatíma. ■— En hvað ert þú sjálfur að gera hérna suður á Nýja Garði . .. vegna hvers lestu ekki heima hjá þér ... ? •—- Lesa heima . .. ? Nei, það er ekki viðlit, ef maður ætlar að stunda lesturinn vel. Það hef ég reynt og gefizt upp við. Þú getur bara ímynd- að þér það sjálfur . .. áttu ekki sjálfur krakka? — Jú. Þú þarft ekki að segja meira. Ég skil þig fullkomlega. Enda ertu að lesa undir próf, núna, er það ekki? - Jú, ég vonast til að taka próf- ið núna í vor, ef vel gengur. Svo fer ég að vinna . .. — Þú hlakkar auðvitað til? — Hvort ég hlakka! Hann féll í skóla. Það fer stundum lítið fyrir heim- ilislífinu, þegar konan vinnur úti, maðurinn er að lesa á bókasafninu og dóttirin er á dagheimili. Ekki er það betra þegar maðurinn les á daginn en móðirin vinnur á nótt- inni og pabbi þarf að gefa litlu stelpunni að borða eftir að mamma er farin í vinnuna, hátta hana, láta hana bursta tennur og pissa áður en hún fer að sofa, sofa einn í stóru hjónarúmi og vakna við það að kon- an komi heim. Fara þá út að lesa eða vinna sjálfur. Það geta allir orðið þreyttir á slíku, og ekki nema von að maður hlakki til að geta sjálfur tekið til höndunum og fara að vinna og sjá fyrir sínu eigin heimili eins og aðrir menn, vita af konunni og dótturinni heima á daginn, koma heim að lokn- um vinnudegi eftir langt málaþras og vita að þær taka báðar á móti manni á tröppunum, ganga með þeim inn í sína eigin íbúð og loka á eftir sér hurðinni með nafnspjald- inu, þar sem stendur: Gunnar Ragnars, lögfræðingur. Og vonandi er ekki langt þangað til, ef allt fer að vonum, segir Gunnar. Hann er ættaður frá Siglufirði, og foreldrar hans búa þar ennþá, en hann er floginn fugl að heiman og hefur lagt sig allan fram við lær- dóminn allt síðan að hann hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri. En það var einmitt þar, sem hann féll, jafnvel þótt þess gætti ekki í nám- inu, því það voru ekki bækurnar, sem felldu hann, heldur ung og falleg stúlka, sem var í sama skóla. Og satt að segja þá féllu þau bæði — hvort fyrir öðru. Hún er frá Reykjavík ættuð og uppalin og heitir því fallega nafni Hörn Harðardóttir. Satt að segja þá kann ég ekki að beygja nafnið, en það gcrir ekkert til. Það er eng- um ætlað að beygja Hörn — öðr- um en Gunnari. Þau tóku stúdentspróf frá M.A. árið 1959 og fluttu til Reykjavíkur, líklega sitt í hvoru lagi, því þau giftust ekki fyrr en 1961. Nú hefur Gunnar lesið í Viðskiptadeild Há- skólans í þrjú og hálft ár, og er nú farinn að vonast til að sjá fyrir endann á öllum þessum lestri. Það er heldur ekkert gaman að þurfa að horfa upp á það að eiginkonan vinni fyrir heimilinu, þótt það megi með réttu halda því fram að í raun- inni séu þau bæði að vinna, þótt hann beri að vísu ekkert úr býtum fjárhagslega, fyrr en síðar. Hörn vinnur við talsambandið við útlönd, og kannski það hafi verið hún, sem svaraði um daginn, þegar þú varst að tala við kunn- ingjakonu þína í Manitoba. Þarna vinnur hún vaktarvinnu, því það er opið allan sólarhringinn. Sumir útlendingar vaka nefnilega þegar við sofum — og öfugt. Þetta eru svoddan næturhrafnar, margir hverjir, er mér sagt. Gunnar vinnur líka alltaf, þegar hann kemur höndunum að og getur lokað bókinni með góðri samvizku. Hann hefur t. d. verið við af- greiðslu hjá Bókav. Sigfúsar Eym., í ein tvö sumur. Það er engu líkara en hann geti ekki slitið sig frá bók- unum. Þau hafa með hagsýni og dálítilli heppni getað krækt sér í ágætis íbúð til að sofa í og elda mat handa litlu dótturinni, tveggja ára gamalli, — en Gunnar les á bókasafninu, þótt þar sé bæði ónæðisamt og pláss- lítið. Þar stúderar hann þjóðarhag- fræði og reksturshagfræði, endur- skoðun, almenna lögfræði, tölfræði, skattaskil ... Já, skattaskil. Alveg rétt. Ég vissi að það var eitthvað, sem ég hafði gleymt ... ★ Au Clair de la lune. Framhald af bls. 17. Dægrin líða. Hægt. Þegar hann vaknar, er hann einn, gamli maðurinn er farinn. Ljósin eru slokknuð eða horfin í morgunmóðuna. Lítil fluga suðar einhvers staðar hátt yfir höfði hans. Hann reynir að koma auga á hana, en gefst fljótt upp. Þegar gamli maðurinn kemur, er hann sofnaður. Og dægrin líða. Hægt. Hann er ekki með réttu ráði, gamli maðurinn. Ég er margoft búinn að yrða á hann, en hann vill ekkert við mig tala, er lík- lega lokaður fyrir umhverfinu, á líklega enga vini, líklega enga vini, nema flautuna sína. Au Clair de la Lune. Mér þykir vænt um næturnar. Ljósin mín eru svo mjúk og notaleg. Þó finnst mér „Beauvais" alltaf ljótara, velgjulegra. Síðasti sporvaginn silast eftir götunni fyrir neðan gluggann hans. Hópur ungmenna stígur út, syngj andi. Og hverfur burt í borgina, í ljósin og lífið. Hræðilegt. Það vantaði fyrsta stafinn í „Nescafé" í nótt. ,,-escafé“, ,,-escafé“ tvisvar, síðan rautt og heitt „Beauvais". Ég gat ekki haft augun af þessu. Heyrði jafnvel ekki stunurnar í gamla manninum. Vonandi verður gert við þetta. Dagarnir eru langir, hvítir og kaldir. Hann er enn stirður og get- ur sig lítið hreyft. Stöku sinnum tekur gamli maðurinn upp flaut- una sína og spilar lagið sitt, Au Clair de la Lune, eins og til að rjúfa tilbreytingarleysið, en lagið hans er orðið fastur þáttur í hvítu tilbreytingarleysinu, tilbreytn- in væri að heyra það ekki. Og ungi maðurinn liggur þarna, fölur, tekinn og einn. Hann mókir helzt á daginn, því að nóttina á hann, á hann einn. ,,-escafé“, ,,-escafé“ tvisvar, snöggt, blátt, síðan „Beauvais" einu sinni, lengi og mollulega, rautt. Skyldi enginn taka eftir því, að N-ið vantar? Þetta er farið að fara í taugarnar á mér. Samt get ég ekki haft augun af ljósunum. Það er föst hrynj- andi í því, hvernig ljósin kvikna Merkið er Stretch HERRASKÍÐABUXUR eru seldar hjá: Herradeild P&Ó, Austurstræti 14, L. H. Miiller, Austurstræti 17, Andersen & Lauth, Laugavegi 39. Heildsölubirgðir: Verksmiðjan Sporlver h.$. Skúlagötu 51. Sími 15005. VIKAN 9. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.