Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 9
SMÁSAGA EFTIR JOYCE SMITH. HANN HAFÐI SÉÐ HANA Á LEIKSVIÐINU OG LÁ NÚ í BÁTNUM OG LÉT SIG DREYMA UM HANA, ÞEGAR RÝT- INGURINN ÞAUT FRAMHJÁ HONUM OG LENTI í BÁTNUM. Johnny MacCrae lét bátinn reka niður eftir ánni í gullnu sumarmistrinu. Hann kyssti hana einu sinni blíðlega, síðan einu sinni aftur og loks með mikilli ástríðu, þar sem hún hafði ekki sýnt neinn mótþróa. Og þetta var stúlka, sem hann þekkti ekki! Skýringin var sú, að Johnny dreymdi dagdrauma — um Elízabeth, sem hafði haft ómótstæðileg áhrif á hann, þegar hann sá hana leika í „Laun McCredy‘s“. Johnny andvarpaði. Það jafnaðist engin stúlka á við Elizabeth. En það var enginn kominn til að segja, að Johnny nyti ekki dagsins í ríkum mæli, þó að stúlkan, sem hann dreymdi um, væri ekki hjá honum. Það var um að gera að njóta frídaganna vel, eftir vel unnið starf, og Johnny fannst hann eiga skilið frí öðru hverju frá því að vera yngsti lögreglumaðurinn í stöðinni. En einhver gat ekki unnað Johnny þessa áhyggjulausa dags. Einhver lítill hlutur kom þjótandi utan úr geimnum og stakkst i bátinn. Hann leitt út eins og rýtingur — en það var rýtingur! Johnny rak upp stór augu af undrun, en svo urðu blá augu hans hörkuleg. Ætlaði einhver að gera sér leik að því að hræða heiðarlegan lögreglumann á frídegi hans! Hann leit upp á bryggjuna, sem hann var nýkominn framhjá. Báturinn hafði ekki fjar- lægzt það mikið, að hann gat séð fólkið greinilega, sem stóð þar. Þar stóð einn litill drengur, tveir menn íklæddir slám, velvaxin stúlka í rauðum jakka, nokkrir menn í verkamannafötum, sem gengu hratt burtu og tvær konur með innkaupatöskur. Þetta var fólk eins og venjulega mátti sjá á bryggjunni hvenær sem var — og enginn virtist standa í neinu sambandi við það, sem skeð hafði eða hafa neinn áhuga á því. Undrandi stakk hann rýtingnum í vasann og lagði að bryggjunni. Dagurinn hafði tap- að lióma sínum fyrir hann og hann hugsaði með sér, að hann hefði alveg eins getað verið á vakt — þó að svona rýtingskast væri ekki daglegur viðburður. Hann átti að vinna síðdegis þennan dag. Hvað átti hann að gera í þessu? Ráðfæra sig við lögreglustjórann, sjálfsagt. Hann gat varia hugsað sér að segja þeim söguna á stöðinni — því að það var enginn leikur að vera yngsti maður þarna á stöðinni í Brookville. Það glumdu við háðsglósur og fvndni á hans kostnað allan daginn. Jæia, það tæki nú einhvern tíma endi, það mundi koma annar nýliði í hans stað. Hann gat varla stillt sig um að spyrja þá á stöðinni, hvort fundizt hefði lik með rýtingssárum, en gat rétt ímyndað sér hveriu svarað vrði. — - Af hverju ertu að brosa? spurði vfirmaður hans ólundarlega. — Æ ... engu ... sagði Johnnv og sá að löereglustjórinn var ekki í sem beztu skapi. Hann vorkenndi honum, því að hann var með magasár og átti þar að auki geðilla konu. — Lögreslustöð er ekki rétti staðurinn fvrir fífl, sem hlæja af engu. — Nei, herra, ég er yður alveg sammála, sagði Johnny vingjarnlega. — Það hlýtur að vera af því að ég er svo glaður í dag. — Láttu að minnsta kosti ekki bera á því! Þegar ég hef kvalir í masanum og heima bíða fjallháir reikningar eftir mér, þoli ég ekki að sjá glaðleg andlit. Johnny leit samúðarfullur á yfirmann sinn. — Þú getur farið og lagað mér bolla af tei, sasði lögreglustjórinn. Þegar hann kom aftur inn, sat hann með símann í hendinni. — Nei, við höfum ekki hevrt neitt um það, sagði hann. — En ef þér verðið að nota svona verðmæta hluti, ættuð þér að gæta þeirra betur. Sleppið smáatriðunum, við gerum það sem við getum. Ogilvy lögregluþjónn var komiinn inn í herbergið og var vandræðalegur. — Ég vildi óska, að hann hefði meiri hemil á skapi sínu, þótt hann hafi þetta magasár, sagði hann. —• Ég lendi í vandræðum með að gera sott úr öllu, þegar ég kem til fólks til að reyna að selia því happdrættismiða fvrir ekknasjóðinn okkar. — Þetta var Rawlin«s í Apollonleikhúsinu. sagði lögreglustjórinn þegar hann hafði lagt tólið á. — Sesir að einhver hafi stolið frá honum rýtingi, sem hann hafi haft mikið dálæti á. Handfangið var eins og slansa og í augastað var rúbín. Hann ætlast til að við göngum um allt Brookville til þess að leita að honum. Það er víst bezt, að þú Framhnld á bls. 44

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.