Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 20
9. Framhaldssaga eftir VICKI BAUM Hann liaföi gcngið frá nauðsyn- legum plöggum í skjalatösku sína og var i þann veginn að kveðja og halda af stað til vinnu sinnar, og morgunninn virtist ekki æt-Ia að verða öðrum morgnum frábrugð- inn í neinu, þegar friðsæld hans var allt í einu rofin af óvæntri símahringingu. Veronika svaraði, og andrá síðar kom luin inn í dag- stofuna og hafði „sett upp svip,“ eins og Evelyn komst að orði. Ver- onika var lialdin stöðugri tor- tryggni í garð þeirra lijóna. Áður hafði hún nefnilega eingöngu ver- ið i vist tijá „fínu“ fólki — og hún var ekki öldungis viss um hvorl þessir núverandi húsbænd- ur sínir væru sér í rauninni sam- boðnir. Hún hengdi hatt sinn á hverl minnsta atriði, sem á ein- hvern hátt gat orðið til að styrkja þennan grun. „Þeir í gasstöðinni voru að hringja,“ tilkynnti liún. „Það verð- ur lokað fyrir gasið fyrarvaralaust, verði reikningurinn ekki greiddur þegar i stað . . .“ „Hamingjan hjálpi oss,“ varð Droste I'andsyfirréttardómara að orði. „Er ekki enn búið að senda greiðsluna.. .“ Veronika virti liann fyrir sér með svipaðri fyrirlitningu og hann væri innbrotsþjófur, sem reyndi að laumast á brott eftir að vera staðinn að verki. Svo skellti hún liurð að stöfum á eftir sér, en Droste fór að leita að gasreikn- ingnuin og fann liann auðvitað liggjandi á skrifborðinu. Sem snöggvast varð lionum svo gramt i geði að hann vatt sér inn i svefnherbergið og vakti Evelyn, en dauðsá strax eftir liranaskap sín- um, þegar hann sá hvað hún tók þetta nærri sér og ætlaði strax að drífa sig á fætur til að kippa pessari vanrækslu sinni i lag. Peg- ar hann sat andartaki síðar i strætisvagninum á leið til vinnu sinnar gat liann liann ekki annað en brotið heilann um jafnvægis- skort þann, sem jafnan er ríkjandi í hjónabandinu — maður vefur konu sína að sér eins og ástmey að kvöldi, en hrekur hana framúr að morgni með aðfinnslum út af gas- reikningum . . . Þegar réttarhöld í eínhverju máli hafa staðið nokkra daga fer að verða eins og heimilislegt í réttar- sainum — sömu andlitin í stúku kviðdómenda, sömu áheyrendurnir yfirleitt, sama flugan, sem sækir stöðugt að hinum opinbera ákær- anda. . . . Þennan fimmtudag hófust réttar- höldin á tilkynningu uin það að, Brösig sá, sem stefnt hafði verið til að bera vitni, fyrirfyndist ekki. Að vísu hafði liann einhvern tíma búið i nefndum sumarbústað, en selt hann fyrir finnn mánuðum og flutzt til Wittemberg, þar sem hann vann í pappirsverksmiðju. Verjandi hins meðákærða spratt á fætur. „Ég held að vitni þetta sé með öllu óþarft“, sagði liann. „Hinn meðákærði hefur þegar tilkynnt mér að hann Iiafi sagt ósatt hvað þetta snertir, en þar sem fjar- vistarsönnun hans er engu að síður óvcfengjanleg, breytir það engu. Það er þvi með öllu þvðingarlaust að kalla þennan Brösig sem vitni og yrði einungis til þess að draga réttarhöldin enn á langinn“. „Þar er ég yður fullkomlega sam- mála, herra verjandi", svaraði Droste hásri röddu. „En engu að síður finnst mér að okkur beri að komast að raun um hvar hinn með- ákærði hélt sig í rauninni þessa umræddu nótt, eða aðfaranótt þess 15. október“. Þvottakonan hafði rétt úr sér í sætinu og starði á eiginmann sinn. Það var auðséð að henni kom þessi ósannsögli hans mjög á óvart. Hinn meðákærði reis úr sæti sínu. Verjandinn starði storkandi fram í salinn, eins og liann vildi segja: Nú skuluð þið þó fá að heyra hvernig i öllu liggur. „Fyrst dómarinn vill endilega fá að vita hvar ég hélt mig þessa nótt“, mælti eigimnaður þvottakonunnar, „þá svaf ég á bekk i Tiergarten“. „Einmitt það. Og livers vegna hélduð þér yður ekki heirna?" spurði Droste. „Einfaldlega af því að ég þoldi ekki lengur alla þessa eymd. Eins og þetta fór með liana . . . “ „Þér eigið víð, að þér hafið ekki þolað að Iiorfa uppá þjáningar móður yðar“, mælti Droste dómari og vildi þýða framburð liins með- ákærða á þá tungu, sem réttarskjöl- in voru skráð á. „Nei, ég átti ekki við Jiana, lield- ur konuna. Ég hef aldrei liaft sér- lega samúð með móður minni“. Og liinn meðákærði liorfði enn sem fyrr á ekkjufrúna, en konan lians liorfði á liann með svo þakklátri undirgefni í svip, að hún virtist allt í einu gerbreytt manneskja. Hún dró upp vasaklút og neri fing- ur sína eins og ósjálfrátt. „Og liversvegna skrökvuðuð þér þvi að þér væruð hjá þessum Brösig?“ „Líka vegna konunnar. Iíún hélt að ég ynni Iijá honum og ég vildi ekki valda henni vonbrigðum.“ „Einmitt það. Og kartöflurnar ii Hinn meðákærði þagði við. Það vottaði fyrir svitadropum á enni lians. „Er ég tilneyddur að svara þvi?“ „Nei,“ mælti Droste dómari. „Hins vegar álít ég að það sé sjálf- um yður fyrir beztu að svara þvi.“ Það dróst nokkuð að hinn með- ákærði hefði svar sitt reiðubúið. Iíann hnyklaði brúnirogbærði var- irnar, rétt eins og hann stafaði orðin i liljóði. „Ég stal þessum kartöflum, herra dómari,“ sagði liann loks. „Það skiptir víst ekki neinu úr þessu, þó að ég játi það — ég hef áreiðan- lega tekið út rcfsingu sem þvi svarar í gæzluvarðhaldinu. Ég stal kartöflunum á sölutorginu, þegar þeir voru að taka af vögnunum eldsnemma um morguninn. Ég man að ég var allur lerkaður eftir að liggja næturlangt á hörðum tré- bekknum, og svo hugsaði ég með mér, að ég yrði einhvern veginii að ná í eitthvað handa konunni og krökkunum að éta ...“ Hann gerðist skyndilega mælsk- ur. Konan hans starði á hann að- dáunaraugum. Það var áreiðanlegt að orð hans létu eins og ljúfasta tónlist í eyruin hennar. Droste bar fram nokkrar fleiri spurningar, en varð að láta þar við sitja, og hinn meðákærði settist aftur og virtist njóta aukinnar samúðar af hálfu áheyrenda. Ekki tókst að ljúka réttarhöldunum þcnnan daginn — einn af sérfræð- ingunum flutti nefnilega langan fyrirlestur um sálarlíf þungaðra kvenna. Og þó enginn entist til að hlusta á hann af fullri athygli, var engum vafa bundið að hinn langi lestur hans mundi fremur bæta fyrir málstað hinnar ákærðu en hitt. — Droste sjálfur gat ekki einu sinni einbeitt athygli sinni að orð- um hans þegar fram i sótti. Ilann fór enn að hugsa um gasreikning- inn og Evelyn og iðrast framkomu sinnar; ákvað að bjóða henni með sér í kvikmyndahús þegar hann kæmi heim, og allt í einu sá hann, að hann var farinn að reikna út mánaðarútgjöldin, á meðan hinn hálærði prófessor skyggndist sífellt dýpra og lengra inn í afkima sál- arlifs vanfærra kvenna. Að fyrirlestrinum loknum til- kynnti Droste miðdegisverðarhlé; hringdi siðan heim og lcvað rétt- arhöldin mundu standa i lengra lagi, svo að sin væri ekki von i matinn á venjulegum tima. Hann skrapp þvínæst niður í veitinga- stofuna og fékk sér sódavatn. Dómsniðurstaðan virtist þegar aug- Ijós. Þvottakonan yrði dæmd fyrir mannd’ráp, en dregið úr refsingu hennar vegna málsbóta. Eiginmað- ur hennar yrði aftur á móti dæmd- ur sýkn saka. Klukkan fjögur hófust réttar- höldin enn, og Droste var í þann veginn að leggja síðustu spurning- arnar fyrir þvottakonuna, þegar Perlemann réttarþjónn færði hon- um bréf nokkurt. „Mjög áriðandi,“ hvislaði hann. Droste leit sem snöggvast á um- slagið, sem bar öll einkenni nafn- lausra hréfa, ódýrasta tegund, skriftin viðvaningsleg, réttritunar- villur í utanáskriftinni. Hann reif það upp engu að síður. „Háttvirti dómai’i. Vegna morðsins vildi ég hér með tilkynna mig sem áríðandi vitni. Ég geri þetta ekki í von um neina þóknun, heldur bara vegna þess 2Q — VIKAN 9. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.