Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 19
Bergþóra skrifar um konur og karla. ER HALLDÓRU VORKUNN? Vesalings Halldóra, maðurinn hennar kemur svo illa fram við hana. Það er öllum ljóst, nema ef til vill henni sjálfri. Það má alveg búast við að hún taki hann aftur í sátt, þegar þessu ævin- týri er lokið. Já, aumingja Halldóra. henni er vorkunn, þótt hún kvarti aldrei sjálf, en þurfi að þola með- aumkvun vinkvennanna. Það getur ekki verið ánægjulegt að eiga mann, sem er henni ótrúr hvað eftir annað. Þannig lítur þetta út í augum flestra. En ég, sem þekki Halldóru, veit að hún kennir ekki í brjósti um sjálfa sig. Hún er róleg og ánægð kona, hamingjusöm móðir tveggja barna. Halldóra hefur sætt síg við aðstæðurnar. Mann- inum hennar þykir vænt um hana og börnin, en hann er veiklundaður og það er ekki hægt að treysta honum. Það ganga margar sögur um hann og aðrar Konur, en hvernig lítur Halldóra á mál- ið? Hún lætur það sem vind um eyrun þjóta. Hún er áfram í hjónabandinu og virðist vera ánægð með tilveruna. Þetta hneykslar vinkonur hennar. Eiginmaður Halldóru er af þeirri manngerð, sem aldrei verður fullorðinn á tilfinningasviðinu. Hann er einn af þeim, sem aldrei geta gengið til móts við aðra, sem gefast upp, þegar á móti blæs og halda, að allt sé eftirsóknarvert, sem þeir eiga ekki sjálfir. Það eru til margir slíkir menn, og þeir eiga ekki vel heima í hjónabandi. Hafi þeir heppnina með sér og hitti konu eins og Halldóru, sem er nógu sterk til þess að taka þá eins og þeir eru, getur hjónabandið blessazt. En séu þeir ekki svo heppnir, verður líf þeirra óslitin leit að einhverju, sem þeir vita ekki hvað er, en kalla hamingju. Þannig menn koma kannski einn góðan veðurdag og heimta skilnað, af því að þeim finnst hjónabandið ekki lengur skemmti- legt. Hvernig er hægt að tala um fyrir fólki, sem er ekki þroskaðra en þetta? Þegar miðaldra fólk, sem ber ábyrgð á börnum og fjölskyldu talar eins og vonsviknir krakkar — hvernig er þá hægt að leiða þeim fyrir sjónir, að þeir verða að líta alvarlegum augum á skuldbjndingar sínar? Ótryggð er mjög algeng skilnaðarorsök. Sá seki hefur tapað trausti hins aðilans, sem finnst hafa verið gengið á sinn hlut og er sár og von- svikinn. En það er hægt að reyna að ná því upp aftur og ætti það ekki að vera verri leið en sú, að skilja. En það er erfitt að taka ákvörðun í slíkum málum, sérstaklega ef börn eru í hjónabandinu. Það er hægt að setja dæmið þannig upp: Er það rétt að fórna hjónabandinu, með sínum mörgu kostum, þótt vonbrigði yfir svikum makans séu sár — verður ekki að hafa í huga, að þarna er venjulega um stundarævintýri að ræða? Framhald á bls. 47. SKÓLAKJÓLAR Skokkar og vesti eru hentugur skólafatnaður, því að hægt er að skipta um peysur og blússur innanundir eftir vild. Þessir tveir kjólar á myndinni eru úr flannel. T. v. er rauður skokkur með sérkennileg- um vösum, bryddaður með dökku í sama lit og peysan innan undir. Gylltir hnappar á vösunum. T. h. er vesti, tvíhneppt með gjdltum linöppum. Þarna er það i öðrum lit en pilsið, en fallegra væri jafnvel að hafa pilsið í sama lit og nota svo peysu i öðrum lit innanundir. Báðar peysurnar eru með háa, nýja rúllukraganum. VIKAN 9. tbl. — jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.