Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 45
— Það var leitt, sagði lögreglu- stjórinn. — Gætum við fengið að heyra nánar um þennan furðulega atburð? Þegar Johnny hafði lokið máli sínu, sagði yfirmaður hans hugsandi: — Það er bezt að þú minnist ekkert á, að þú hafir fundið hnífinn, ekki til að byrja með. Það er eitthvað undarlegt við það, að stela ein- hverju, bara til þess að kasta því svo. En þannig virðist liggja í því. Johnny hugsaði um Elizabeth meðan hann gekk að leikhúsinu. Hve falleg hún hefði verið á svið- inu, með kopargyllt hárið, og hve allir viðstaddir höfðu verið hrifnir af henni, en þó mest Johnny sjálf- ur, hélt hann. Johnny andvarpaði — það kom oft fyrir síðan hann fór að sjá „Laun McCredys“. Hann hitti Rawling á auðu svið- inu. Hann var í grænum sportjakka og flauelsbuxum, og beið eftir leik- urunum á æfingu. Tveir þeirra voru þegar komnir, Tony Brown, sem eftir hátalaranum að dæma, gat ver- ið bróðir Elizabeth, og annar, að nafni Prendergast, dökkhærður, þrekinn maður, nokkru eldri en Tony. Þeir virtust vera beztu vinir og töluðu ákaft saman. — Ég er kominn til að rannsaka þjófnaðinn, sagði Johnny við Rawlings. — Okkur þykir fyrir því að lögreglustjórinn var heldur stuttur í spuna við yður í dag, en hann var ekki vel fyrirkallaður ... — Það er allt í lagi, sagði Rawling kæruleysislega — ég er vanur skap- miklu fólki. Ég held að ég hafi hneykslað hann með því að segja, að ég yrði að fá rýtinginn aftur fyrir leiksýninguna í kvöld. Það var víst til heldur mikils mælzt, geri ég ráð fyrir . .. — Notið þið hann við sýninguna? spurði Johnny undrandi. — Ég hélt að vopnin væru úr pappa, sem not- uð væru. Rawling brosti strákslega, en hálf vandræðalega. — Ég verð að játa, að ég er dálítið hjátrúarfullur hvað þessu viðvíkur, sagði hann. — Þeg- ar ég setti þetta stykki fyrst á svið í Montreal gekk allt á afturfótun- um. Og til að kóróna allt saman týndist pappahnífurinn, sem við ætluðum að nota um kvöldið. Góð og gömul vinkona mín gaf mér þá þennan gamla rýting og sagði að það fylgdi honum hamingja. Það gerði það líka. Það var eins og kraftaverk. Sýningin um kvöldið, og hvert einasta kvöld síðan, tókst betur en ég þorði að gera mér vonir um. Það er sjálfsagt kjánalegt af mér, en ég er dauðhræddur við að hefja sýnincu, án þess að hann verði notaður! Hann lá bak við sviðið eftir sýninguna í gær og ... Johnny heyrði ekki meira, því að nú nálgaðist hópur leikara og meðal þeirra var Elizabeth. Hjarta hans tók viðbragð, en það stanzaði næst- um, þegar hann sá í hverju hún var. Það gat ekki verið um neinn mis- skilning að ræða — hún var í rauð- um jakka og hún var stúlkan, sem staðið hafði á bryggjunni. Svo leit hann framan í hana og sá, að þarna var ekki hin káta, líf- mikla og fallega Elizabeth, sem hann hafði séð á sviðinu um kvöldið. Það voru dökkir baugar undir augum hennar og andlitsdrættirnir báru vott um miklar áhyggjur. Það var varla hægt að segja að hún væri falleg. — Þetta er — er •— McCrae, sagði Rawlings. Elizabeth brosti kuldalega. Svo sneri hún sér með blíðu brosi að Rawlings. — Góði minn, þú ert þó ekki enn eyðilagður yfir missi rýt- ingsins? Þú getur ekki haldið það, að sýningin mistakist þó að við höf- um hann ekki? Vinur minn, þú . .. Johnny átti bágt með að hlusta á alla þessa væmni — og það við annan mann — eftir að hafa kysst hann svona innilega í bátnum um morguninn. Falska norn, hugsaði hann daufur í dálkinn. Hann gat talað einn við hana í nokkrar mínútur meðan Rawlings þurfti að svara símanum. Hún hafði gengið út að glugga, sem lá út að götunni. Hún virtist dauf og upp- geifn. — Elskan mín, hvað er að? Trúðu Johnny fyrir því . . . heyrði hann rödd innra með sér segja, en það sem heyrðist var þetta: — Hvers vegna köstuðuð þér þessum fjárans rýting út í ána? Hún sneri sér snöggt við og starði steinhissa á Johnny. Svo byrjaði hún að hlæja, næstum móðursýkis- lega. — Þetta er í fyrsta sinn að ég geri nokkuð óleyfilegt, sagði hún — og þá ber svo við, að lögreglan verður skyggn! Hvernig getið þér vitað þetta? — Ég var í bát rétt við bryggj- una, sagði hann kuldalega. — Ég skal fyrirgefa yður árásina, ef þér viljið gefa mér skýringu. — Ó, já, ég skal skýra þetta út fyrir yður, sagði hún. —■ Ég óska einskis frekar en geta talað um þetta Við einhvern ... — Elizabeth! Það var Rawlings, sem kallaði. — Ég er önnum kafin núna, sagði hún fljótmælt — en ég verð að tala við yður. Æfingin stendur um það bil einn og hálfan tíma. Ég skal hitta yður í kaffihúsinu hinum megin við götuna á eftir. Hún var í kjól, sem var á lit- inn eins og sóleyjar í sólskini. Hann dró fram háralit hennar og gerði augun dekkri. Hefði ég aðeins ekki verið í embættiserindum, hugsaði Johnny. Þegar hún settist á móti honum sá hann, að hún var ekki eins föl og þreytuleg og hún hafði verið áður. Yfir kaffibollunum töluðu þau — eða mest hún og virtist fegin að létta á hjarta sínu. — Ég kastaði rýtingnum vegna þess, að ég hélt að Prendergast mundi drepa Tony bróður minn með honum. Hann starði undrandi á hana og hugsaði um þessa tvo menn eins og honum hafði komið þeir fyrir sjónir. Þeir voru auðsjáanlega góðir vinir — Prendergast hár, sterkleg- ur og laglegur — sjálfsagt hégóm- legur maður. Tony Brown var ljós- JACKIE skyrtupeysan er framleidd úr 52% terrylene og 45% ull. Fæst í eftirtöldum litum: BRÚNUM, BRÚNSPRENGDUM og DÖKKBLÁUM. Þórhallur Sigurjónsson Þingholtsstræti 11. — Símar 18450 og 20920. VIKAN 9. tbl. — 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.