Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 26

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 26
Þórir Lárusson, for- maður skíðadeildar ÍR fer alltaf á skíði í skíðaferðum. Jakob Albertsson (bóndinn í skíða- skálanum, segir Þórir) var umsjónar- maður fjögurra daga skíðaskólans ásamt Þóri og . .. . .... Sigurjóni Þórðarsyni — Nei, það er bölvuð vitleysa, segir hann, — ég kom ekkert nálægt því. 2g — VIKAN 9. tbl. — Fara nærri allir á skíði, sem taka þátt í skíðaferðum að skíðaskálunum? — Ég held að flestir fari á skíði, svarar Þórir Lárus- son, formaður skíðadeildar ÍR og brosir. — Sumir fara líka í gönguferðir, og einu sinni í vetur kom til okkar skóli—• eða skólabekkur — og ég held að enginn úr þeim hóp hafi stigið á skíði. Það var dálítið erfiður hópur. Við urðum til dæmis að standa yfir honum, svo hann reykti ekki á svefnloftinu. Við sitjum saman á vertshúsi í Reykjavík og ræðum um Skíðaskála ÍR í Hamragili, Þórir, Sigurjón Þórðar- son og ég. Úti gengur á með þéttum hríðaréljum, og skíðaíþróttarunnendurnir hinum megin við borðið líta út í hríðina með velþóknun. Veslingarnir, hugsa ég, þeir vita ekki, að í kvöld verður komin rigning og enginn srijór lengur. — Við vorum í gærkvöldi og nótt að koma fyrir nýrri ljósavél þama uppfrá, segir Þórir. — Þetta er allt að smákoma, það vantar ekki mikið á, að skálinn sé full- gerður í öllum atriðum. — Hvað er hann gamall? — Hann var vígður fyrir tæpu ári. Þá hafði verið unnið sleytulaust við hann síðan 1958, en það var eitt- hvað byrjað á honum fyrr. Svo lá það niðri til 1958. — Allt unnið í sjálfboðavinnu? — Hvað var keypt mikil vinna, Sigurjón? spyr Þórir. — Eitthvað fyrir 70—80 þúsund. Við urðum að fá tré- smiði til að gera grindina. Við eigum nóg af rafvirkjum, bifvélavirkjum og jafnvel járnsmiðum, aðeins einn tré- smið. Og engan múrara. Þess vegna er kamínan ekki enn komin upp. Við verðum endilega að fá einhvern múrara í deildina. — Hve mikils virði er skálinn nú? — Við höfum það nú ekki svona í hausnum. Ætli það sé ekki eitthvað um 1,3 milljónir. — Það eiga þá sumir drjúgmikla vinnu í skálanum. — Já. Annars var það ekki skráð svo nákvæmlega. Einn er þó skráður með um 2000 vinnustundir. Það er Logi Magnússon, rafvirki. — 2000 vinnustundir! Það er eitt vinnuár! — Já. — Hvað hýsið þið marga í einu í skálanum? — Við höfum 43 rúm. Annars geta gist þar 60 í einu, því það er hægt að leggja sig í poka á gólfið líka, svarar Þórir. Framhald á bls. 36

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.