Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 6
PABBIER AÐ LÆRA GK. RÆÐIR YIÐ NOKKRA KVÆNTA NÁMSMENN . . . Það getur komið fyrir að menn hagnist beinlínis á því að hringja í vitlaust númer, þótt það sé kannski frekar óalgengt. Það væri kannski ekki rétt að kalla það beinlínis hagnað að ég fékk þá hugmynd í kollinn þegar ég fékk skakkt númer um daginn, að ræða við nokkra kvænta námsmenn um hag þeirra, svona yfirleitt. En hvað sem það er kallað, þá spunnust þessi samtöl út frá því að ég hringdi í símann ... Halló! var sagt með mjóróma og hikandi röddu. — Hvar er þetta ... hvar áttu heima, vinur? ■i. ■: Friðjón Guðröðarson tilvonandi lög- fræðingur og fjölskylda. „Ég á heima í Góbavoginum." — Er hann pabbi þinn heima? „Pabbi?“ — Já. „Nei.“ — En mamma þín? „Hann pabbi er að læra.“ — Hvað segirðu? „Hann pabbi er að læra.“ — Læra ... ? „Já.“ — Jæja, bless. „Bless.“ Ég hló með sjálfum mér, fyrst eftir að ég var búinn að leggja heyrnartólið Björn Björnsson guðfræðincmi gcfur syninum hafra- grautinn, því mamma er að kvcðja — hún er að fara að vinna. 6 VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.