Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 47
í fullri alvöru. Framhald af hls. 2. vá vera fyrir dyrum. En hér mun, sem betur fer, vera um of mikla svartsýni að ræða. Þetta mun allt blessast og eftir nokluir ár verða það ekki margir, sem nokkru sinni voru mótfallnir jafn nauðsynlegri og sjálfsagðri framkvæmd, en þá verður líka dómur reynsluunar fall- inn. Mér finnst það ekki vera nein tilviljun að það voru bændur lands- ins, sem tóku höndum saman um jafn mikilsverða framkvæmd og Bændahöllin — Hótel Saga — er. Forystumenn bænda eru lands- þekktir dugnaðarmenn, sem af alúð og þrautseigju hafa haldið á málum stéttar sinnar, og oft átt í nokkrum deilum, en alltaf munað eftir því, sem mestu skiptir, hag þjóðar sinn- ar. Verð á landbúnaðarafurðum þyk- ir sumum hátt, en þeir ættu að ferð- ast nokkuð um önnur lönd, og þá komast þeir fijótt að þeirri niður- stöðu, að hærra er verðið tiltölu- lega víðast annars staðar. Þessi greinarstúfur er ritaður til þess, að þakka forystumönnum bænda fyrir það, sém þeir eru að gera fyrir framtíðina. Hótel Saga mun verða minnisvarði um stórhug, dugnað og framsýni. Það eru slikir menn, sem gera garðinn frægan. Formaður Búnaðarfélags íslands, Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu, Steingrímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri, Pétur Ottesen, Ólafur Bjarnason í Brautarholti og Sæ- mundur Friðriksson framkvæmda- stjóri byggingarinnar, hafa manna mest borið hita og þunga þessa máls, að ógleymdum fjölda sam- starfsmanna þeirra og félaga. Öll- um þessum mönnum langar mig til þess að þaltka fyrir stórlmg og fram- sýni, það er gaman að eiga sllka menn i forystu, okkur vantar þeirra lika viðar í þjóðmálum vorum. Við erum búnir að fá nóg af kotungs- hætti í hugsun og framkvæmd. Bændahöllin og Hótel Saga er glæsi- legt vitni um nýja menn og nýja tíma. ☆ Rergþóra skrifar. Framhald af hls. 19. Það eru margir sem ekki geta gleymt og geta ekki byrjað á nýjan leik. En svo eru aftur aðrir, sem yfirstíga þá örðugleika. Það er ekki fágætt, erlendis að minnsta kosti, að prestar séu farnir að gifta lijón aftur — hjón, sem vilja byrja aftur á nýjum grundvelli. Þau líta svo á, að gömlu loforðin séu svikin og vilja gefa, og þiggja ný loforð. En sumir svlkja aftur lijónabands- heitin — þeir, sem lofa því að vera trúir, en svíkja alitaf þá sem treysta þeim — er þá nokkur önnur leið en skilnaður? Fyrir fólk eins og Halidóru er önnur leið — fyrir þá, sem eru nógu sterkir til að halda áfram i hjónabandinu. Halldóra veit að maður hennar er veildundaður, en hún veit lílca, að liann er bund- inn henni sterkum böndum og á erfitt með að lifa án hennar. Henni finnst hjónabandið þess virði að halda því áfram. Þrátt fyrir allt er fjölskyldulíf þeirra hamingjusamt. Honum þykir mjög vænt um börn- in og þau eru ákaflega hrifin af pabba sínum. Það þarf ekki að vorkenna Hall- dóru, en það er ástæða til að bera mikla virðingu fyrir henni. Hús og' húsbúnaður. Framhald af bls. 11. til að byggja á honum, þá höfum við uppástungu um útlitið og skipulagið. Þetta er lítið sumarhús í þjóðlegum stíl, ekki ósvipað ísólfsskála Páls ísólfssonar á Stokkseyri, þeim er brann. Húsið er úr timbri og það verður að teljast heppilegast að mörgu leyti, því að víða er vont að koma við steinsteypu þar sem sum- arbústaðir eru byggðir. Vafalaust stúlkurnar úr kvennabúrinu upp úr dagblöðunum. Hann las aðeins frá- sagnir af morðum, nauðgunum og öðrum æsandi glæpum, og brýndi stöðugt fyrir Innsta hringnum, að veröldin fyrir utan væri full af grimmd og syndum. Hann minnti þær á, að þær ættu marga óvini, og ef þessum óvinum tækist að eyði- leggja sjöunda konungsríkið, mundu þær standa einar og yfirgefnar og svelta úti í hinni köldu veröld. Hann lagði sérstaka áherzlu á það, að þær mættu aldrei minnast á neitt, sem fram færi innan Shiloh við aðra fsraelsmenn, hvað þá við aðra. Þegar Ben konungur vildi fara að hátta og sendi stúlkurnar til her- bergja sinna vissi engin þeirra, hver ætti að sofa hjá honum þá nótt. Stundum tók hann eina stúlku, stundum tvær eða þrjár. Sjaldan var sama stúlkan valin oftar en einu væri betra að klæða þakið með járni og raunar alveg nauðsynlegt því timburþök eiga ekki fyrir sér langa endingu í rigningunum hér á landi. Þegar byggður er sumarbústaður er nauðsynlegt að sjá svo um, að skjól verði við húsið. Við þetta hús er það leyst eins og sjá má: Þakið nær tals- vert langt út fyrir gaflinn og þar verða innbyggðar svalir eja hvað nú á að kalla það. En allavega hlýtur að vera skjólgott þar. Iíonungur kvennabúrsins. Framhald af bls. 29. við að stjórna sívaxandi ríki sínu. Hvort sem gerð vínsins var nú af guðlegum uppruna eða ekki, inni- hélt það alkohol og stúlkurnar urðu drukknar af því. Hann naut þess að sitja í þægilegu hásætinu með nokkrar kornungar stúlkur í kring- um sig og geta klappað þeim og strokið öllum í einu. Margar þeirra voru lærðar í þeirri list að þóknast konungi sínum. T.avina Johnson kunni t. d. að dani. huladans. Ben keypti handa henni framandi föt og borgaði danstímana fyrir hana, og lét hana síðan skemmta sér — og fleirum, því að hún kom fram og dansaði í skemmtigarðinum og fór í ferðalög með söfnuðinum, meðal annars á heimssýninguna í Chicago. Stundum las Ben hátt fyrir sinni í viku. í mörg ár var Coy sonur hans sendisveinn hans og var verk hann að berja að dyrum hjá þeirri útvöldu og fylgja henni til konungs- íbúðarinnar. Útaf þessu myndaðist vinsælt orðatiltæki á börunum í Michigan. Þannig fór fyrir Coy Purnell, sem hafði verið alinn upp án þess að fá nokkra menntun, að hann gekk af ísraelstrúnni strax og hann var orð- inn nógu gamall til að hugsa sjálf- stætt. Hann fór úr nýlendunni, klippti hárið og dó ungur maður af ofdrykkju á hótelherbergi í Ben- ton Harbor. En Ben konungur náði háum aldri. Heimspekingarnir á börunum ályktuðu þá sem svo, að þetta væri sönnun þess, að kvenna- far yrði engum að aldurtila, það væru hlaupin á eftir konunum, sem færu með menn. Þrátt fyrir þetta veraldlega vafst- ur, hafði Ben tíma til að sinna rit- störfum. Hann gaf út nokkur trúar- rit í viðbót og sá meira að segja um grænmetismatreiðslubók, sem al- múginn í söfnuðinum átti að nota, til þess að matreiða þá einföldustu fæðu, sem þeir höfðu leyfi til að njóta. Árið 1912 keypti Ben konungur 5000 ekrur á lítilli eyðieyju í Michig- anvatni. Þar lét hann byggja sér sumarbústað, þar sem herbergja- skipan var mjög einkennilega fyrir- komið og var húsið venjulega kallað hringhúsið meðal fsraelsmanna. í miðju var stórt kringlótt herbergi með sjö dyrum, fyrir utan þær, sem lágu út að veröndinni við ströndina. Þetta var herbergi Bens, en allt í kring voru sjö minni herbergi fyrir stúlkurnar, og tók hvert þeirra fjór- ar stúlkur. Indíánarnir kölluðu þetta seinna kvennabúrshúsið. Ben konungur hafði upphaflega keypt landið sem viðarhöggsland. En eftir því sem landið varð skóg- lausara, lét hann setja þarna bænda- býli á stofn og um það bil 30—40 ísraelsmenn bjuggu þarna. Nokkrar byggingar voru reistar þama, þar á meðal ein stór með grindum fyrir gluggunum, og var hún notuð sem fangelsi. En frá byrjun var High eyjan nokkurs konar Siberia fsraels- manna og aðeins þeir, sem á ein- hvern hátt höfðu móðgað konunginn voru látnir flytja þangað. Ben Pum- ell datt líka það snjallræði í hug, að láta flytja lík þeirra sem dóu þangað, og losna þannig við fullyrð- ingar um trúleysi þeirra eða óhlýðni. Hann fékk mann, Harry Lewis, til þess að grafa þá í ómerktar grafir afsíðis á eyjunni. Veturnir þarna voru mjög harðir og dauðsföll vegna hungurs og kulda voru ekki óalgeng í langyarandi hríðarbyljum og stöð- ugum kulda á veturna. Það kom nokkrum sinnum fyrir, að útlægir ísraelsmenn reyndu að flýja á ó- tryggum ís Michiganvatnsins og vissi enginn um afdrif þeirra. Þegar heimstyrjöldin brauzt út í Evrópu, ákvað Ben konungur að setja upp sérstaka sýningu til þess að auka enn aðsókn að skemmti- garðinum. Hann lét leikfangagerð sína búa til nákvæmar eftirlíkingar af enskum og þýzkum herskipum, nógu stórum til að bera einn far- þegá. Þau höfðu flest, sem herskip voru útbúin með, svo sem stýri, mótor og litlar fallbyssur.sem hægt var að skjóta úr. Svo auglýsti hann í Chicagoblöðunum mörgum vikum fyrirfram, að á tilteknum sunnudegi yrði háð sjóorrusta á vatninu í skemmtigarðinum. Þótt verð aðgöngumiðanna væri hækkað þann dag, hafði aldrei ver- ið önnur eins aðsókn að skemmti- garðinum og strendur vatnsins voru þéttskipaðar fólki. Þetta var áhrifa- mikil sjón ■— tvö herskip með öll- um útbúnaði háðu þarna grimmi- lega orustu. Byssurnar skutu með miklum hávaða, enda voru þær í rauninni hlaðnar skotum, sem sprungu þegar þau hittu eitthvað. Skipin höfðu verið gerð skotheld, svo að kúlurnar sköðuðu þau ekki. En þá kom ófyrirsjáanlegt óhapp fyrir. Skipin rákust á og annað þeirra sökk samstundis og maðurinn losnaði ekki úr skipinu og drukkn- aði þarna í vatninu. „Hvert er álit yðar á því, sem kom fyrir í dag?“ spurði blaðamaður Ben Purnell sama dag. „Fynnst yður, að þér hafið haft rétt til að stofna lífi eins af lærisveinum yðar í hættu, aðeins til þess að geta haldið þessa sýningu?“ „Bróðir", sagði Ben konungur al- varlegur við hann, „ef þessi maður VIKAN 9. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.