Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 48
hefði lifað samkvæmt hinni sönnu trú, eins og hann átti að gera, var óhugsandi að hann gæti drukknað." 12. kafli. Árið 1914 var, eins og árið 1910, erfiðleikaár fyrir Ben Purnell. „Fyrsta skipti sem hann reyndi að taka mig var við skógarferð safnað- arins“, sagði ung stúlka, að nafni Augusta Fortney, hátt og skýrt frammi fyrir forvitnum áhorfendum í réttarsalnum. ,,Ég var aðeins fim.m- tán ára og hafði farið frá hópnum til að litast um í skóginum. Ég spark- aði í hann og mér tókst að komast undan til hins fólksins. En nokkrum mánuðum seinna lét hann stúlku, sem heitir Carrie Ryan, sækja mig inn í Shiloh. Hún sagðist ætla að sýna mér eitthvað. En þá náði hann mér og sagði henni að horfa út um gluggann á meðan.“ Augusta og systir hennar voru fyrrverandi kvennabúrsstúlkur. Þær höfðu flúið úr kvennabúrinu og varu orðnar heldur lausmálgar um at- burðina í Húsi Davíðs. Til þess að þeim yrði ekki trúað, skrifaði Ben grein í blöðin, þar sem hann lýsti þeim sem örgustu vandræðamann- eskjum, sem höfðu verið reknar úr sjöunda konungsríkinu vegna synda sinna. Hann skipaði Coy syni sínum að fara með það til dagblaðs í Chic- ago og segjast sjálfur vera höfund- urinn. Þegar blaðið birti þetta, urðu Fortney systurnar ævareðiar og stefndu Coy Purnell fyrir meiðyrði. En þegar systurnar lýstu lífinu í Shiloh úr vitnastúkunni, varð öllum ljóst, að kærunni var stefnt gegn hinum síðhærða konungi. Á sama tíma kærði maður að nafni Mose Clark, Ben fyrir að tæla konu sína. „Hann sendi mig burt í tvö ár“, sagði hann öðrum fullum réttarsal, „og þegar ég kom aftur, komst ég að raun um, að hún hafði allan tímann átt heima í Shiloh.“ Mose og Edith Clark höfðu gengið í söfnuðinn 1912. Konungurinn hafði leyft þeim að búa áfram saman, en hafði sagt þeim að hlýða hreinleika- lögunum í hvívetna. Mose var fengin vinna á búgarðinum, en Edith tók til í skrifstofunum í Shiloh. Dag einn hafði hún óvart opnað ranga hurð og hafði þá séð sjöunda himneska sendiboðann í rúminu hjá stúlku, sem hét Leah Wright. „Jæja, systir Clark,“ hafði Ben sagt hlæjandi, „annað hvort skaltu koma hér inn og vera hjá okkur eða loka hurðinni.“ Edith hafði snúið snöggt við og hlaupið út úr húsinu, í gegnum skemmtigarðinn og skóginn, að kof- anum sínum. En við nánari athugun varð Ben hræddur um að hún mundi segja manni sínum frá þessu, svo að hann kallaði í einkaritara sinn, Francis Thorpe. „Farðu út á búgarðinn og náðu í Mose. Clark og komdu með hann hingað beint.“ skipaði hann mann- inum. Svo sendi hann eftir Esther John- son. „Farðu og vertu hjá Clark kon- unni þar til þú heyrir frekar frá mér,“ sagði hann. „Láttu hana ekki tala við neinn.“ Þegar Thorpe kom með Mose Clark, tilkynnti konungurinn Mose, að hann yrði sendur til High eyju. „Þú verður einn af landnemum ísraels,“ sönglaði hann. „Þetta er mikill heiður fyrir nýjan safnaðar- meðlim.“ „Kemur Edith með mér?“ „Þú og hinir landnemarnir verða fyrst að byggja einhver skýli — því ekki mundirðu vilja láta konunni þinni líða illa þarna í óbyggðinni." Mose Clark lét setja sig um borð í Rising Sun án þess að geta kvatt Edith. Fyrsti veturinn, sem hann var á High eyju var mjög erfiður, frost- in komu snemma og lokuðu þá frá umheiminum. Margir dóu úr sulti og aðrir hurfu þegar þeir reyndu að flýja yfir ísinn. Þegar voraði og skipið kom til High eyju, var Edith Clark ekki meðal farþeganna. Allar tilraunir Mose við að ná fundi konungsins, sem eyddi sumarfríi sínu, í fylgd margra kvennabúrsstúlknanna, þar skammt frá honum á eyjunni, voru árangurslausar. Annar harður vetur gekk í garð, en þegar voraði komst Mose um borð í bát og hélt suður á bóginn og flýtti sér svo til Húss Davíðs til þess að reyna að finna konu sína. Þá komst hann að því, að Edith hafði verið meðlimur Innsta hrings- ins síðan hann fór. Konunglirinn hafði skipað henni að flytja úr kof- anum og inn í Shiloh. Hann hafði lagt fast að henni og haft áhrif á hana með lestri úr helgiritum og skýrt fyrir henni nauðsyn blóð- hreinsunarinnar, sem enginn gat framkvæmt nema hann einn. Með öllu þessu hafði honum tekizt að yfirvinna mótstöðu hennar. Mose Clark ásakaði konu sína fyr- ir að hafa ekki staðið fastar fyrir og sótti um skilnað. Svo kærði hann Ben fyrir að tæla hana. Árangurinn varð sá, að yfirvöldin í Michigan fyrirskipuðu rannsókn. Sú athygli, sem Fortney málið vakti um sama leyti ýtti líka undir þetta skref yfirvaldanna. Aftur fór síðhærði spámaðurinn í flýti til Kanada, en í þetta skipti tók hann tvær af stúlkunum sínum með sér og nýja, svarta bílinn sinn. Og aftur voru stúlkurnar í Innsta hringnum látnar giftast, svo að ekk- ert grunsamlegt kæmi í ljós við læknisrannsókn, og Esther Johnson og nýja aðstoðarstúlkan hennar, Edith Meldrum, gengu fram í undir- búningi þessara fjöldabrúðkaupa. Til vonar og vara létu þær kvenna- búrsstúlkurnar þar að auki fara til High eyju um sumarið. En stríðið gegn sjöunda konungsríkinu var hafið. Esther lagði sig alla fram við að afsanna kærurnar á konunginn og bar allar vammir og skammir upp á Fortney systurnar, sem hún seinna viðurkenndi að hafa logið upp. Hún fór til Ferris dómara til að reyna að sannfæra hann um, að árásirnar á hús Davíðs væru af trúarlegu of- stæki runnar. Hún beitti þá, sem til greina gátu komið sem vitni, kúgun og notaði til þess játningar, sem þeir höfðu skrifað við inngönguna í söfnuðinn. Öðrum reyndi hún að múta. Embættismenn voru minntir á, að Ben konungur réði yfir þúsund atkvæðum og að betra væri fyrir þá að beita áhrifum sínum til að hreinsa hann af kærunum. En svo fór, að Fortney systurnar gátu ekki fært nægar sannanir og kona Mose Clark þorði ekki að vitna gegn honum, svo að rannsókninni var hætt og málið látið niður falla í það sinn. Söfnuðurinn hafði staðið af sér þessa hviðu. En Ben Purncll hafði haft miklar áhyggjur. Þegar hann kom aftur heim, lét hann þegna sína þegar fara að vinna að því, að grafa neð- anjari’Sarbyrgi undir stærstu bygg- ingumum og lét gera í þau leyni- innganga. Hann lét rafvirkja koma fyrir alls konar aðvörunarbjöllum á öllu svreðinu, þannig að hægt var að gera honum aðvart strax og hætta var á feriSum, hvort sem það var æstur múgur að gera aðsúg að hon- um eða lögreglumenn í rannsóknar- leiðangri. En þó hafði hann ekki lært neitt af ölluna erfiðleikunum. meðan raf- virkinn var önnum kafinn við að leggja lei'ðslurnar, skemmti Ben sér við aðí 'hreinsa blóð Ruth, hinnar Hvar er örkin hans Nóa? Ungfrú Yndisíríð býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A . Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: ÁLFHEIÐUR GUÐLAUGSD., Hringbraut 75, Reykjavík, Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang örkin er á bls. Sími tuttugu ára gömlu eiginkonu hans. En nú fékk Ben aðra erfiðleika að glíma við — og eins og vænta mátti af jafn hégómlegum manni ullu þeir honum miklum áhyggjum. Hár hans var farið að grána. Hann var hrædd- ur um að það mundi verða til þess, að fólk færi að efast um ódauð- leika hans og fékk því hvern hár- greiðslumanninn á fætur öðrum til þess að breiða yfir það. En loks var einn þeirra svo hreinskilinn að segja honum sannleikann. „Þú getur ekki hulið gráu hárin með neinu öðru en að lita hárið svart!“ Þó að Ben tæki það nærri sér, varð hann að sætta sig við það, en fyrst undirbjó hann þegna sina með því að segja þeim, að þetta væri tákn frá himnum um að þúsund ára ríkið nálgaðist óðum. Coy Purnell afneitaði fsraels- trúnni og flýði úr nýlendunni skömmu eftir Fortneymálið. Móðir hans tók það ákaflega nærri sér, en hún sendi honum stórar peninga- fúlgur, svo að hann gat farið að kaupa sér áberandi föt og borgað dýrar skemmtanir fyrir kunningja sína. Hann fór líka að drekka. Þeg- ar konungurinn frétti það, skipaði hann konu sinni að hætta að senda honum peninga. f fyrsta skipti stóð Mary upp í hárinu á honum. „Þú rakst hann í burtu!“ sagði hún. „Þú tókst sjálfur stúlkuna, sem hann var hrifinn af, hana Glady Hill, og settir hana í Innsta hringinn. Þú flæktir hann inn í réttarhöldin. Ég sendi honum hvað sem mér sýn- ist! Ég veit ekki betur en að þetta sé sameignarbú. Þú skalt bara reyna að koma í veg fyrir það, en þá tala ég við lögfræðing." Ben gat ekki snúið sig út úr þessu. f fyrstu hafði hann látið reksturinn vera eign kirkjunnar til þess að losna við skatta, en þegar yfirvöld- unum fannst fyrirtækin vera orðin of mörg og reksturinn of umfangs- mikill, hafði hann fært það allt á sitt nafn. „Ég hef alið eiturslöngu við brjóst mér“, kvartaði hann við kvenna- búrsstúlkurnar. Hún fann einhverja huggun í harmi sínum yfir týnda syninum hjá Francis Thorpe, einkaritaranum. Þegar litið er á aldur hennar, er trúlegt að aðeins hafi verið um vin- áttu að ræða á milli þeirra, en marg- ar kvennabúrsstúlkurnar héldu því seinna fram í yfirheyrzlum, að hann hafi verið elskhugi hennar. Þó að Ben gæti valið um allar kvenna- búrsstúlkurnar, særði þetta fráhvarf Marys hann og angraði. „Litla lambið hennar Mary, kall- aði hann Thorpe hæðnislega. Framhald í næsta blaði Örvita þrenning. Framhald af bls. 21. böggul meðferðis, sem Kern taldi víst að hefði haft rottueitur inni að halda, og ekkert annað. Það þurfti ekki nema nokkrar spurningar til að leiða í ljós að hann hafði ekki minnstu hugmynd — VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.