Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 16
ilillil '< ■■W/^ y: Þegar hann vaknaði, var allt hvítt. Undurhvítt. Það var einhver undarlegur drungi yfir höfði hans, svo að hann lokaði augunum, mókti. Eins og í fjarska heyrði hann nokkra brotna tóna, flaututóna, hvella, sundurlausa, sem reyndu að tengjast og sameinast í laginu Au Clair de la Lune. Þegar hann vaknaði, var allt svart. Hann lokaði augunum, reyndi að venjast hljóðunum í kringum sig. Einhvers staðar langt í burtu heyrði hann í sporvagni. Það var rigning, og maðurinn við hlið hans dró þungt andann, hálfhraut. Maðurinn! Þegar hann opnaði augun til að gæta jað því, hver þessi maður væri, brá blárri slikju á herbergið, síðan rauðri. Hann reyndi að rísa upp, teygja úr sér. Hann var fölur og ungur, skelfilega ungur, og einn. Líklega hef ég ekki verið fyllilega með sjálfum mér, þegar ég vaknaði hérna á sjúkrahúsinu í nótt. Ég sá í sífellu fyrir mér liti og glæringar. En hér er allt hvítt. Ég veit ekki enn, hvað kom fyrir mig, en ég er allur reifaður og stirður og sár. Það var hátt til lofts í litla hvíta herberginu með litla glugganum, sem vissi út í blámann, blámann, sem dansaði í regndropunum, þegar þeir hlykkjuðust niður kalda rúðuna. Hann hafði legið þarna við gluggann, naumast með rænu, alla nóttina, og þegar hann loks opnaði augun í morgun- sárið, var hann einn. Hvítklædda fólkið, sem stöku sinnum leit inn til hans, þögult, virtist eiga stutt eftir ólifað, því lá svo á. Og enginn sinnti honum. Hann lá lengi og starði á regndropana aleinn í ókunnu landi. og hann var einn, Andardráttur. Ég man eftir andardrætti í nótt. Þetta var gamall maður. Það hafði einhvern veginn korrað í honum, þessum gamla manni. Eigandi andardráttarins hafði komið inn um nónbil. —----------m -** s :

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.