Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 51
henni og leiddi hana eftir brautar- pallinum. Aldrei hafði honum komið til hugar að hún gæti orðið sér svona framandi; það var eins og hún væri öll önnur, eins og þetta væri alls ekki sú kona, sem hann hafði vafið örmum inni í baðhúsinu forðum. En hvað um það, hún var þó komin til Parísar og þau áttu fyrir hönd- um einn dag og eina nótt, til að kynnast eins náið og karl og kona geta yfirleitt kynnzt. Fyrst í stað ræddi hann við hana um allt og ekki neitt. „Þú hefur verið áður hér í París, er ekki svo? Hvernig gekk ferða- lagið? Það var yndislegt, að þú skyldir koma,“ og svo framvegis. Þau settust inn í bílinn, hann tók varfærnislega um hendur henni og fann að þær voru kaldar, og hún starði án afláts út um glugga bíls- ins, eins og göturnar, sem þau óku um, væru henni merkilegt athug- unarefni. „Vina mín,“ hvíslaði hann og varð þess nú ekki var lengur að hún væri honum framandi. „Þetta er allt saman einhvern veginn svo óraunhæft og ótrúlegt,“ sagði hún. Hann hafði ekki kysst hana enn. Hjónabandið við Pearl hafði kennt honum að gera aldrei tilraun til að vekja tilfinningar með neins konar ágengni. Það var eiginlega ekki fyrr en þau gengu upp stigana að íbúð hans í gistihúsinu, að hann hafði tæki- færi til að virða hana að ráði fyrir sér. Hún var enn fegurri en hann hafði gert sér grein fyrir áður. Hann hafði næma tilfinningu fyrir gæð- um, í hvaða mynd sem þau birtust, og honum duldist ekki að Evelyn hlyti að vera af góðum stofni; það sýndi göngulag hennar, fagurmót- aðir ökklarnir, lítið og lýtalaust höf- uð, beinar og um leið mjúkar mj aðmirnar. „Hérna er þá íbúðin okkar,“ sagði hann um leið og hann benti henni að ganga inn. Það var ekki laust við að hann fyriryrði sig; þó hús- gögnin væru í góðu ásigkomulagi og hin vönduðustu, voru þau gamal- dags — silkidregnir stólarnir og legubekkurinn, gervimarmari í ar- inumgerðinni og hillunni og uppi á hillunni stóð líkneskja úr gervi- marmara. Evelyn gekk rakleitt út að glugganum og horfði út yfir borg- ina. Frank tók handtöskuna henn- ar, bar hana inn á gólfið og læsti dyrunum. „Flísaþök," mælti Evelyn lágt. Þetta var allt svo óraunverulegt. Á næsta andartaki hvíldi hún í örmum hans. Hún titraði eins og lauf í vindi, og hann fann heitan titring hríslast um sig allan. Þá los- aði hún sig úr faðmi hans og gekk yfir að arinhillunni. „Josephine,“ sagði hún, eins og hún væri að heilsa einhverri kunn- ingjakonu. „Hvað segirðu?" „Josephine Beauharnais," mælti hún og strauk vangana á líkneskj- unni. „Þið eruð svo menntuð, þarna í Þýzkalandi," tautaði Frank. Evelyn brosti til hans sínum fölvu vörum. „Hvað geturðu staldrað lengi við hjá mér?“ spurði hann. En það var þó eingöngu fyrir hæversku, að hann spurði. Hann hlaut að leggja af stað með „Berangeria" daginn eftir. „Þú getur farið með flugvél- inni heim,“ sagði hann, „þá verður það eins auðvelt og hugsazt getur.“ Evelyn horfði á hann, og það var eins og hún gerði sér ekki fyllilega grein fyrir orðum hans. „Við skulum ekki hugsa um morg- undaginn,“ sagði hún lágt. Frank bar handtöskuna hennar inn í herbergið, sem hann ætlaði henni. Um leið og hann opnaði dyrnar lagði þungan rósailm að vit- um hans. Hann hrukkaði ennið þeg- ar hann sá að konan, sem veitti gistihúsinu forstöðu, hafði tekið það upp hjá sjálfri sér að setja stóran rósavönd í vasa á náttborðið. Dimm- rauðar rósir, sem eru í senn ilm- sterkastar og skammlífastar allra rósa. Honum fannst þetta tiltæki hennar miður smekklegt, en Evelyn gróf andlit sitt í rósunum. „Þakka þér fyrir,“ sagði hún áköf. „Þakka þér innilega fyrir hug- ulsemina. Og hann gat ekki varizt því að spyrja sjálfan sig hvað Pearl mundi hafa látið sér um munn fara, ef hann hefði sýnt henni slíka „hug- ulsemi“ — það hefði orðið eitthvað þokkalegt, eða hitt þó heldur. Hann veitti því og athygli, að forstöðukonan hafði dregið glugga- tjöldin fyrir til hálfs. Enn ein smekkleysan, maður þurfti svo sem ekki að fara í neinar grafgötur um hvað með slíku var meint. Hann gekk þvert yfir gólfið og dró tjald frá litlum dyrum. „Því miður verð- um við að notast við sama baðher- bergið,“ sagði hann. Svo ræskti hann sig vandræðalega. „En það er líka litið á okkur sem hjón.“ Evelyn leit á hann, og það lá við að meðaumkunnar gætti í svip hennar. ,,Jæja?“ mælti hún og brosti. „Ég hélt að enginn gæti ímyndað sér að þú værir kvæntur maður.“ „Hvers vegna ekki?“ Og um leið varð honum ljóst að Evelyn mundi sjálf álíta að hann væri ókvæntur. Einhverra hluta vegna hafði það aldrei borizt í tal. Hann hikaði við eitt andartak, en áttaði sig. Það var ekki sem hentugastur tími til þess nú að fara að segja Evelyn frá Pearl — og í rauninni kom henni það alls ekki við hvort hann var kvæntur eða ekki. Hann gekk inn í baðherbergið og skrúfaði frá heita vatninu. „Ég geri ráð fyrir að þú viljir fá þér bað,“ sagði hann. Evelyn leit á hann þakklátum augum. Hún opnaði ferðatöskuna sína, fór með hana inn í baðher- bergið og tók upp úr henni ýmis- legt smádót. Þarna stóð svo svamp- urinn hennar við hliðina á hans á hillunni, tannburstarnir þeirra . . . og hann veitti því athygli, að það kom einkennilegur svipur á andliti henni, þegar hún uppgötvaði það. Nú var eins og meiri trúnaður á milli þeirra. Hún tók þunnan, hvítan náttkjól með knipplingum upp úr töskunni og breiddi hann á rekkj- una. Frank brosti. Hann hafði gert sér einkennilegar hugmyndir um rekkjuklæðnað þýzkra kvenna, og þótti vænt um að sjá að Evelyn var, hvað það snerti ekki að neinu leyti frábrugðin þeim, Pearl eigin- konu hans og Marion hinni frönsku. „Jæja,“ sagði hún og leit biðjandi á hann. Hann laut niður og tók af henni annan skóinn. „Má ég ekki hjálpa þér að af- klæðast?“ Frh. í næsta blaði. -. »• '' frystikistur fáanlegar í 2 stærðum, 150 lítra og 300 lítra Verð kr. I3.l00.oo oa kr. I8.000.oo VIKAN 9. tbl. — 5^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.