Vikan


Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 23

Vikan - 28.02.1963, Blaðsíða 23
TakiS það burtu, sagði hann. — En þér eigið að drekka það . . . — Takið það í burtu, segi ég! — Á stundum liagið þér yður öldung- is eins og smástrákur, lierra Jacob. —- Getur verið. En nú hættum við að ræða um mig og snúum talinu þess í stað að yður sjálfri. Segið mér eitt — hafið þér þegar valið yður tilvonandi eiginmann? — En . . . herra Bauman! Er það nú ekki helzt til persónuleg spurning? — Hverju skiptir það? Hvern getið þér talað við i trúnaði, ef ekki einmitt mig? Ekki hleyp ég með það. Ég fæ ekki einu sinni að hafa símann hérna hjá ^mér, svo ég geti talað við miðlarann* minn; það er haldið, að ég fái kannski eklti afborið, ef ég heyri að ég hafi tap- að nokkrum þúsund dollurum. Seg- ið mér eitt — og Bauman brosti kank- víslega —• hvernig litur hann út, sá út- valdi? — Eitt er að elska, annað að ganga í hjónaband . . . Hún hagræddi svæflinum, sem hann lá á, gekk síðan aftur út að glugganum. Ég geri ráð fyrir, að þetta verði ekki til að auka álit yðar á mér. Jacob yppti öxlunum. — Ég hef það álit á yður, að þér séuð falleg og allra skemmtilegasta stúlka. En það, að vera dyggðug stúlka, er hugtak, seni breytist með hverri kynslóð, sem kemur og fer. Það er að minnsta kosti talsvert ólíkt nú og það var fyrir fimm- tiu árum. Ég álít yður hvorki betri né verri, einungis öðruvisi, en þær gerð- ust þá. Ég skil yður ósköp vel. Ætli ég ætti ekki að þekkja yðar kynslóð. Þér er- uð ekki nema fáeinum árum yngri en eiginkona min. Það fer ekki framhjá mér, að karlmenn gefa henni hýrt auga á götu, og ég efast ekki heldur um að þeir gefi yður hýrt auga líka. — Já, en konan yðar er lika með af- brigðum fögur. Satt að segja held ég, að ég hafi aldrei séð aðra konu jafn glæsi- lega og fagra. — Hún hefur víst ekki heldur neitt á móti þvi, sagði Jacob. En nóg um það. Nú verðið þér að segja mér eitthvað nán- ara af unnusta yðar. — Þetta er ekki ákveðið enn, sagði stúlkan. Ég á við það, að við höfum eklti tiltekið neinn dag eða þess háttar. — Ekki er ég viss um það. Ætli það sé ekki lieldur, að þér þórið ekki að segja mér það, af ótta við að ég segi yður upp vislinni áður en yður sjálfri gott þylcir, ef ég kemst að því. —• Nei, nei . . . það er eklci það . . . — Jæja, jæja. Þér liafið semsagt ekki ákveðið daginn ennþá. En mánuðinn liaf- ið þið þó áreiðanlega lsomið yldsur sam- an um. Þér verðið að trúa því, að ég ber talsvert skynbragð á slíka liluti. Verður það kannslii i júni? — Júlí, svaraði lijúkrunarkonan unga og brosti við. —- Einmitt. Þarna sjáið þér, að ég fór nærri um það. Ég þarf vitanlega ekki að spyrja að því, að Irann er maður ungur og glæsilegur. Það veit ég að hann lilýt- ur að vera. Og sterkur er hann. —■ Já, það er Jiann. — Er iiann ástúðlegur og nærgætinn? Unga hjúkrunarkonan kinkaði kolli og það Ijómaði af svip hennar. — Það gleður mig sannarlega, sagði Jacob. Það er ákaflega mikilvægt atriði i hjónabandinu, að eiginmaðurinn sé Framhald á bls. 40. VIKAN 9. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.