Vikan


Vikan - 05.09.1963, Side 2

Vikan - 05.09.1963, Side 2
^Ébeí'-' teddy HEVELLA jakkinn er fallegur þolir allt HELANCA teygjubuxur vandaöar fallega sniöiö Barnafatagerðin sf. HEILDSÖLUBIRGÐIR: Solido Hverfisgata 32. — Símar 18950 — 18860. í fullri alvöru: Um akreinaakstur Á síðari árum hefur það fyrir- brigði umferðarfyrirkomulags, sem hér á landi hefur hlotið hið ágæta nafn Akreinar, haldið inn- reið sína til íslands. Af þessu fyrirkomulagi gæti verið hið mesta hagræði og það orðið til mikilla úrbóta í umferð og akstri, ef ekki væri þar sem ann- ars staðar hinn argasti trassa- skapur. Það má til dæmis finna það að framkvæmd þessa máls, að á veturna máist akreinamerking alveg út, svo akreinaakstur má heita alveg úr sögunni þann tíma. Vanafestan ræður þar hins vegar nokkru um, að vanir borg- arbilstjórar aka þær götur, sem eru akreinamerktar á sumrin — eða að minnsta kosti seinni part sumars — eins og þær væru merktar, allan ársins hring. Aðrir gera þetta ekki, og þetta misræmi í akreinaakstrj eða ekki akreinaakstri hefur valdið mörg- um döpru geði og beygluðum bíl, svo ekki sé talað um, ef slys hafa af hlotizt. Annað er það, að lögreglan gerir of lítið til þess að tryggja að farið sé eftir akreinamerkj- um sem öðrum umferðarreglum, þegar merkingarnar sjást. Oft sér maður líka á Hring- brautinni, að bíll hefur verið stöðvaður á annarri hvorri ak- í'eininni, þannig að ómögulegt er að komast fram úr honum, nema að aka yfir á hina reinina. Þetta virðist vera látið óátalið, enda lítið gert til þess að tryggja öryggi þeirra, sem nota akrein- arnar á réttan hátt. Þó er þetta með stöður bíla á akreinum hvergi eins grátbölvað og á Laugavegi milli Klappar- stígs og Smiðjustígs. Þar er gat- an tvær akreinar og stöður bann- aðar niður að Ingólfsstræti, en varla fer maður þar svo um, að ekki standi einn eða fleiri bílar við stétt öðru hvoru megin, og í stað þess að bíða og flauta fyrir aftan þá, freistast bílstjórar til þess að ana yfir á hina akrein- ina og stofna sjálfum sér og öðr- um þar með í hættu. Þarna verður lögreglan að hafa menn, sem geta tekið á sig rögg og rekið kyrrstæða bíla miskunn- arlaust burtu, meðan menn eru að læra það, að þarna má alls ekki láta bíla standa. Linkind má ekki eiga sér stað. SH. 2 — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.