Vikan


Vikan - 05.09.1963, Qupperneq 10

Vikan - 05.09.1963, Qupperneq 10
 I Þetta eru nokkrir þeirra fordóma, sem oft má heyra, þegar talið berst að íþrótta- mönnum. Eru þessar fullyrðingar sannar — eða algerlega villandi? Leikfimiskennarinn og vísindamaðurinn sænski, Olle Halldén, tekur mál þetta til meðferðar í nýsaminni meistararit.gerð, eftir að hafa rannsakað það um ára bil, og munu niðurstöður hans ef- laust koma mörgum á óvart. — Hér er við- tal, sem fram fór við Svíann um niðurstöður hans. — Þér hafið samið meistararitgerð, sem ber hinn langa titil: „Aðlöðunarhæfni íþróttamannsins, þegar íþróttaferli hans er lokið“. Var það erfitt viðfangsefni? — Mjög svo. Ég hef unnið að henni um fjögurra ára skeið. — Var stefnan fyrirfram mörkuð að einhverju leyti; eða höfðuð þér, með öðr- um orðum, einhverjar ákveðnar skoðanir í sambandi við viðfangsefnið, áður en þér hófuð athuganir yðar? — Já, ég áleit að þeir, sem helgað höfðu íþróttunum mestan hluta manndómsára sinna, hlytu að vera í meira lagi mis- heppnaðir. — Og að hvaða niðurstöðum komust þér? — Gersamlega gagnstæðum. — Álitið þér þá að öllum íþróttamönn- um vegni betur i lífinu en þeim, sem ekki iðka íþróttir? — Nei, ekki vil ég segja það. Ég hef rakið feril því sem næst 300 frægra í- þróttagarpa. — Hverja teljið þér fræga íþróttagarpa? — Þá iþróttamenn, sem náð hafa vissri stigatölu í sérgrein sinni. — Til dæmis? — í glímunni er þess til dæmis krafizt að viðkomandi hafi hlotið 15 stig. — Hvað er gullpeningur á Ólympiu leikjunum margra stiga virði? — Hvað glímuna snertir, þá er hann metinn á fjögur stig. — Svo að þessir frægu garpar, sem þér byggið á athuganir yðar, eru í rauninni valdir úr þeim, sem lengst hafa náð í íþróttunum? — Já, þeir eru tvímælalaust úrvalið. — En mundi það ekki einungis vera eðlilegt, að sá maður, sem nær langt í iþróttunum, nái einnig langt á öðrum sviðum í lifinu? —■ Jú, mér er það Ijóst nú, en áður en ég tók að undirbúa þessa meistararitgerð mína, var ég allt annarrar skoðunar. — Hvers vegna? — Ég geri ráð fyrir að ég hafi verið undir áhrifum almenningsálitsins. — Og almenningsálitið dæmir þá eftir einstaka misheppnuðum íþróttamanni og segir: „Svona eru þeir allir“. Hvað eru margir frægir íþróttagarpar, eins og þér kallið þá sem náð hafa tilsettri stigatölu, hér í Svíþjóð? —- Þeir eru samtals 1.500, eða um það bil í þeim íþróttagreinum, sem ég byggi athuganir mínar á sérstaklega. — Hvaða íþróttagreinar eru það? — Glíma, knattspyrna, frjálsíþróttir, handbolti, sund og skíðaíþróttir. — Og nú hafið þér sem sagt fengið úr því skorið, hvort þessir frægu íþrótta- garpar hafa haft hamingjuna með sér eða ekki? — Hamingjuna getur maður ekki skil- greint. . . —- Jæja; hvort að þeim vegnar öðrum betur eða ekki, jiegar íþróttastjarna þeirra er gengin undir? — Já, við gætum orðað það þannig. Og efnahagslega séð, þá vegnar þeim yfirleitt mjög vel. —- Ég kem enn að spurningunni, livers- vegna álituð þér að hið gagnstæða mundi verða uppi á teningunum, þegar um snjalla íþróttagarpa væri að ræða? — Það segir sig sjálft, að þegar maður- inn helgar íþróttunum sin beztu ár, er hætt við að menntun og starf sitji á hak- anum. — En svo er ekki? — Um það verður að vísu ekki sagt með vissu, þar sem ekki er unnt að láta íþróttamanninn lifa þau ár sín aftur, og án þess að leggja stund á íþróttir. — Hittuð þér nokkurn fyrir í hópi 20 — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.