Vikan


Vikan - 05.09.1963, Qupperneq 22

Vikan - 05.09.1963, Qupperneq 22
ARABISKT RÉTTLÆTI - Frh. Hafi fangi ráð á að múta fangaverði, getur hann losað sig við pyndingar og jafnvel fengið að halda höfðinu. eyrum mér. Þegar þessu hroðalega atriði var lokið, hélt böðullinn hátt á loft blóðugri hendi hins dæmda og lét hana dingla fram og aftur á strengnum, sem bundinn var um fingurna. Loks var höndin hengd upp í staur, og þar var hún, lögum og venjum samkvæmt, látin hanga til klukkan sex að kvöldi. Eftir að sökudólgurinn hafði látið þannig hönd sína, var hann fluttur í sjúkrahús, eftir að stúfnum hafði verið brugðið ofan í sjóð- andi olíu. Þetta tíðkaðist þó eingöngu í „siðmenntuðum" borgum — í þorpum og sveitum úti á landi eru slíkir sökudólgar látnir afskipta- lausir eftir að refsingarákvæðunum hefur verið fullnægt, og er það altítt, að þeim blæði út. Það tíðkast og í „siðmenntuðum" borgum, að þeim, sem slíka refsingu verða að þola, séu gefin varnarlyf gegn blóðeitrun; það væri því synd að segja að ekki væri munur á „sið- menningarborgum" og þeim stöðum í arabískum löndum, sem ekki hafa enn komizt í snertingu við menninguna. „Við skulum koma okkur á brott héðan,“ heyrði ég frú Friis and- varpa svo lágt að varla hevrðist. Ekkert vildum við hinir heldur, og þegar okkur hafði loks tekizt að olnboga okkur út úr áhorfendaþrönginni, var frúin orðin svo miður sín, að hún seldi upp. En við vorum ein um það að vilja halda á brott að svo búnu; aðrir áhorfendur þrengdust sem fastast að „sýningarsvæðinu“ í von um fleiri viðlíka blóðug og hroðaleg „skemmtiatriði". Fyrst að refsingin fyrir ekki meiri glæp en þjófnað er svo dýrs- lega hörð, lætur að líkum að strangt sé tekið á þeim glæpum, sem alvarlegri eru, t. d. morðum. Morðinginn má líka prísa sig sælan, ef honum er auðsýnd sú náð að vera afhöfðaður án undangenginna pyndinga. Sverð böðulsins er að öllum jafnaði svo hárbeitt, að ekki þarf nema eitt högg til þess að höfuðið fiúki af bolnum. Sé aftur á móti um meira en venjulegt morð að ræða — hafi sökudólgurinn t. d. myrt pílagrím, eða jafnvel einungis rænt hann, má gera ráð fyrir að hann verði dæmdur til að láta höfuð sitt í þrem höggum. Sker þá fyrsta sverðshöggið hálsinn að aftan, annað að framan, en hið þriðja tekur höfuðið loks af bolnum. Afhöggvin höfuð eru einnig sett á staur á torgum, almenningi til viðvörunar og áminningar. Eru þau annaðhvort sett efst á staur- inn, eða krók stungið gegnum annað eyrað. Talið er að árlega séu að minnsta kosti tveir tugir brotamanna afhöfðaðir á torginu í Jedda. Oftast er það, að hinn dæmdi hefur ekki hugmynd um að honum sé ákveðin sú refsing, fyrr en hann er leiddur úr klefa sínum á aftökustaðinn. Það er líka alvanalegt, að enginn geri sér það ómak af hálfu hins opinbera, að grennslast eftir því hverjir séu nánustu ættingjar og aðstandendur hins dauða- dæmda, og enn síður að þeim sé gert viðvart. Getur því hæglega farið svo, að ættingjar og aðstandendur hafi ekki hugmynd um hvað af manninum hefur orðið. Þá er viðurværið í fangelsunum og hið versta og matur bæði slæmur og af svo skornum skammti, að fangar, sem dæmdir eru til að sitja þar lengi í haldi deyja iðulega úr hungri, hafi þeir ekki aðstöðu til að láta færa sér mat að utan. Ef þeir hafa ráð á því, verða þeir að greiða fangavörðunum drjúgan hluta af skotsilfri sínu, fyrir að kaupa matinn og færa sér hann, eða að minnsta kost) eins mikið og maturinn kostar hverju sinni. Ötrúum konum hefur hingaS til veriö varpaS fyrir hákarlana í Rauöahafinu, en Feisal prins er svo siömenntaöur, að hann hefur breytt þessu: Þær eru grýttar til bana í staðinn. 22 — VIKAN 36. tbl. Mútur geta gert kraftaverk, og hafi fangarnir ráð á að bera fé á fangaverði sína, geta þeir ekki einungis látið þá afla helztu nauð- synja. heldur og jafnvel að koma sér undan refsingu. Jafnvel morð- ingi getur gert sér vonir um að sleppa, hafi hann ráð á að lauma vissri upphæð í vissa vasa. Miðað við peningagildi á Vesturlöndum, er það ekki svo ýkja dýrt að kaupa sér líf og lausn við allar pynd- ingar á þennan hátt — hafi morðinginn handbært fé, sem svarar 2.500 krónum má hann vera nokkurnveginn viss um að hann fái haldið höfði sínu. Annað er svo það, að verði arabískur bílstjóri mannsbani í um- ferðinni, reiknast honum það sem morð, og er því vissast fyrir menn að eiga tilgreinda upphæð í reiðtifé, þegar þeir verða sér úti um öku- skírteini. Geti hann lagt hana fram ef illa tekst til, er eins líklegt að mál hans sé þar með úr sögunni — geti hann það ekki, lætur hann höfuð sitt. Af sömu ástæðum er það og öruggara fyrir útlendinga, sem aka í bíl um lönd Araba, að hafa þessa upphæð á sér. Til skamms tíma hefur konum þeim, sem uppvísar hafa orðið að því að halda framhjá eiginmanni sínum, verið refsað á þann hátt að varpa þeim fyrir hákarla í Rauðahafið. Til þess að tryggja það, að hákarlarnir væru til staðar, var hundi fyrst kastað í sjó- inn, og þegar hákarlarnir runnu á lyktina og þyrptust að seppa, kom svo röðin að konunni. Það er til merkis um menningarviðleitni Feisals krónprins í Saudi- Arabíu, að hann hefur numið refsingu þessa úr lögum —- og um leið merki um siðmenntun hans sjálfs, að þess í stað hefur hann boðið að hinar seku konur skuli grýttar. Ekki er að vita hvorri refsingunni þær una betur — þær hafa áreiðanlega ekki verið um það spurðar. Sögu heyrði ég af fráskilinni konu, sem giftist aftur. Hún átti son einn af fyrra hjónabandi, sem ekki reyndist orðvarari en það, að hann sagði stjúpföður sínum frá því að faðir sinn kæmi oft í heim- sókn til móður sinnar, þegar stjúpfaðirinn væri ekki heima. Nokkrum dögum síðar sagði þessi seinni maður konunnar henni, að hann þyrfti að skreppa í ferðalag. Hann fór þó ekki langt, að minnsta kosti ekki eins langt og kona hans og fyrri maður hennar — sem nú hafði gerzt friðill hennar — glæptust til að halda, enda kom það þéim óþægilega í koll. Þegar eiginmaðurinn sneri heim og laumaðist inn í hús sitt, stóð hann eigínkonuna og þann fyrrver- andi að verki. Eins og að líkum lætur, kom þarna til nokkurra átaka; tók kon- an virkan þátt í þeim, og eins og oft vill verða, veitti hún friðli sínum, enda mun hún ekki hafa farið í neinar grafgötur um það, hvað sín mundi bíða, ef núverandi eiginmaðurinn bæri sigur úr být- um. Og til þess að koma í veg fyrir það, kastaði hún þungum leir- vasa í höfuð honum, og það af slíku afli, að hann datt dauður niður. Ekki var þó allur vandinn þar með leystur, en konan var ráðkæn, tók eina af þessum stóru sessum, sem mikið eru notaðar sem hægindi á Austurlöndum, saumaði lík eiginmannsins innan í hana, en fyrr- verandi eiginmaður hennar tók svo að sér það sem eftir var og lagði af stað með sessuna til sjávar. En annaðhvort hefur sessuverið ekki verið sem sterkast, enda varla ætlað til slíkra hluta, eða þá að konan hefur flýtt sér helzt til mikið við saumana — víst er um það, að verið rofnaði eða rifnaði, svo að annar fóturinn á seinni mann- inum lafði út. Að sjálfsögðu þurfti lögregluþjónn endilega að vera Framhald á bls. 43.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.