Vikan


Vikan - 05.09.1963, Síða 36

Vikan - 05.09.1963, Síða 36
ið, fyrr en ég var búin að fá mér vænan drykk. KAMPAVÍN. Sem sýningarstúlka fékk ég 875 krónur á viku. En fljótlega byrjaði ég einnig sem borðdama. Ég sat við borð hjá gestunum, og sá um, að þeir létu ekki sitt eftir liggja við drykkjuna. Þá leið ekki á löngu þar til ég hafði 2.800,00 — 3.500,00 krónur á viku. Nú líkaði mér lífið. Margar stúlknanna drukku aðeins á- vaxtasafa, en ég vildi aðeins lcampavín. Og ég lenti oft í brös- um við eigandann, út af því hvað mér þótti það gott. Kvöld eitt bað ríkur Arabi, sem var einn af fastagestunum í klúbbnum, mig að setjast við borð sitt, og var mér það ljúft. Hér flaut kampavínið og freyddi í öllum glösum. Og einmitt á þessu augnabliki gerðist það, sem átti eftir að gjörbreyta lífi mínu! Þarna, við borðið hjá Araban- um, var ég kynnt fyrir Claire Gordon, frægri leikkonu, og borðherra hennar, Stephen Ward. Það var eitthvað við svip Stephens, sem gerði mig dá- hrifna frá fyrsta augnabliki. Ég get sjálf ekki gert mér grein fyrir því, hvað það var. Ég veit aðeins, að ég sat eins og bergnumin. Og ég gleymdi um leið, að Arabinn væri þarna ná- lægur. Hann, sem átti að borga reikninginn ... Stephen ók Claire Gordon heim, en kom svo aftur til baka. Mér til sárra vonbrigða spurði hann ekki, hvort hann mætti fylgja mér heim. Mér fannst næstum því eins og hann tæki ekki eftir mér. En hann fékk símanúmerið mitt hjá Arabanum, og næsta morgun byrjaði hann að hringja til mín. STRÍÐNI. Fimm sinnum í röð næstu tvær vikurnar hringdi hann í mig. Við töluðum ekki um neitt sérstakt, en hann sagði, að hann langaði til þess að bjóða mér út. En ég gaf honum engin ákveð- in svör, aðeins gaf honum undir fótinn. Ég geri mér grein fyrir, að ég var aðeins að stríða hon- um. Hér var kominn drauma- prinsinn minn, og vildi fá að bjóða mér út. En ég var staðráð- in í, að ég skyldi leyfa honum að ganga eftir mér. Næst þegar ég hitti hann, var ég í heimsókn hjá mömmu og pabba í Wraysbury. Hann sagði: „Ég vona, að þú hafir ekkert á móti því, þótt ég kíki inn hjá þér hér. Ég á sumarbústað hérna skammt frá.“ Hann var mjög á- kveðinn. Ég ákvað, að hætta öll- um leikaraskap. Það sýndi sig, að sumarbústað- urinn var hinn margumræddi á landareign Astor lávarðar í Cliv- eden. Ég ók þangað, og drakk te Nýkomnar 3 tegundir af 1. flokks hárlakki frá 3 heimsþekktum fyrirtækjum: RICHARD HUDNUT, style & stay MINER’S 2 tegundir outdoor Girl 2 tegundir Heildsölubirgöir: PÉTUR PÉTURSSON HAFNARSTRÆTI 4 Símar 11219 & 19062. með Stephen. Þá komst ég að raun um, að Stephen tók mjög mikinn þátt í samkvæmislífinu. Eftir teboð- ið hittumst við reglulega. Hann bauð mér oft út með sér. En aldrei bað hann um að fá að fylgja mér heim. Og þetta þótti mér ágætt, því um þær mundir hafði ég kynnzt ungum manni í Cabaret Club, og fljótlega hætti ég að vinna í klúbbnum, því honum var ekki um vinnu míná þar. Stuttu seinna flutti ég í nýja íbúð með vinkonu minni. Hún var einnig hálftrúlofuð pilti, sem oft kom í heimsókn til okkar, eins og vinur minn. Þetta var lítil íbúð, sem við höfðum, tvö herbergi, eldhús og bað. En okkur leið vel þarna. Vinkona mín var Mandy Rice Davis, sem nú er líka svo mikið skrifað um í öllum blöðum. Og það var einmitt um þetta leyti, sem harmleikur lífs míns hófst í alvöru. Framhald í næsta blaSi. KRÝSAR. Framhald af bls. 9. Hrafnsson, draumamaður mik- ill og dulspakur, Rymskati setti saman Grettis-sögu, Gísla- sögu Súrssonar, Fóstbræðra- sögu, Snorra-sögu goða (þ. e. Eyrbyggju), Kormáks-sögu, Vatnsdælu, Heiðarvíga-sögu, Hallfreðar-sögu o. fl. auk fjölda þátta og lausavísna, er hann orti fyrir munn persónanna, bæði í sínar sögur og hinna. Rymskati ferðaðist mest allra um sögu- svæðin, ræddi við aðstandendur söguhetjanna og aðra fróða og minnuga, er séð höfðu eða heyrt frásagt, staðhæfði efnið, safnaði vísum, er ortar höfðu verið um atburðina eða orti þær sjálfur eftir munnlegri umsögn. Rym- skati var sá, er valdist til að flytja þeim „Bandamönnum" Ófeigs-sögu bragðakarls (nú Bandamannasaga), en var þá þegar tunguskorinn. Hann var ekki fluttur að Bæ í Borgarfirði með þeim Grími Hrafnssyni og öðrum limlestingum, er af lifðu aðförina, haustið 1054. Hann var hafður í haldi einn sér annars staðar og geymdur vendilega. En árið 1056, undir eins á fyrsta stjórnarári ísleifs biskups í Skál- holti, var hann fluttur þangað og handhöggvinn. En biskup þorði samt sem áður ekki að eiga hann yfir höfði sér, og var hann þar skamma stund í gæzlu, en síðan líflátinn. Gamla Krýsavík var, all-löngu fyrir landnám norrænna manna eða austmanna: þ. e. Dan-þjóð- flutningakvíslarinnar, orðin höf- uðstöð Iona-þjóðflutningakvísl- arinnar, er voru sægarpaf og siglinga og af austrænum upp- runa eins og Dan-kvíslin (vík- ingarnir), aðeins stórum mun lengra komnir í vísindum, menn- ingu og siðgæði. Lærðu mennirn- ir voru nefndir „Papar“, þ. e. feður, og skiptust á tvær deild- ir: Jóna og Kristjóna. Jónarnir skoðuðu Krist sem guðmenni, er hægt væri að líkjast og urðu ó- umræðilega vitrir og máttugir. Kristjónar trúðu, aftur á móti, •eingöngu á Krist sem guð, haf- inn yfir allt mannlegt, sem að- eins væri hægt að elska og til- biðja í auðmýkt og lotningu. Þeir urðu ofsatrúarmenn og of- stækisfullir og liggur fátt eftir þá af viti. Jónarnir tileinkuðu sér lífsskoðun Jóhannesar frá Anti- ochia er nefndur var Krýsos- tómas-gullmunnur. Þeir voru því kallaðir Krýsar og af þeim dreg- ur Krýsavík nafn, því þar var höfuðbækistöð krýsostómosa, og búinn að vera það full 200 ár, áður en Ingólfur Arnarson kom hér að landi. Gamla Krýsavík var, fyrir miðja elleftu öld, eða þar til Krýsar voru drepnir, eitt- hvað mesta menntasetur verald- arinnar. Kristjónar hötuðu Jóna og Krýsa og skoðuðu þá sem heiðingja og andskota, en urðu að vera upp á þá komnir, því þá skorti alla þekkingu og manndáð til að geta bjargazt án þeirra. Heiðnum mönnum (Ásatrúar) og Krýsum kom, aftur á móti ágætlega saman, svo fremi, að ekki væri viðhöfð mannblót eða annað ódæði. Vestmannaþj óðf lutningakvísl- in (þ. e. Jónar, Krýsar) voru því löngu búnir að kanna allt land- ið, skipa niður landvættum og gefa því nafn (Þýli) áður en austmannaþ j óðf lutningakvíslin: (Danirnir, víkingarnir) tóku að hefja hér landnám. Og það voru fleiri en einsetumenn, er hér höfðu aðsetur. Flestir „Papanna" voru fæddir hér á landi. Eins og hverjum skynbærum manni ætti að vera augljóst hafa ekki fornkvæði vor og fornsögur, konungasögur, ættartölur og frumlandnámssögur gert sig sjálfar, ort sig og skráð, heldur stendur þar afar harðsnúin, glöggskyggn, lærð, þrautþjálfuð og raunvísindalega skipulögð starfsemi bak við. Hvorki Ari prestur Þorgilsson fróði né Snorri Sturluson eiga þar frum- kvæðið enda þótt Snorri endur- semdi með vissu Heimskringlu og Egilssögu Skallagrímssonar. Það voru íslenzkir krýsostóm- asar-gyllinmynnar, er hér á á landi höfðu starfsemi sína og aðalbækistöð, löngu á undan landnámi norrænna víkinga og allt fram yfir miðja elleftu öld, er starfsemi þeirra stóð með mestum blóma, að þeir voru líf- látnir og eignir þeirra lagðar undir eigna- og kirkjuvaldið. Fyrsti biskupsstóll landsins, Skálholtsstóll, var þá stofnaður gg — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.