Vikan - 05.09.1963, Side 40
sig fram viÖ að ná sem mestum
árangri í starfi.
— Hafið þér fengið sannanir
fyrir því?
— Við minntumst á það áðan,
að yfirleitt væru þeir vel á vegi
staddir efnahagslega.
— Og þér teljið það merki
þess, að þeir hafi reynzt dug-
miklir í starfinu?
— Er annað hægt?
— Hafa þeir margir hverjir
komið á fót sínum eigin fyrir-
tækjum?
— Já, og svo er að sjá sem
þeir hafi flestir gert það, eftir
að íþróttaferli þeirra lauk.
— Haldið þér, að þeir hafi
sumir hverjirhagnýtt sár iþrótta-
frægðina til að afla sér við-
skiptavina?
— Það má vel vera, að ein-
hverjir þeirra hafi reynt það.
En bæði gefur það auga leið, að
það eru ekki allir viðskiptavin-
ir, sem hafa áhuga á íþróttum,
og þó að talsverður ljómi standi
af gullverðlaunapeningnum fyrst
í stað, dofnar hann áður en
langt um liður. Ég held að yfir-
leitt sé íþróttamönnunum ekki
mikill styrkur að íþróttafrægð-
inni, þegar út i starfið kemur.
— Hafið þér dæmi því til
sönnunar?
— Einn af þeim, sem ég hef
rætt við, gerðist sölumaður,
þegar iþróttaferli hans lauk.
Hann komst brátt að raun um,
að nafn hans hafði ekki nein sér-
leg áhrif.
— Margir iþróttagarpar hafa
hlotið slæm meiðsl i þjálfun og
keppni, er ekki svo?
— Nei. Ög það kom mér líka
á óvart. Af þeim, sem ég beindi
athugunum mínum að, voru þeir
ekki nema sjö, eða 2,9%, sem
hlotið höfðu alvarleg meiðsli.
— Og þau meiðsli hafa þeir
hlotið við íþróttaiðkanir?
— Já, Ofreynsla og meiðsli i
baki, er sérstakt vandamál, sem
ekki er svo golt að segja neitt
ákveðið um.
— Það er sagt að hjarta i-
þróttagarpsins endist yfirleitt
illa. Hefur það við rök að styðj-
ast?
— Nei. Það hefur sannazt við
tilraunir og mælingar, að þessir
iþróttagarpar, sem ég hef athug-
að, bera aldurinn með prýði og
eru hinir hraustustu.
— Og andlega?
— Tímabil frægðarinnnar
hefur orðið þeim flestum sér-
stæður og þýðingarmikill áfangi
á lifsleiðinni. Þá hafa þeir lært
margt, sem þeir mundu ekki hafa
lært annars.
— Hvað her þeim að gera,
sem vilja verða miklir íþrótta-
garpar?
— Fyrst og fremst verða þeir
að hefja þjálfunina mjög fljótt.
— Og þarnæst?
— Þarnæst verða menn að
skipuleggja tómstundir sínar
mjög nákvæmlega.
—• Hvað um val sérgreinar?
— Maður „velur“ sér ekki
sérgrein. Það kemur að sjálfu
sér, eins og á sér stað i náttúr-
unni.
— Væri kannski réttara að
segja, að það væru íþróttagrein-
arnar, sem veldu mennina?
— Já, ef til vill.
— Hvað er viðurhlutamesta
spurningin, sem byrjandi i iþrótt
unum verður að leggja fyrir
sjálfan sig?
—- Hvort er mér mikilvægara,
að komast langt í íþróttunum
eða i starfinu?
— Er þá ekki hægt að sameina
þetta tvennt?
— Að vísu. En þá verður
maður helzt að velja sér þá í-
þróttagrein, sem nær eingöngu
er iðkuð að sumarlagi, en ekki
þær, sem keppt er í allan ársins
hring.
— Teljið þér æskilegt, að allir
reyni að verða sem frægastir
iþróttagarpar ?
— Ég held að hörð íþrótta-
þjálfun geti ekki skaðað neinn.
Aftur á móti verður maður að
sjást fyrir og forðast að fara út
í öfgar.
— Ef ungum manni, sem
keppt hefur að þvi að verða
mikill iþróttagarpur, misheppn-
ast síðan i lífinu, má hann þvi
sjálfum sér um kenna?
—■ Einsetji íþróttaþjálfari sér
að gera stjörnu úr einhverjum,
ber hann að vissu leyti ábyrgð
á þvi, hvað úr þeim manni verð-
ur, þegar iþróttaferli lians er
lokið. ^
-—- Er þessa þá eklci gætt sem
skyldi?
— Það er erfitt að segja um
það. En þetta er vandamál, sem
taka verður fyllsta tillit til.
— Getur maður dregið algilt
dæmi varðandi alla íþróttamenn
eftir að íþróttafcrli þeirra er
lokið, af því hvernig þessum
íþróttagröpum liefur vegnað?
— Nei, ekki held ég það.
Bandarískur sálfræðingur hefur
sagt, að það sé lakara að vera
næstbeztur í hnefaleik, en að
vera alls ekki hnefaleikari.
— Svo að það er hugsanlegt,
að þeir íþróttamenn, sem ekki
hafa náð því að komast i fremstu
röð, líti á sig sem misheppnaða
menn?
— Það er hugsanlegt. En
íþróttirnar eru þar eltki neitt
einsdæmi. Það eru til margir
prestar, sem ekki vantaði nema
lierzlumuninn til að verða
biskupar, aðstoðarframkvæmda-
stjórar, sem aldrei náðu því
marki að verða framkvæmda-
stjórar, og þannig mætti lengi
telja.
-—■ Næstu athuganir yðar bein-
ast ef til vill að „venjulegum“
— VIKAN 36. tbl.