Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 41
NÁTTKJÓLAR OG UNDIRFATNAÐUR
íþróttaraönnum ?
— Það væri athyglisvert við-
fangsefni. Enn forvitnilegra væri
þó að geta fylgzt með ferli
þeirra íþróttamannaefna, sem nú
vekja mestar vonir, og sjá hvern-
ig þeim vegnar.
Hassan frá Tanganyka
Framhald af bls. 14.
legt að þvi leyti að það er frá-
brugðið þvi tilgangskeríi, sem er
bundið amstri dægranna, sand-
inum, sem rennur um greipar
okkar. Þetta hygg ég vera muni
meginstoð okkar i trúnni, og
hvar annarsstaðar myndum við
finna aðra slíka? í ógnþrungnum
heimi getur livergi að finna
aðra eins líkn og trúna.
Þetta mál þarfnast allmikillar
umhugsunar. Nú er það elcki
ætlun mín að skrifa trúmála-
hugvekju, né lieldur að boða
Múhameðstrú. Ég trúi ekki á á-
róðurinn sem slíkan. En hinu
trúi ég að hver maður sé í raun-
inni trúboði á sinn hátt. Er
hann kemur auga á það, sem
rangt er þá ber honum að berj-
ast fyrir jiví rétta. Þegar liann
sér brest á hann að bæta hann.
Það er meira en timabært orðið
að djúp hugsun komi i stað
grunnhyggjunnar. t>að myndi
gleðja mig ef þessi grein mín
gæti vakið þótt ekki væri nema
fáa menn til umliugsunar. Þótt
undarlegt megi teljast þá finnst
mér ég nákominn islenzku þjóð-
inni; einlivern veginn ber ég
jafn mikla umliyggju fyrir ykk-
ur og fyrir minni eigin þjóð.
Og það skal tekið fram, að mér
þykir mjög vænt um þjóð mína.
íslendingar eru góðgjarnir,
hjálpsamir, gestrisnir, einlægir,
heiðarlegir, lítillátir — sem er
höfuðdyggð einnar þjóðar —
og loks eru jjeir óbrotnir í lifn-
aðarháttum sinum.
En þrátt fyrir þetta þykist
ég sjá í lifnaðarliáttum íslend-
inga nokkurt merki um skort
á markmiði eða tilgangi, Vissu-
lega er mér ljóst að þeir eiga
sér fleiri hugðarefni en þau
að vinna, drekka og sofa, en
samt þykist ég hafa orðið var
við skort á æðra markmiði. Ég
vona að j)ið fyrirgefið mér
hreinskilnina, því hreinskilnin
er meðal jieirra eðlisjiátta Is-
lendinga, sem ég dái: Við getum
ekki lokað augunum fyrir um-
heiminum. Maðurinn er fæddur
til ábyrgðar í heiminum, og
það er skylda hans að bera
sína ábyrgð þegar liann kemst
til vits og ára. Það er ekki nóg
að hugsa fyrir deginum í dag
eða morgundeginum og jafnvel
ekki fyrir næsta degi. Við verð-
um að hugsa langt fram í tim-
ann og iiegða okkur eftir þvi.
Þessi skortur á tilgangi eða
æðra markmiði hygg ég að stafi
fyrst og fremst af trúleysi. Trú-
in er þýðingarmikil því hún
er fyrst og fremst til þess fallin
að bæta mannlífið, ekki aðeins
á andlega sviðinu heldur einnig
á þvi tímanlega. Að minnsta
kosti er þetta grundvöllur Isl-
ams — Múhameðstrúarinnar,
sem ég aðhyllist með gleði.
Fólkið er fyrst og fremst gott,
en jiað þýðir hreint ekki að
j)vi sé ckki ábótavant. Og min
skoðun er sú, að ef íslendingar
taka sig á, muni ekki líða á löngu
áður en þeir skara fram úr öll-
um þjóðum veraldar.
íslendingar eru duglegir, og
um fram allt þá eru þeir söng-
elskasta þjóð, sem ég liefi fyrir
liitt. íslenzki söngurinn minnir
kannski einna helzt á söng
Walesbúa, en þeir eru þjóð söngs
og tóna.
Mér hefur verið sagt að ís-
lendingar séu frjálslyndir í ásta-
máliim, en um sannleiksgildi
þess getur enginn sagt nema af
eigin raun. Á þetta hefi ég sjálf-
ur hvorki reynt né heldur kæri
ég mig um það. En þó hefi ég
séð nóg til þess að geta ætlað
að þessi dómur sé sannur. Um
þetta get ég sagt það eitt að
ég er óvanur sliku lífi og að ég
hefi enga löngun til að venjast
þvi heldur. Maðurinn er undar-
leg vera. Hann girnist margt, og
þegar honum hlotnast það, sem
hugur hans girnist, fyrirhafnar-
lítið, þá vanmetur hann það.
Ég minntist á það fyrr i þessari
grein að frjálslyndið gæti leitt
til virðingarleysis. Þetta á einn-
ig við i kynferðismálum. Þess-
háttar frjálslyndi í kynferðis-
er einnig órökrænt og lciðir
af sér mjög laus fjölskyldubönd.
En hér er um stórmál að ræða,
sem gæti leitt mann út i siða-
predikun, og lijá henni vildi
ég sneiða í svipinn.
Þess vil ég óska öðru frcmur,
að þeir íslendingar, sem ferð-
ast til útlanda tækju sig til er
þeir koma heim og kenndu
löndum sínum betri lifnaðar-
liætti, — ekki með að fá þá til
að falla frá þjóðháttum sinum,
heldur með því einu að full-
komna þá, þvi sú þjóð, sem
tapar sérkennum sínum tapar
öllu. Og einmitt þetta ætti að
vera megintilgangurinn með
ferðalögum, að nema það sem
gott er af öðrum þjóðum, skilja
það sem miður fer eftir og
auðga síðan þjóðlíf sitt með
nýjum háttum og prúðum.
Þeirra erinda ferðast menn
tæpast að gagni til „vestrænna
landa“ svo sem Bretlands, þar
sem tilgangsleysið hefur einnig
haldið innreið sína í mannlífið.
Það er orðið tímabært fyrir
íslendinga , að ferðast til hinna
nálægari Austurlanda, landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs og til
Asíu og Afríku, þar sem fólkið
berst fyrir tilveru sinni og lifið
hefur tilgang, til þess að læra
það að tilgangurinn með lífinu
VIKAN 36. tbl. —