Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 43
er barátta. „Sigur og ósigur er á drottins valdi og líf og barátta verða ekki a'ðskilin“ eins og H. H. Agakhan hefur sagt. Með hjartans kveðju til fólks- ins á Brú og allra annara ís- lendinga, sem hafa gert mér dvölina í landinu ánœgjulega. Reykjavík, í júli 1963 Hassan Esmail Arabiskt réttlæti Framhald af bls. 22. þarna á vakki og þótti þetta vit- anlega grunsamlegt. Sá fyrrver- andi var tafarlaust tekinn fast- ur og allt komst upp. Hvað þann fyrrverandi snerti kom að sjálf- sögðu ekki annað til greina, en að hann yrði afhöfðaður. Konan var síðan tekin höndum og henni dæmd sú „mannúðlega" refsing, að hún skyldi grýtt á torgi borg- arinnar. Það var þó fram tekið í dómn- um, að hún skyldi vera viðstödd afhöfðun friðils síns og fyrrv. eiginmanns, áður en hún yrði sjálf látin þola sína refsingu. Var því dyggilega framfylgt, en að því loknu var hún húðstrýkt á torginu. Að því búnu kepptust áhorf- endur við að ná sér í sem flesta og stærsta hnullunga úr grjót- hrúgu, sem ekið hafði verið á torgið, og síðan við að grýta kon- una. Þrettán sinnum féll hún til jarðar, en brölti alltaf á fætur aftur. í fjórtánda skiptið lá hún kyrr og læknirinn, sem þarna var viðstaddur, kvað upp þann úrskurð, að undangenginni at- hugun, að nú væri hún dauð. En þegar grafararnir hugðust husla lík hennar, komust þeir að raun um að hjarta hennar var tekið að bærast aftur. Slíkt hafði aldrei komið fyrir áður og hvað var þá til ráða? Sendiboði var tafarlaust gerður á fund konungs, sem kvað upp þann úrskurð, að það hlyti að vera vilji Allah, að kona þessi héldi lífi, þrátt fyrir afbrot sitt. Var hún því flutt í sjúkrahús á kostnað konungs, og allt, sem í mannlegu valdi stóð gert til að bjarga lífi hennar. Það tókst, þrátt fyrir alla harðleikn- ina, sem konuauminginn hafði orðið að þola, hjarnaði hún smám saman við og er enn á lífi í Jedda -— tíu árum eftir að þessi óhugn- anlegi atburður átti sér stað. Þannig eru sögurnar, sem manni eru sagðar af hinum dýrs- legu refsingum, sem framkvæmd- ar eru í nafni laga og réttlætis í ríkjum Araba. Fólk utan Araba- ríkjanna, sem ekkert þekkir til, trúir þeim sögum yfirleitt ekki, eða telur þær sprottnar af kyn- þáttahatri og stjórnmálalegu of- stæki. Að vísu er það sjaldgæft, að nokkur geti lagt fram sannanir fyrir því, að slík miðaldagrimmd sé þar enn við lýði. Þetta tókst þó lækni nokkrum, frönskum, ekki alls fyrir löngu. Læknir þessi lauk námi sínu við sjúkrahús í Alexandríu, árið 1940, en var síðan boðið að starfa við einkasjúkrahús Ibn Sauds konungs um tveggja ára skeið. Að þeim árum loknum, starfaði hann enn sem læknir í landinu til ársins 1958. Hann ritaði grein í bandarískt tímarit um mansal og refsingar í löndum Araba, og voru frásagnir hans svo hryili- legar, að enginn mundi hafa lagt trúnað á þær, ef ekki hefðu fylgt greininni ljósmyndir, sem hann hafði tekið, máli sínu til sönnun- ar þar á meðal af því, er þjófur var handhöggvinn. Hann starfaði um ára bil í af- skekktum borgum og héruðum, þar sem fáum útlendingum hef- ur verið leyft að ferðast um, og hann heldur því fram, að hvergi í víðri veröld sé ríkjandi önnur eins harðýðgi og grimmd. Hann fylgdist með ríkum sjeik- um á þrælamarkaði, þar sem gamlir og ríkir höfðingjar urðu sér úti um fimmtán ára telpur til rekkjugamans. Hann var einnig oft viðstaddur framkvæmd refsi- dóma, og sá eigin augum, þegar menn voru handhöggvnir, af- höfðaðir, eða konur grýttar. „Ég hef verið fenginn til að gefa út dánarvottorð kvenna, sem grafnar höfðu verið í sand upp að höku, og síðan grýttar til bana“, segir hann. Harðastar og ómannúðlegastar eru þær refsingar, sem konum eru dæmdar fyrir ótrúnað. „Ég hef verið viðstaddur fram- kvæmd slíkra refsidóma", segir læknirinn franski, og þó að lækn- ar komizt ekki hjá að sjá sitt af hverju, þá var það meira en taug- ar mínar máttu þola.“ Síðan segir hann frá því, er kona, sem fundin hafði verið sek um slikt afbrot, var dregin á reipi alsnakin, um götur borgarinnar svo að allir mættu sjá hina ber- syndugu. Að því búnu var hún grafin í sandinn, svo að höfuðið eitt stóð upp úr, en áhorfendurnir vopn- uðust grjóti, sem ekið hafði ver- ið þangað. Að því búnu tóku þeir sér stöðu í allvíðum hring, og þegar lög- regluyfirmaður gaf merki, höfðu þeir höfuð konunnar að skot- marki unz það var orðið ein klessa blóðs og beina. Þá var gröfin víkkuð nokkuð, og líkið huslað þarna á aftökustaðnum. Karlmaðurinn, sem var friðill konu þessarar, slapp hins vegar með fimmtíu vandarhögg. Það er þó ekki einungis hór- dómur, heldur holdleg afskipti utan hjónabands, sem undir sök falla, og kemur að minnsta kosti húðstrýking fyrir — en þó er það aldrei talið afbrot, ef karl- maður, kvæntur eða ókvæntur, leggst með ambátt, sem hann hefur eignazt á löglegan hátt. Þau samskipti njóta sömu vernd- ar og um hjónaband væri að ræða. Það gefur því auga leið, að mikil eftirspurn er ríkjandi varð- andi ungar ambáttir í ríkjum Araba. Lögum samkvæmt má Arabinn ekki eiga nema fjórar konur, en engin takmörk eru sett við því, hvað hann má eiga margar ambáttir. Fyrir bragðið geta auðugir sjeikar orðið sér úti um eins margar konur og hugur þeirra stendur til. Hinn marg- kvænti konungur, Ibn Saud, hef- ur til dæmis níutíu ambáttir í ,,þjónustu“ sinni. * UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I»að cr alltaf sami leikurinn í hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hcfur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitlr góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fcktkassi, fullur af hezta konfckti, og framleiðandinn er au.ðvitað Sœlgœtisgerð- in Nói. Síðast er dreglð var hlaut verðlaunln: REBEKKA ÞRÁINSDÓTTIR, Digrancsvegi 59A, Kópavogi. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. VIKAN 36. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.