Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 5
kæra leikinn til KSÍ, sem dæm- ir ieikinn Þrótti til sigurs. Auðvitað undu Siglfirðingar þessu illa og vísuðu málinu til íþróttadómstóls ÍSÍ, en málið fór á sömu leið. Og nú keppir svo Þróttur við Breiðablik úr Kópa- vogi, og vann Þróttur 9-0, og þar með eru Þróttarar komnir upp í 1. deild. En finnst þér ekki dóm- urinn vera of harður, og finnst þér ekki að það hefði verið nóg fyrir Þróttarana að leikurinn hefði verið dæmdur ógildur og spilaður aftur, og þá hefði hinn ólöglegi maður ekki spilað, og þar með fengju Siglfirðingar séns að bursta Þróttara og þar með :séns að komast upp í 1. deild, eða finnst þér það ekki. Ertu kannski líka í klíkunni? Vonast eftir svari fyrir neðan línurnar, og þakka þér fyrir allt :gott. Kisi. --------Ég hélt, að þriðja flokks- menn væru yfirleitt heldur lak- ari en fyrsta flokks menn, en það er nú sama. Ég trúi ekki öðru en þessir blessaðir dómstólar hafi meira vit á þessu en ég, svo að ég segi bara já og amen — og er þar með í klíkunni. í guðanna bænum ekki nota þetta orðskrímsli, „séns“ — það getur vel verið, að ég hefði hald- ið með þér, ef þú hefðir sleppt því að nota það. Öfundarmál systra ... Kæri Póstur. Þú gefur riú svo mörgum góð ráð, geturðu ekki líka hjálpað mér. Svoleiðis er, að ég og syst- ir mín, sem er tveimur árum ■eldri, við giftum okkur báðar sama daginn. Áður en við gift- um okkur, striddi hún mér alltaf á því hvað ég væri mikill krakki og að hún hefði miklu meiri reynslu en ég, og ég hélt að þetta mundi hætta, þegar við værum báðar giftar. En nú held- ur hún áfram að monta sig, hún eignaðist barn þrem mánuðum á undan mér og hún fær alltaf allt á undan mér. Núna síðast keyptu þau bíl og hún er alltaf að grobba af þessum skrjóð og segja, að það sé ekki hægt að vera bíllaus, hún skilji bara ekkert í fólki, sem getur verið bíllaust. Ég er ekkert að öfunda hana, eji ég vil bara, að hún geti haldið kjafti og átt sitt fyrir sjálfa sig og þurfi ekki alltaf að vera að mala um það við aðra. Hvernig á ég að fara að því að fá hana til þess. mig varðar ekk- ert um, hvernig skriftin er, en vonast eftir svari sem fyrst. Með fyrirfram þökk. Ein leið. --------í fyrsta lagi verður þú að venja þig af öfund sjálf, en hún kemur vel í Ijós, þar sem þú talar um bílskrjóð systur þinn- ar. Ef þú lætur þér hjartanlega á sama standa, þegar systir þín er að gera sig breiða, hættir hún líklega fljótt að hafa ánægju af grobbinu. Ef það dugri ekki til, skaltu bara forðast að umgang- ast hana. Þótt hún sé í sömu fjölskyldu, ertu ekki skyldug til að halda nánum kunningsskap við hana, en reyndin er sú, að önnur hvor eða báðar hafi slæmt af þeirri umgengni. Slæmur í gang . . . Kæra Vika. Hvað á ég að gera við mann- inn minn? Það er ómögulegt að koma honum á fætur á morgn- ana. Hann er alltaf í svo vondu skapi, þegar ég vek hann, en ef ég vek hann of seint, rífst hann og skammast langt fram á dag. Hvað á ég að gera við hann, svo hann sé almennilegur á morgnana? Nú er hann svo ind- æll á kvöldin. --------Xsja — mín kona ræsir mig bara og lætur mig svo í friði. Reynir ekki að ávarpa mig eða verða á vegi mínum meðan ég er að komast af stað í vinnuna. Flestir menn, sem byrja að vinna klukkan 8 eða 9 eru hætt- ir að vera morgunillir um há- degið. Þakkarbréf . . . Vikublaðið Vikan, Reykjavík. Mig langar að votta ykkur þakklæti mitt fyrir mjög vel heppnað tölublað 31. okt. sl- Ég mun ekki telja efni þess eða þakka eitt frerpur öðru, blaðið upp til hópa var skínandi gott og bar vitni um natni í vinnu- brögðum og næman smekk. Þeir, sem hafa unnið, eiga allir sem einn þakkir skildar. Virðingarfyllst. S. H. Ó. t''’ ............... .mU'''1' \ yndislegí, franskl ilmvaín ECUSSON! Jean D’ALBRET •«-' P A R F U M S ORLANE PAR I S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.