Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 20
MITT STOLT ERU STRAN DAFJOLIIN Svo kann ég þér aðra sögu að segja frá vetrinum 1910. Sá vetur byrjaði á Mikjáls- messu 29. september. Þá fór að fenna mikið, en allir héldu, að þetta væri bara hret, og batnaði bráðlega aft- ur. En því var ekki að fagna. í þá daga voru fráfærur, og var búið að ganga á fjöll fyr- ir nokkru. En heimtur höfðu ekki verið betri en það, að okkur vantaði 12 lömb alls á báðum bæjum í Hælavík. Höfðum við pata af lömbun- um að þau væru í Rekavík. Vildi fólkið þar helzt losna við þau sem fyrst, og við helzt ná í þau við fyrsta tæki- færi. Lögðum við því af stað einn daginn, þegar heldur rofaði til með veður. Samt var fannkoma, og þegar við komum upp á Atlaskarð milli Hælavíkur og Rekavíkur var komið ísingarkafald og þoka, svo svellaði á manni. Við fór- um þrír saman frá Hælavík, og einn frá Búðum, en lömb frá þeim bæ voru einnig í Rekavík. Fyrir okkur var roskinn maður sem hét Vig- fús Benjamínsson, frekar lið- leskja, enda heilsulaus. Þegar við komum til Reka- 2Q — VIKAN 46. tbl. víkur, sáum við, að lömbin voru saman við féð frá Rekavík niðri við sjóinn. Gekk okkur illa að skilja þau frá fénu, þar sem þetta voru fjallalömb og erfitt er að fást við þau fyrir styggð og látum. En þegar við vorum komnir með lömbin fram undir Atlaskarð á leiðinni til baka, var þrótturinn hjá flestum þeirra búinn, og þau orðin eins og slyddur. Þá skellur á vatnsdrulla, og hann sígur á sig. Við sáum hvað í aðsigi var, svo við héldum áfram sem mest við máttum við að puða lömbunum yfir fjallið. En þegar við erum loks búnir að koma þeim ofan á svokallaða Hraunbrekku, er þrek lambanna algerlega þrotið, og ekki Viðlit að mjaka þeim lengra. Vorum við líka orðnir illa til hafðir af kulda og bleytu, auk þess sem þreytan var farin að segja til sín. Eins og fyrr segir, var sá sem fyrir okkur var, Vigfús Benjamíns- son heilsulaus maður, og fékk kuldinn og vosbúðin svo á hann, að hann þurfi að bregða brókum þegar minnst varði. Fékk mann hinar ægilegustu kvalir í maga og þoldi varla við. Veðrið versnaði sífellt, og kom svo, að við sáum okkur ekki annað fært en skilja lömbin eftir þar sem þau lágu uppgefin í Hraunbrekkunni, og reyna að komast sjálfir klakklaust til bæja. Var sú stund einna minnisstæðust í mínu lífi, þegar við gengum frá lömb- unum eins og hráviði um alla brekkuna. En það leit ekki út fyrir, að við ætluðum að ná lifandi til byggða í þetta sinn. Við urðum dofnir af kulda og vosbúð, og gátum við ekki haldið áfram vegna veikinda Vigfúsar, sem sífellt gerðist aumari, og gat hvorki hjálpað sér sjálfur né gengið án okkar aðstoðar. Þegar við fórum að nálgast bæinn, vildum við fara á undan Vigfúsi og ná í sleða til þess að aka honum heim á, en hann tók það ekki í mál; vildi komast heim án þess að vera reidd- ur eins og ófrísk kona á sleða. Lengi vorum við að puða heim undir bæ, og dró alltaf af okkur. Vorum við rétt komnir í húsaskjól, þegar skall á hinn versti norðanbylur ög glóru- laus iðandi stórhríð. Er ekki að vita hvernig okkur hafði farnazt, ef við hefðum haldið áfram að koma lömbunum til bæjar. Er óvíst, að nokk- ur okkar hefði lifað af frostið, sem kom svo skyndilega ofan í slepjuna og slydduna. Vorum við um kyrrt heima um daginn og nóttina eftir, enda afspyrnuveður. Daginn eftir létti til, og þá fórum við að huga að lömbun- um á nýjan leik, allir þeir sömu og áður, nema Vigfús, sem lá fjársjúkur heima í bóli sínu. Þegar við komum í Hraunbrekkuna, var ljót aðkoma. Ömurlegri sjón hef ég ekki séð á ævi minni. Aðeins tvö lömb voru uppistandandi, og varla þó, því klakabrynjan hafði sligað þau niður á hnén á framlöppunum. Þrjú voru dauð, en hægt að greina líf hjá hinum öllum, — en harla lítið hjá flestum þeirra. Við vorum svo heppnir að dráttarfæri var ágætt. Höfðum við tekið með okkur sleða og stöfluðum nú lömb- unum á hann, eftir að hafa reynt að hlúa að þeim eftir beztu getu, skera af þeim íshrönglið og gefa þeim heitt úr flösku. Gátu lömbin tvö, sem hraustust voru, ráfað með til bæjar, enda var sleðinn fullsetinn og vel það. Þegar heim kom, var reynt eins og hægt var að hlúa að þeim, og hjörnuðu þau flest við. En þarna mátti litlu muna að við misstum drjúgan hluta af okkar lömbum. Þannig byrjaði þessi vetur 1910. Hann var allur sjálfum sér líkur, sá vetur. Frostaveturinn 1918 var ekki sérlega erfiður á Hornströndum. Að vísu geysilega kalt, en við höfðum góðar skjólflíkur, sem héldu í okkur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.