Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 29

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 29
1. Canon7 2. Canonflex RM 3. Canonet ■4. Canonet Junior 5. Canon Demi s BJÖRN i INGVAR Aðalstræti 8 — Sími 14608. GADDAVÍR QG NJÓLI Framhald af bls. 9. verða allir fjarlægðir, enda kom- inn tími til. Þar verður byggt nýtízku gufubað. Þar verða líka tvær útisundlaugar, önnur djúp en hin grunn busllaug fyrir börn. Ásamt þessu verða byggð búningsherbergi fyrir gufubað- ið, baðströndina og laugarnar. Ekki er ólíklegt að rúmt og skjólgott sólbaðsdekk verði haft nærliggjandi þessum mannvirkj- um. Ekki er öll þrautin leyst með þessu. Laugarvatn mun ætíð hafa þá sérstöðu meðal sunn- lenzkra ferðamannastaða, að þar verður af augljósum ástæðum meira um dvalargesti en annars- staðar. Fyrir þá er ekki nóg að hafa gistiherbergi, gildaskála, gufubað, baðströnd og útisund- laugar. Það er að vísu gott og blessað, en flestir kunna því vel að hafa eitthvað fyrir stafni enda þótt skyldustörf kalli ekki bein- línis að. Menn geta slappað af við það í nokkra daga að borða og drekka og baða sig, en halla sér þess á milli með góðan reyf- ara. Á öllum góðum ferðamanna- stöðum er margt hægt að gera sér til dundurs. Og það er eitt af því sem vantar á Laugarvatni núna. Þessvegna eru dvalargestir dálítið eirðarlausir og ónógir sjálfum sér. Að sjálfsögðu mun hljómsveit hússins leika í gilda- skálanum við vatnið og menn munu geta stytt sér stundir á barnum, sem þar verður án efa. Ef Þorkell Bjarnason heldur áfram starfsemi sinni á Laugar- vatni, er ekki ólíklegt, að hann bjóði bæði íslenzka og arabiska gæðinga í reiðtúra upp að Geysi eða út á Laugarvatnsvelli, ef mönnum finnst hitt of langt. Það verður vinsælla sport með hverju árinu; Þorkatli er óhætt að halda áfram þessvegna. Sport er það einmitt, sem með þarf. Ég var eitt sinn á brezk- um ferðamannastað, sem raunar hafði nú ekkert af þeim ágæt- um, sem náttúrunni hefur þókn- azt að prýða Laugarvatn með. En þar var mikið af allskonar sporti og flestir dunduðu við það daglangt. Þar var til dæmis al- veg sérstakt keilusport fyrir aldraðar konur. Sá völlur var jafnan þétt skipaður. Nú vil ég ekki halda því fram, að við förum svo í fötin Bret- anna, að aldraðar konur krefjist þess, að upp verði sett sérstakt keilusport á Laugarvatni. Þær munu fremur taka prjónana sína, setjast á góðan bekk og njóta þess að horfa út á vatn- ið. En þeim sem hafa óbilað þrek er það ekki nóg. Ég ímynda mér, að það verði byggt allstórt íþróttahús á Laugarvatni og það verður líklega haft niðri á ströndinni, milli gufubaðsins og hversins. Sú bygging verður að miklu leyti úr gleri. Þar verður innilaug, aðstaða fyrir badmin- ton og tennisvellir ásamt að- stöðu fyrir annarskonar vinsælt innanhússport. Ég hef rissað upp mynd af þessu eins og ég ímynda mér að ströndin líti út með þessum mannvirkjum og sú teikning fylgir hér með. Á tún- inu norðan og vestan við íþrótta- húsið verða rennisiéttir vellir fyrir mini-golf, sem ryður sér mjög til rúms á sambærilegum stöðum erlendis og líklega verð- ur sett upp fullkomin golfbraut á Laugarvatni, þegar tímar líða. Lengra vestur á túninu taka svo við íþróttamannvirki íþrótta- kennaraskóla Islands. Skólinn er úti í júnílok og úr því er lítið gert við þessi mannvirki. Mér þykir líklegt, að það fari í vöxt, að íþróttahópar verði hafðir við æfingar á Laugarvatni, auk þess sem reynt verður að nýta iþróttamannvirkin að einhverju leyti fyrir þá, sem þess óska. Enginn þarf að kvíða mann- fæð á Laugarvatni, þegar strönd- in grýtta, sem enn er ónumið land, verður komin í þetta horf. Auk þess bendir allt til þess, að bær rísi á Laugarvatni. í sam- bandi við útfærslu byggðar á Laugarvatni stafar staðnum hætta af því, að skammsýnir menn ráðstafi strönd vatnsins til miður æskilegra hluta. Það vrði að vísu ekki rothögg fyrir Laug- arvatn sem glæsilegan ferða- mannastað, en mundi tefja sjálf- sagða og eðlilega þróun um ó- ráðinn árafjölda. Það verður líklega talsvert vandamál að finna viðunandi lausn á tjaldstæðamálinu. Þó er það veigamikið atriði; það fer allstaðar í vöxt að fólk búi í tjöldum í sumarleyfum sínum, enda fást nú orðið tjöld og við- leguútbúnaður, sem bera langt af því sem áður þekktist. Skóg- lendinu í brekkunni ofan við Laugarvatn verður tæpast ráð- stafað fyrir tjaldstæði. Þar eru að vaxa upp furur og grenitré, sem hafa umboð frá Hákoni Bjarnasyni til að verða nytja- skógur eftir svo sem hundrað ár. Meðan við bíðum eftir því að geta tjaldað í skjóli þessara trjáa, verður að gera einhverja viðhlítandi bráðabirðaráðstöf- un. Og hvað verður þar til varn- ar, várum sóma? Ef hlíðin fyrir innan Laugarvatn verður ekki þéttbyggð af sumarbústöðum, þá er verulega lausn að finna þar. Tjaldafólk vill gjarnan hafa hríslur í námunda og bezt er að tjalda i rjóðri. Það verður ekki gengið framhjá þessu atriði í uppbyggingu staðarins; einhvers- staðar verður að skipuleggja þokkaleg tjaldstæði og rækta þar skjólbelti, ef skóglendið í VIKAN 46. tbl. — 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.