Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 11
sjálfum sér, ef að þér eruð farin að
bíða hans. Ef hann skyldi verða of
seinn, trúið þá að það hafi verið
af óviðráðanlegum orsökum. Takið
afsökun hans alúðlega, — og forð-
izt að spyrja nokkurs í því sam-
bandi.
Leyfið kavelera yðar að leiða yður
að því borði, sem hann hefur útval-
ið. Leyfið honum að opna og loka
dyrum fyrir yður, og reynið ekki
að hjálpa til, látið hann einan um
það, þá nýtur hann sín til fulls.
Ef að yfirþjónninn kemur til ykk-
ar, til að fylgja ykkur til borðs,
þá gangið þið bæði á eftir þjóninum,
kavelerinn svolítið á eftir yður, ef
nauðsyn krefur.
Þegar yfirþjónninn dregur stól-
inn virðulega frá borðinu, takið þér
yður sæti með allri þeirri reisn og
hefðarhætti sem yður er lagið. Og
ef yður finnst stóllinn ekki vera
nákvæmlega á þeim stað, sem æski-
legast væri, bíðið þá, fyrir alla muni,
þangað til þjónninn er kominn úr
augsýn, og færið stólinn svo til.
Forðizt að hefja samræður áður
en matseðillinn hefur verið ræddur.
Kaveleri yðar og þjónninn geta
báðir fyllazt gremju, ef ekki er hægt
að ganga frá matarpöntuninni vegna
þess að þér getið ekki hætt að tala.
Geðþekkasta fyrirkomulagið er
það, að kavelerinn ræði við yður
og síðan tilkynni hann þjóninum
óskir ykkar beggja —• en látið það
ekki valda yður gremju, þótt ekki
sé farið að á þennan hátt. Ef að
frönsku-kunnátta yðar, ítölsku- eða
grísku-kunnátta, eða ég veit ekki
hvað, reynist yður haldlaus til
skilnings á matseðlinum, spyrjið
þá þjóninn hiklaust um óskiljanleg
atriði. Honum ber að geta frætt yð-
ur um allt sem skráð er á seðilinn.
Á sama hátt getið þér spurt vín-
veitingaþjóninn, hvaða vín tilheyri,
en þetta allt er fremur málefni
kavelerans.
Á meðan verið er að ganga frá
matseðlinum ættuð þér að taka af
yður hanzkana með fáguðum hreyf-
ingum og ákveða hvar þér leggið
þá frá yður ásamt handtöskunni.
Leggið þá ekki á borðið, vegna þess
að þeir gera það ósnyrtilegra, spilla
heildarsvip þess. Auk þess eigið þér
á hættu að matarblettir komi í þá.
Leggið þá ekki heldur á gólfið. Það
getur viljað svo til að þér þurfið
nauðsynlega að ná í'vasaklút yðar,
(ef að yður sækir hnerri. Og hvað
um kitlur í nefbroddinum?) og
hefði handtaska yðar þá ýtzt í ó-
gátu undir borðið, er ég hrædd um
að kaveleri yðar sæi yður skyndi-
lega hverfa úr augsýn og fara að
fálma undir borðinu.
Framhald á bls. 45.
Komin er út bók, sem einkum er ætluð kvenþjóSinni og heitir hún
Tízkubókin. í þessari bók er dregið saman ýmislegt, sem konum á
öllum aldri er hollt að vita. Nafn bókarinnar er villandi, því efni
bókarinnar er ekki fyrst og fremst um tízku, heldur hluti, sem allt-
af halda gildi sínu, hvað sem tízkunni líður. Enda heitir bókin á
frummálinu: In search of charm. Af því, sem tekið er til meðferð-
ar í bókinni, má nefna: Sanngjarnt sjálfsmat, kostir og vankantar.
Svipmót og fas, Framkoma. Að borða til að lifa. Sígilt vaxtarlag.
Andlitssnyrting, Klæðnaður, hreinlæti, röddin og hláturinn, hefðar-
hættir og hegðun, fyrsta atvinnan og eigin íbúð.
Hér er aðeins gripið niður í kafla um hegðun ogframkomu. Nánar
tiltekið heitir kaflinn: Að fara út með kavaleranum að kvöldi til
kvöldverðar í veitingahúsi
BANNAÐ
Til að slá botninn í þetta allt saman, kemur hér listi yfir SKILYRÐISLAUS BANNORÐ, og
ég er sannfærð um að þér gerið yður aldrei seka um neitt af þessu:
A6 boröa meó opnar varir.
Að fá sér annan munnbita áður en lokið er þeim,
sem fyrir er.
Að dreypa a glasi áður en munnbita er kingt.
Að láta heyrast nokkurt hljóð, þegar drukkið er.
Að láta heyrast of mikið, þegar borðað er.
Að taka mat af fatinu og stinga beina leið upp í
sig. (Það sem um er að ræða er smurt brauð, eða
kex og annað þess háttar.) Þetta getur virzt líkt
kindum á garði. einkum ef tveir eða þrír aðrir
eru að gera þetta samtímis yður. Auðvélt er að
forðast þetta, jafnvel í standandi „kokteil“-
veizlu, með því að bíða andartak, áður en farið
er að neyta þess, sem bouið var.
Að taka svo stóra munnbita, að þér getið elcki
svarað spumingum fáein vandrceða-andartök.
Að raða réttunum allt í kringum disk yðar, í
stað þess að fœi'a þá frá yður eða rétta þá áfram,
þegar er þér hafið tekið af þeim.
Að tala um veikindi, matarœði eða tannviðgei'ðir
yfir máltíð.
Að láta teskeiö standa kyrra í bolla, eftir að
hafa hrœri í.
AÖ láta heyrast skrap-hljóð, er þér hrærið syk-
urmolum i bolia.
Að borða eitthvað af hnífsblaðinu. (Að visu
er leyfð cin undantekning á einstöku stöðum —
ef um það er að ræða að færa ostsneið að
vörum sér á hnífsblaðmu, en varirnar snerta
þá ekki hnífsblaðið raunverulega, þótt þær
nemi ostsyieiöina af þvi).
Að strá salti eða sykri yfir matimi á diski yðar, Að s^iyi'ta sig, gi'eiða sér, eða stanga úr tönnum
beint af skeiðinni úr viðkomandi krús. Þetta má við matborðið eða á almannafæri. Réttilega
forðast með því að setja þann smá-skammt, sem eigið þér að bíða, þangað tii þér komist í
þér takið, á barminn á diski yðar, og skita skeið- snyrtiherbergi, og sinrw þá þessum atriðum.
inni á sinn stað í krúsinni, Auðvitað kemur þetta (Reyndar þekkist það sumsstaðar að stangað
ekki til álita, þar sem borið er frarn í krús með sé úr tönnum með tannstönglum, sem lagðir
dreifara. eru til).
VIKAN 46. tbl. —