Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 3

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 3
Útgefandi Hilmir h. í. Ritstjóri: , Gisli Sigrurðsson (ábm.). Auglýsingastjóri: Jóna Sigurjónsdóttir. Blaðamenn: Guðmundur Karisson og Sigurður Hreiðar. Útlitstcikning: Snorri Friðriksson. Ritstjóm og auglýsingar: Skipholt 33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreiling, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð I lausasölu kr. 20. Áskriftarverð er 250 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h. f. Mynda- mót: Rafgraf h. f. í NÆSTA BLAÐI HJÁ PÁLI í ÍSÓLFSSKÁLA. VIKAN heimsækir Pál ísólfsson í ísólfsskála á Stokkseyri. ÍBENIIOLTSREKK JAN. Skemmtileg smásaga um gamalt og sér- kennilegt rúm. FUGLARNIR. Þriðji og síðasti hluti þessarar einstæðu sögu eftir Daphne de Maurier, sem Hitchcock hefur gert samnefnda kvikmynd eftir. SETIÐ YFIR SÁLARSTRÍÐI. S. H. skrifar hugleiðingar um prófyfirsetu. í HEIMSÓKN IIJÁ OLEG CASSINI. Rúna Brynjólfs ræðir við tízkukonung New York. UNGT FÓLK Á UPPLEIÐ. VIKAN kynnir þrjá unga athafnamenn. Framhaldssögurnar TILHUGALÍF og HVAÐ KOM FYRIR BABY JANE? Ilúmor, kross- gáta, stjörnuspá og margt fleira. í ÞESSARI Vmil Gaddavír og njóli á ströndinni góðu. Þetta er fyrsta greinin um ferðamannastaði í nágrenni Reykjavíkur, og fjallar hún um Laugar- vatn, en fáir staðir hafa jafn mikið af ágætum frá náttúrunnar hendi. Enn er sá staður ónuminn að mestu, en hér er bent á ýmislegt, sem hlýtur að koma á Laugarvatni áður en langt um líður. Ilt með Ueim útvalda I»að hefur stundum verið kvartað yfir því af þeim, sem telja sig kunna mannasiði, að við séum enn reikul í ráði í framkomu og fögrum siðum. Nú er komin út bók, sem einkum er ætluð ungum stúlkum — líklega þó ekki vegna þess að þær séu taldar á tæpari stigu, hvað þetta snertir en hið sterkara kynið. En þar eru ýmis hollræði um framkomu, mcðal annars kafli um það, hvernig ber að haga sér, þegar farið er út með þeim útvalda. Það er gripið niður í þennan kafla hér. Lágspenna - Lífshætta. Um þetta leyti kemur út bók eftir Guðinund Karlsson, blaðamann VIKUNNAR, og nefnist hún í björtu báli. Og það er ekki að ftirða, því Guðmundur var slökkviliðsmaður, áður en hann komst að því, að hann gæti skrifað, og gerðist blaðamaður. í björtu báli fjallar um eldsvoðann mikla í Reykjavík 1915 og kemur víða við. Þeir amerísku módel 1964. Þeir eru bæði freistandi og dýrir, sterklegir og elegant í senn, því amerískir vita sannarlega hvað þeir syngja í bílasmíði. Nú eru nýju módelin mjög á dagskrá, betri og fegurri en nokkru sinni áður og við segjum frá þeim helztu í máli og myndum. CADOÍ D A U Nú hafa bílaverksmiðjurnar og bílaumboðin um allan | U II O I li M R heim hafið sitt árlega kapphiaup um hylli viðskipta- vina. 1964 módelin eru þegar komin í umferð, enda þótt aðcins sárafáar gerðir hafi enn sézt hér. Það þarf auðvitað varla að taka það fram, að nýju bílarnir eru búnir rneiri tæknilegum ágætum en nokkru sinni fyrr. Við tökum hér fyrir amerísku bílana og segjum frá þeim inni í blaðinu. VIKAN 46. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.