Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 14
Norðurhlið hússins, séð af Þinghólsbrautinni. Framhlið hússins séð neðan úr fjörunni. Lautin, sem verður á miðri myndinni er gamalt bátanaust. Séð inn í baðherbergið. Handlaugin og baðkcrið eru ljósgul en japönsk mosaik frá lofti og niður í gólf. Það er ekki ýkja langt síðan Vikan fór í leiðangur og lét taka myndir af nokkrum einbýlishúsum, sem fyrir ýmissa hluta sakir virtust vera fremur til fyrir- myndar. Þá rann það upp fyrir okkur við þessa athugun, að ótrúlega lítið var af slíkum húsum í Reykjavík. Við vorum á höttunum eftir þokkalegum einbýlishúsum, helzt á einni hæð. En þau voru sann- arlega ekki út um allt í Reykjavík. f Laugarásnum er að vísu hverfi einbýlishúsa, en það eru flest afar stór hús og á tveimur hæðum. Smáíbúðahverfið er yfirleitt þannig, að ekki er líklegt, að neinn telji það til fyrirmyndar eða einstök hús í því. Inni í Vog- um eru nokkur sæmileg einbýlishús, en ótrúlega fá samt miðað við allt það svæði. Og þá eru ekki mörg hverfi einbýlishúsa eftir. Við birtum nýlega mynd af húsi í Brekkugerði og það er víst nálega eina einbýlishúsagatan, sem risið hefur á síðustu árum. En nú vildum við helzt sýna eitthvað á einni hæð, svo Brekkugerði var úr leik. Uti á Seltjarnarnesi voru nokkur sæmileg hús, sömuleiðis í Skerjafirði (nokkur stórglæsileg hús) Framhald á bls. 47. flús í KÚPflVOCI > 14 VXKAN 46. tbl. Séð úr borðkróknum niður í stofuna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.