Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 10
jq _ VIKAN 46. tbl.
Heilbrigð skynsemi, tillitssemi við aðra, og
viss skerfur af vandfýsni eru traustir hornstein-
ar vandaðrar framkomu hvar sem er. Að auki
hafa samkvæmisvenjur mótað á árum og öld-
um ógrynni af „ómissandi“ og „óhafandi". Þar
sem fjöldi góðra bóka um þetta efni hafa ver-
ið skrifaðar og ná yfir allt frá hegðun við
skírnarathöfn fram til úfararsiða, mun ég aðeins
í þessum þætti reyna að setja fram almennar
leiðbeiningar varðandi hversdagslega atburði.
Veljið litia, svarta kjólinn, (eða eitthvað í
þeim stíl) sem gengur allsstaðar (ef ekki er
um að ræða kvöldboð, þar sem fullkominn sam-
kvæmisklæðnaður á við). Ef þér þurfið að vera
í þessum kjól að deginum, þá gætuð þér haft
einhverja smekklega skartgripi og „aukaatriði",
sem þér gripuð til um kvöldið.
BTMEB
þeim mm
Lítli, nett handtaska með
allra nauðsynlegustu snyrti-
vörum og peningum, er a!lt
sem þér þarfnizt. Stór hand-
taska full af snyrtivör-
um, persónulegum skilríkj-
um, sendibréfum, miklu af
peningum o.s.frv., er ekki að-
eins óviðeigandi, heldur veld-
ur hún yður einnig áhyggjum,
ef þér þurfið að skilja hana
við yður, til dæmis ef yður
gefst tækifæri til að dansa.
Forðizt að hafa meðferðis inn-
kaupatösku, böggla eða bréf-
poka. Burtséð frá því að
þetta spillir útiliti yðar (en
þér eigið að sjálfsögðu að
vera leiftrandi og laus og lið-
ug), gæti farið svo að kavel-
erinn liti á yður rétt í svip
og styndi í hljóði, þegar hann
sæi að hans hlutverk yrði það
sama og burðarjálksins.
Æskilegast er að kavelerinn
sæki yður heim til yðar. En
þar sem það er oft óhagkvæmt
nú á dögum, ættuð þér að á-
kveða að mæta honum á
vinnustað yðar, við leikhús
eða kvikmyndahús, á veitinga-
húsi eða í anddyri gistihúss,
eða jafnvel í kaffistofu, sem
þið kunnið að þekkja bæði.
Forðizt að ákveða að mæta
honum á götuhorni eða á um-
ferðarmiðstöð. Mætið sjálf
einni eða tveim mínútum of
seint (alls ekki fimm mínút-
um of seint), því að skemmti-
legast er að kavelerinn sé
mættur á undan og bíði yðar,
og hann verður gjarnan sár