Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 8

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 8
Gadcflavír • • • • Og nfóli skírast við laugina helgu, ó- snortin, grýtt og eyðileg. Kring- um hverinn eru myndarlegar gaddavírsgirðingar og njóli. Austar eru brotnir bakkar og grýttir, lítil bryggja og nokkrir bátar. Tjaldstæðið austan við Laugarvatn hefur orðið illa úti af völdum skriðunnar, sem losnaði úr hlíðinni fyrir skömmu. Auk þess færist byggðin austur á bóginn og hefur þrengt að því. Það má heita úr sögunni. Ég kom líka að Laugarvatni á sunnudegi snemma í september, en þá var ekki hægt að fá benzín þar og sölubúð Kaupfé- lags Árnesinga var lokuð. Þrátt fyrir staksteina, njóla og gaddavír var yndislegt niðri á strönd vatnsins. Laugardals- fjöllin stóðu á höfði austur á vatnsfletinum og gufan steig ró- lega upp frá hvernum. Það var slangur af ferðafólki á stjái, en það var dálítið eirðarlaust í fasi, líkt og það hefði ekki nóg við að vera. Strönd Laugarvatns gæti orð- ið íslenzk ferðamannaparadís. Hún bíður aðeins dugandi handa framsýnna og fjáðra aðila. Það getur hver glópur séð:, hvað það er hróplega lítið gert fyrir þann stað. Síðan vegur kom um Laugarvatnsvelli, hefur umferð ferðafólks stóraukizt á Laugar- vatni. Það er mátulegur sunnu- dagsakstur þangað úr Reykjavík. Mátulegt að fara þangað eftir hádegið og fá sér eftirmiðdags- kaffi. Það er heldur engin á- stæða til þess, að ferðamanna- straumur að Laugarvatni sé bundinn við tvo eða þrjá mán- uði ársins. Með því að halda réttilega á spilunum, mætti hafa talsverðan ferðamannastraum á Laugarvatni allt árið um kring. Sumum þætti það ef til vill ekki æskilegt meðan verið er að troða fróðleik í unglinga; það kynni að trufla þá. En mannfjöldinn á Laugarvatni um skólatímann er nú orðinn slíkur, að vandséð er að frekari truflun geti orðið. Það er oft talað um það sem Eitthvað á þessa leið gæti strönd Laugarvatns litið út, þegar búið er að ryðja burt gömlu kofunum, sem þar standa og byggja upp að nýju. Lengst til hægrl er gildaskáli, byggður að nokkru leytl á súlum út í vatnið. f miðið er ný bygging yfir gufubaðið, ásamt búningsklefum fyrir baðströndina, útlsundlaug og gufubað. Auk þess skjólgott sólbaðsdekk. Volga vatnið er lokað inni uppi við ströndina. Byggingin Iengst til vinstri er fyr- ir alls konar innanhússsport, svo sem badminton, tennis og bow- llng. Lengra til vinstri frá húsinu: Úti-tennisvellir og mini golf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.