Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 41
„Krakkinn hljóp inn,“ sagði bóndinn. „Kpnan þín var að bú- ast við henni. Jæja, hvernig lízt þér á þetta? Þeir segja inni í borginni, að Rússarnir hafi kom- ið þessu af stað. Þeir eiga að hafa eitrað fyrir fuglana í Rúss- landi.“ „Hvernig gátu þeir gert það?“ spurði Nat. „Spurðu mig ekki. Þú veizt hvernig sögur komast á kreik. Ætlarðu að koma með okkur á veiðar?“ „Nei, ég ætla heim. Konan verður annars áhyggjufull.“ „Konan mín segir, að ef það væri nú hægt að borða þessa máva, væri eitthvert vit í þessu,“ sagði Mr. Trigg. „Þá mundum við hafa steikta máva, bakaða máva og súrsaða máva í öll mál. Bíddu bara þar til þeir fá að finna fyrir skotunum mínum. Það hræðir þá áreiðanlega." „Hefurðu sett hlera fyrir gluggana hjá ykkur?“ spurði Nat. „Nei. Tóm vitleysa. Þeir hafa gaman af að hræða ykkur í út- varpinu. Ég hef haft annað að gera í dag en að dútla við að negla fyrir gluggana." „Ég mundi nú gera það, ef ég væri í þínum sporum. Gera það strax.“ „Þvæla. Þú ert alveg ringlað- ur. Viltu koma út eftir til okk- ar og sofa þar?“ „Nei, en þakka samt gott boð.“ „Allt í lagi. Sé þig á morgun. Þú færð mávana í morgunverð." Bóndinn glotti og ók á brott. Nat flýtti sér áfram. Fram hjá litla skóginum, fram hjá gömlu hlöðunni og svo meðfram girð- reyndi að skýla höfðinu með handleggjunum og hljóp heim að húsinu. Þeir héldu áfram að ráðast að honum, þögulir, og ekkert heyrðist nema vængja- slátturinn. Þessir hræðiiegu blaktandi vængir. Hann fann hvernig blæddi úr höndum, úln- liðum og hálsi. Hvert högg þess- ara stingandi nefja reif og tætti hold hans. Gæti hann aðeins haldið þeim frá augunum. Ekk- ert annað skipti máli. Hann varð að halda þeim frá augun- um. Þeir voru ekki enn búnir að læra að læsá sig í axlir manna, hvernig þeir ættu að rífa af þeim fötin, að steypa sér í hópum á höfuð þeirra og líkama. En með hverri steypu, hverri árás urðu þeir djarfari. Þeir hlífðu ekki sjálfum sér. Þegar þeir steyptu sér af fullum krafti og hittu ekki, skullu þeir á jörð- ina, særðir og brotnir. Nat spark- aði frá sér dauðum skrokkun- um á hlaupunum. Hann fann dyrnar; hann lamdi á þær með blóðugum hnefunum. Vegna gluggahleranna sást eng- in ljósglæta. Allt var dimmt. „Hleyptu mér inn,“ hrópaði hann, „þetta er Nat. Hleyptu mér inn.“ Hann kallaði eins hátt og hann gat, til þess að yfirgnæfa vængjaþytinn. Þá sá hann súiuna, tilbúna að steypa sér, beint fyrir ofan hann. Mávarnir sveimuðu, lyftu sér og flögruðu í burt. Aðeins súlan var kyrr. Ein einasta súla uppi yfir honum í loftinu. Vængirnir lögð- ust skyndilega að skrokknum. Hún féll eins og steinn. Nat öskraði, og hurðin opnaðist. Hann staulaðist inn fyrir þrösk- uldinn, og konan hans kastaði sér af öllu afli á hurðina. Þau heyrðu skellinn þegar súl- an hitti jörðina. Konan hans bjó um sár hans. ingunni yfir akrana. Þegar hann stökk yfir girðing- una heyrði hann vængjaþyt. Svartbakur steypti sér niður að honum, hitti ekki, sveigði á flug- inu og lyfti sér til þess að steypa sér á ný. Á sömu stundu höfðu sex, sjö, tólf svartbakar og siif- urmávar komið honum til að- stoðar. Nat fleygði hlújárninu. Það var til engra nota. Hann Barnaregnföl' frá verksmiðjunni ÍP Urvals galon-efm í ný|um og fallegum lifum. Allir saumar rafsoðnír og flíkin því algjörlega vatnsþétf. ólflíkin á eldri sem yngri Þau voru ekki djúp. Það voru aðallega handarbökin og úlnlið- irnir, sem voru blóðrisa. Hefði hann ekki verið með húfu, hefðu þeir komizt að höfðinu. Og súlan ... súlan hefði brotið höfuðskel- ina. Börnin voru auðvitað grát- andi. Þau höfðu séð föður sinn svona blóðugan. „Mér líður ágætlega núna,“ sagði hann. „Ég er ekki særður. Þetta eru bara svolitlar rispur. Farðu að leika við Johnny, Jill. Mamma ætlar að þvo blóðið.“ Hann hallaði aftur dyrunum að þvottaherberginu, svo að þau sæu það ekki. Konan hans var náföl. Hún fór að láta renna vatn í vaskinn. „Ég sá þá þarna uppi,“ hvísl- a(5i hún. „Þeir fóru að hópa sig um það leyti sem Jill kom með Mr. Trigg. Ég skellti hurðinni svo fast aftur, að hún skekktist. Það var þess vegna, sem ég gat ekki opnað strax þegar þú komst.“ „Það má þakka guði fyrir, að þeir biðu eftir mér. Jill hefði strax dottið. Það hefði ekki þurft nema einn fugl til þess.“ Þau héldu áfram að tala í hálfum hljóðum, svo að börnin yrðu ekki hrædd, meðan hún batt um hendur hans og háls. „Þeir eru að fljúga inn í land- ið,“ sagði hann, „þúsundir af þeim. Hrafnar, krákur, allt stærri fuglar. Ég sá þá frá bíla- stæðinu. Þeir eru á leið til borg- anna.“ „En hvað geta þeir gert, Nat?“ „Þeir ráðast á fólk. Alla úti á götunum. Svo leggjast þeir á gluggana og skorsteinana." „Hvers vegna gera yfirvöldin ekkert? Hvers vegna kveðja þau ekki herinn á vettvang, setja í gang fallbyssur, eða eitthvað?" VIKAN 46. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.