Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 18
FRAMHALDSSAGAN EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON „Þér getið ekki ráðizt á ókunn- ugt fólk á þennan hátt — og nú skuluð þér segja erindi yðar“. „Þessar kvensniftir, sem með yður eru“, hvæsti konan, „hafa tælt frá mér manninn, sem mér þykir vænt um, og þér eruð í slagtogi með þeim. Hvar er hann? Ég vil fá að tala við hann strax!“ „Ef þér eruð með nokkurn upp- steit“, sagði kaupsýslumaðurinn og herti á takinu um handlegg konunnar. „þá verð ég bara að binda yður og svo getið þér leg- ið hérna í grasbrekkunni þang- að til ró hefur fallið á yður — hvernig líst yður á það?“ „Það skuluð þér bara gera af þér borið“! sagði kvenmað- urinn. Sigtryggur Háfells fékk með naumindum vikið sér undan sparki, sem var beint að mjög viðkvæmum stað á líkama hans, og eitt andartak kom á andlit hans vandræðasvipur. Hann sá útundan sér að ókunnur maður, mikilli rumur og sterklegur, stefndi í átt til þeirra og var heldur ófrýnilegur. Honum varð því fyrir að hrópa á Árna bíl- stjóra sinn og Berg garðyrkju- mann. Komu þeir að vörmu spori, á náttfötunum, og spurðu hvað á gengi. Ekki þurftu þeir að bíða svars, því að í sama bili réðist bílstjóri aðkomukonunnar á kaupsýslu- manninn með óbótaskömmum, spurði hvort hann hefði í hyggju að misþyrma frúnni, og kvað sér að mæta, ef út í slíkt væri farið. „Haldið þið kvenmanninum meðan ég afgreiði þennan ná- unga“, mælti kaupsýslumaðurinn, og rétti um leið rauminum allra laglegasta kjaftshögg. Riðaði hann við, en náði sér þegar og rauk í Sigtrygg. Slógust þeir nú um hríð og mátti ekki á milli s.iá hvor betur hefði. er loks kom kaupsýslumaðurinn höggi á vanga hans, er dugði til svæf- ingar; féll hann við og var ó- vígur. „Fyrir þetta skaltu í tugthúsið, bölvað óhræsið þitt!“ sagði kon- an, en sjá mátti að henni hafði brugðið nokkuð. „Ætli við neyðumst ekki til að binda þau bæði?“ mælti SigtrygS'- ur Háfells, líkt og íhugandi. „Þetta er auðsjáanlega bandvit- laust fólk“. „Sleppið þið mér, ég skal vera góð“, sagði frúin, og var nú allt í einu orðin hin rólegasta. „Og ég skal fara strax ef þið bara látið mig hafa hann Herjólf". „Ja, það stendur nú svoleiðis á“, sagði kapsýslumaðurinn, „að Herjóufur B. Hanson er gestur minn í þessari ferð, og ég hef í hyggju að skila honum aftur til Reykjavíkur, samkvæmt áætlun okkar. En sé svo að hann vilji sjálfur endilega fara með yður, nú í nótt, þá skipti ég mér auð- vitað ekki af því“. „Ég fer ekki fet með henni!“ var hrópað úr tjaldinu. Sigtryggur Háfells yppti öxl- um. „Þarna sjáið þér frú“, sagði hann. Frúin andvarpaði þungan og settist niður í grasið. „Hvert er- uð þið eiginlega að fara?“ spurði .hún og nú var gráthljóð í rödd- inni. „Við erum á skemmtiferð", anzaði kaupsýslumaðurinn. „Það er alveg óráðið hvert við för- um“. Stúlkurnar höfðu nú einnig vaknað af ólátunum, og voru komnar út úr tjaldi sínu. Ó- kunna frúin gaut til þeirra aug- um og harðnaði svipur hennar þá í bili, en alt í einu brá hún höndum fyrir andlit sér og tók að gráta með sárum ekka. „Ég skil það svosem — að hann vilji heldur — ég er víst orðin of gömul — og hann er ekki mik- ils virði, satt er það — en ég get ekki að því gert — að mér þykir vænt um hann —. „Hún saug upp í nefið og reyndi að stöðva ekkann, en það gekk illa. „Þessar ungu og fallegu stúlkur geta fengið hvern sem þær vilja — þurfa þær endilega að taka hann frá mér?“ Lóa Dalberg kom nú til þeirra, og horfði andartak á konuna grátandi, en settist síðan við hlið hennar, tók um axlirnar á henni og hallaði höfði hennar að sér. „Svona, svona, hættu nú að gráta; við ætlurrí alls ekkert að taka hann Herra. Við erum bara að skemmta okkur svolítið með honum, skilurðu. Svo kemur hann aftur til þín, heyrðirðu það? Þér er meira að segja bara vel- komið að vera með okkur -— eða er það ekki Sigtryggur?" Kaupsýslumaðurin 'varð seinn til svars, hann starði undrandi augum á þessa björtu stúlku, er hann þóttist sjá enn eina nýja hlið á. Hún var rök í augum og blíðusvipur á andlitinu. — „Ha? — Jú, auðvitað — ef hún velkomin í selskapið — ef hún vill haga sér almennilega. Mér er satt að segja ekkert um það gefið að vera vakinn með sparki af oddhvassri skótá, svona um miðjar nætur. — Nú, jæja, ég er þá ekkert að fást um það. Sko, ef þér viljið frú, megið þér auðvitað slást í förina, náttúru- lega sem gestur minn“. „Já“, sagði Lóa Dalberg við frúna. „Hvað finnst yður um þetta, er það ekki alveg tilval- ið?“ svo leit hún til kaupsýslu- mannsins, og bros hennar gerði hann enn ringlaðri en hann áður var. „Þakka þér fyrir Sigtrygg- ur, þú ert — já, þú ert ágætur!“ „Andskotans vitleysa er þetta"! heyrðist sálfræðingurinn tauta úr tjalddyrunum. „Það er ég sannfærður um að þið eruð öll að verða kolbrjáluð!“ Raumurinn tók nú að ranka við sér. Hann blimskakkaði aug- unum upp á þá, sem í kringum hann voru, en reis síðan snögg- lega á fætur og ætlaði þegar að leggja í kaupsýslumanninn aft- ur. En frú Elísabet, því að sú var aðkomukonan, skipaði honum að halda sér í skefjum. „Sæktu tepp- in mín“, mælti hún ennfremur. „Þú getur sofið í bílnum, ég bý um mig hérna í brekkunni“ „Auðvitað verðurðu í tjaldinu hjá okkur“, sagði Lóa Dalberg. „Það er nóg pláss fyrir þig þar“. XXVI. Frú Guðríður Methúsalems- dóttir sat við borðið í kompu sinni, innar af búðinni, og var að spá Jóni Guðvaldasyni al- þingmanni. Hann var óvenjulega framlágur að þessu sinni, hafði fitnað nokkuð, og herðarnar vit- ust enn sloppnari en áður. Loðn- ar brúnir hans slúttu fram yfir lævís augun, er hann horði á spákonuna, en hún var venju fremur fáorð þennan dag. „Það er erfitt að ráða yður í þessu vandamáli", sagði hún loks. „Auðvitað megið þér vara yður á því að missa ekki þingmennsk- una, og að þetta samsæri yðar inn- an flokksins gæti ef til vill leitt til þess. Eins og þér segið virð- ast kommúnistar vera farnir að ráða miklu innan flokks yðar, og ef þeir uppgötva hvað þér hafizt að — nú jæja, þér vitið líklega sjálfur bezt hvað yður er óhætt“. Jón Guðvaldason gaut augun- um útundan sér, strauk skall- ann og brosti lítillega. „Ég hef nú ekki eingöngu talað við hægri mennina í flokknum, heldur einnig þá sem lengst eru til vinstri. Satt að segja hefur það hvarflað að mér, núna upp á síðkastið, að manni væri í raun- inni bezt borgið með því að fylgja þeim rauðu; það gæti vafa- laust veitt manni fljótari fram- gang — því að auðvitað setti maður í því tilfelli sín skilyrði. Úr því að maður er að hanga aft- an í þessum skröttum, því þá ekki að hafa eitthvað gott af þeim, ég meina persónulega? Sjáið þér nokkuð um það, Guð- ríður mín, hvernig mér myndi vegna ef ég tæki slíka stefnu?“ „Ekki líst mér vel á það, herra alþingismaður“, sagði spákonan. „Ég er hrædd um að þar mynd- uð þér eiga við menn sem lítt væri að treysta”. „O, ég er nú ekki fæddur í fyrramálið — maður hefur ver- ið í pólitíkinni upp undir tuttugu ár. Ég kynni að geta snúið snæld- unni þannig að — nú jæja, ekki er vert að segja of mikið“. „En hvað um hugsjón yðar, stefnu flokksins og félaganna, sem þér hafið stutt fram að þessu?1 spurði Guðríður Methús- alemsdóttir, og leit eilítið hvasst á þingmanninn. Brosið á vörum þingmannsins varð skolli seyrið- „Nú hugsjón og hugsjón", anzaði hann og dró seiminn. „f pólitík otar hver sín- um tota, það er gömul saga, og auðvitað myndu þessir félagar mínir, sem þér nefnduð, ekki hika við að svíkja mig, ef svo bæri undir, hafa reyndar oft gert það, bölvaðir. Og hvað ætli ég sé þá að súta með þá. Náttúr- lega er manni sárt um flokkinn, því er ekki að leyna, maður trúði einu sinni á þetta, trúir kannske einhverju af því enn, undir niðri, en þar fyrir vill maður ekki láta hlaupa með sig í gönur. Yður lízt sem sagt ekki á þetta?“ „Ég myndi fara varlega í yðar sporum, það er mikið af kross- jg — VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.