Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 43
„Þeim hefur ekki gefizt neinn tími til þess. Enginn var viðbú- inn. Við skulum heyra, hvað þeir hafa að segja í fréttunum, núna klukkan sex.“ Nat gekk aftur inn í eldhúsið og konan hans á eftir. Johnny var rólegur að leika sér á gólf- inu. Jill virtist áhyggjufull. ,,Ég heyri í fuglunum,“ sagði hún. „Hlustaðu, pabbi.“ Nat hlustaði. Kæfð hljóð komu frá gluggunum og dyrun- um. Vængir, sem strukust við veggina, krafs og nudd í tilraun til að komast inn. Hljóð margra líkama, sem nudduðust þétt saman, ið á giuggasyllunum. Oðru hverju heyrðist hlunkur eða skellur, þegar einhver fugl- inn hafði steypt sér óvarlega og fallið á jörðina. „Sumir þeirra drepa sig á þann hátt,“ hugsaði hann, ,,en ekki nógu margir. Það verða aldrei nógu margir.“ „Þetta er allt í lagi, Jill,“ sagði hann upphátt. „Ég hef neglt hlera fyrir gluggana, svo að fuglarnir komast ekki inn.“ Hann fór og gætti að glugg- unum. Verk hans var samvizku- samlega unnið. Hver glufa var lokuð. Hann ætlaði samt að vera alveg öruggur. Hann fann litla fleyga, úr gömlum dósum, sem hann festi meðfram hlerunum, til þess að styrkja festinguna. Höggin í hamrinum yfirgnæfðu hávaðann í fuglunum, þruskið og krafsið, og einnig það, sem hann vildi helzt ekki að konan og börnin heyrðu — en það var brothljóð í gleri. „Kveikið á útvarpinu,“ sagði hann, „við skulum hlusta á það.“ Það mundi líka yfirgnæfa þessi óhugnanlegu hljóð. Hann fór upp í svefnherbergin og .gekk betur frá samskeytunum þar. Nú gat hann heyrt í fugl- unum uppi á þaki, sargið frá klónum og þrusk og árekstra. Hann ákvað, að bezt væri fyr- ir þau að sofa í eldhúsinu, fara niður með dýnurnar og leggja þær á eldhúsgólfið. Hann ótt- aðist aðallega skorsteininn í svefnherbergjunum. Hlerarnir, sem hann hafði sett yfir opið, gátu gefið sig. í eldhúsinu mundu þau vera örugg vegna eldsins. Hann yrði að láta eins og þetta væri gert til gamans. Láta börnin halda, að þau væru að leika útilegu. Þó að svo illa færi, að fuglarnir kæmust nið- ur um svefnherbergisskorstein- ana, mundu líða margir klukku- tímar og jafnvel margir dagar áður en þeim tækist að brjóta hurðirnar. Fuglarnir mundu þá verða lokaðir inni í svefnher- bergjunum. Þeir gátu ekki gert neinum neitt þar. Þeir mundu kafna þar innilokaðir. Hann fór að bera dýnurnar niður. Konan hans horfði ótta- slegin á hann. Hún hélt að fugl- arnir hefðu þegar brotizt inn í svefnherbergin. „Þetta er allt í lagi,“ sagði hann glaðlega, „við skulum öll sofa hérna niðri í eldhúsinu í nótt. Það er hlýrra hér við eld- inn. Þá verðum við heldur ekki fyrir ónæði af þessum leiðinlegu höggum fuglanna á gluggunum." Hann lét börnin hjálpa sér við að færa til húsgögnin, og hann færði, með hjálp konunnar, eldhússkápinn fyrir gluggann. Hann fyllti alveg upp í hann. Það var aukið öryggi. Nú var hægt að leggja dýnurnar hlið við hlið þar sem skápurinn hafði staðið. „Við erum örugg hér,“ hugs- aði hann. „Við höfum það nota- legt hér öll saman, eins og við séum í loftvarnabyrgi. Við get- um hafst hér lengi við. Það er aðeins maturinn, sem ég hef áhyggjur af. Maturinn og eldi- viður. Við eigum nóg til tveggja eða þriggja daga, ekki meira. En þá ... Það þýddi ekkert að reyna að hugsa það langt fram í tímann. Þeir mundu líka gefa einhverj- ar ráðleggingar í gegnum út- varpið. Fólki yrði sagt, hvað það ætti að gera. Nú fyrst tók hann eftir því, að í útvarpinu voru bara danslög, ekki barna- tími, eins og átti að vera á þess- um tíma. Hann leit á bylgju- lengdina. Jú, þetta var aðalstöð- in. Danslög. Hann fór yfir á stöðina, sem útvarpar léttu efni. Hann gat getið sér til ástæðuna. Venjulegri dagskrá hafði verið aflýst. Það kom aðeins fyrir í neyðarástandi, eða þegar eitt- hvað alveg sérstakt var á ferð- um, eins og kosningar og því- líkt. Hann reyndi að rifja upp fyrir sér, hvenær það hafði kom- ið fyrir í stríðinu, hvort það hafi verið í mestu loftárásunum á London. En þá mundi hann það. Útvarpsstöðin* var alls ekki í London á stríðstímunum. Það var útvarpað frá öðrum bráða- birgðastöðvum. „Við erum ör- uggari hér,“ hugsaði hann, „miklu öruggari hér í eldhúsinu, þar sem neglt er fyrir alla glugga, en inni í borgunum. Guði sé lof fyrir, að við eigum ekki heima í borg.“ Klukkan sex var hætt að út- varpa. Timamerkið var gefið, og þótt hann ætti á hættu að börn- in yrðu hrædd, varð hann að hlusta á fréttirnar. Það varð stutt þögn eftir merkið og svo tók þulurinn til máls. Rödd hans var hátíðleg og alvarleg. Ólík því, sem hún hafði verið í há- deginu. „Þetta er London," sagði hann. „Algjöru neyðarástandi var lýst yfir klukkan fjögur í dag. Ráð- stafanir hafa verið gerðar til þess að bjarga lífi og eignum borgaranna, en fólk er beðið að sýna skilning á því, að þær geta ekki komið samstundis til fram- kvæmda, eða haft tilætluð áhrif strax, vegna þess hve óvænt og uosmceður um 'an Hv99naí . . 0ð raun um, ottt hota k° _r sío að n°w að Mneini en ®kker' °nEn°ðþvÞottavéV>na. - CiOZONE i p sem 8é(. CLOZONE er þvouae ^ ^ sraWega er <ro poð hefur út því í Þ^°''0 ,eg óhrif ð þvoUa- hvorW skaðvœrfeg ^ WoW vinduna ne nel__ þoð sem þvouavélarinna' lnn verð- mes' er Utn og bfcefaliegr' en ur hreinni og nokkru sinni tyn- > FÆST ALLSTAÐAR Heildsölubirgðir: Eggert Kristjánsson & Co. h.f. VIKAN 46. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.