Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 4

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 4
illwiettt brjóstahöld og mjaðmabelti f fjölbreyttu úrvali. vörur eru þekktar um allan heim fyrir gæði. Vandræðamaður... Kæra Vika. Þú sem gefur svo mörgum góð ráð, hálpaðu mér í vandamáli sem hefur valdið mér miklum heilabrotum síðustu mánuði. Svo er mál með vexti að í vetur sem leið varð ég hrifin af manni, sem kom til landsins eftir að hann hafði dvalið mörg ár er- lendis í siglingum um öll heims- ins höf og borgir og býli. Þessi maður sagði mér ævintýralegar sögur af ferðum sínum og gylti fyrir mér sögur af ævintýraleg- um frama sínum og þeim lúxus sem hann lifði við sem yfirmað- ur á stærðar farþegaskipum. Þessi maður tjáði mér að hann elskaði mig og bauð mér að taka mig með sér út til hinna miklu ævintýra, ég yrði gestur hans á stóru skipi þar sem hann væri yfirmaður og hefði heila íbúð. Þar sem maður þessi hafði verið lengi erlendis talaði hann hálf barnalega og mátulega bjag- aða íslenzku og var það til að slá ennþá meiri ljóma á hann og tilveru þá sem hann lifði í. Ég varð bergnuminn af öllu þessu og ekki sízt hans barna- legu og heitu ástarjátningum sem hann lét mér í té. En nú hefur mér fyrir löngu orðið ljóst, að ég varð ekki hrifinn af mann- inum, heldur ævintýraljómanum sem um hann lék og sé nú að þessi maður hefur ekkert það við sig sem ég gæti hrifizt af. Hrifning mín dvínaði þegar ég komst að því að ástarjátningar hans og sögur voru bara meðal sem hann notaði til að koma sér í mjúkinn hjá konum yfirleitt og engin meining lá á bak við. En nú hefi ég komizt að því að þessi maður fór út á land og lék þessa sömiu brellu og ástarsen- ur fyrir fleiri en mig með þeim afleiðingum að trúlofuð stúlka lét gabbast og var nserri búin að eyðileggja líf sitt og kærast- ans en áttaði sig eftir að mað- ur þessi fór úr landi og kærasti hennar hafði komizt að sannleik- anum um allt og fyrirgefið henni- En verst er að ég fékk vitneskju um það fyrir nokkrum mánuðum að gift kona hafi orðið fyrir þessu sama og við fleiri. Þessi gifta kona var ein heima, maður hennar fjarverandi um nokkurra mánaða tíma og hún mun hafa blekkzt á sama hátt og ég. Þessi kona er mér ekkert kunnug en ég hefi aflað mér þeirrar vit- neskju að ævintýramaðurinn umgetni varð til þess að konan skildi við mann sinn og lifir sjálfsagt í þeirri von að hún muni nú loks hafa kynnzt ævin- týraprinsinsum sem muni bera hana á örmum sér út um víða veröld og þar lifi hún í ást og unaði þess manns sem elski hana eina og allar konur séu reykur einn í samanburði við hana sjálfa, þetta var það sem ég heyrði svo oft af vörum „prins- ins“. En nú er spurningin sem ég vildi að þú gæfir mér góð ráð um. Ég þekki þessa giftu konu ekki neitt en veit livar hún á heima, einnig veit ég að upp- lýsingar mínar um hegðun ,,aev- intýraprinsins,‘ eru réttar. Á ég að skrifa þessari giftu konu og segja henni allan sannleikann og með því kannski bjarga hjónabandi hennar og manns hennar (þau eiga börn), eða á ég að þegja og láta mér þetta óviðkomandi. Ein sem hefur hugsað mikið í marga mánuði. --------Ekki veit ég fyrir víst, hvort umhyggja þín fyrir giftu konunni stafar af því, að þú vilj- ir forða henni frá illum örlögum, eða hvort þar er undirmeðvitund- in að verki með hugsanir, sem við köllum vondar og reynum að bæla niður, hvernig sem það nú tekst. En ég held, að þú ætt- ir fyrir alla muni að leyfa fólki, sem þú ekki þekkir, að smíða sína eigin gæfu. Jafnvel þótt ráð séu gefin í beztu meiningu, er fólkið svo undarlega gert, að það vill oftar hafa sína villu, en ráð annarra- Annars er ekki hægt að gefa óbrigðult ráð í svona vandamálum. Réttlæti... ? Kæri Póstur. Mig langar til að spyrja þig álits á einu. Ég var á Siglufirði í sumar og horfði á knattspyrnu- leik milli heimamanna og Þrótt- ar úr Reykjavík. Heimamenn unnu leikinn með 5 mörkum gegn 2. En heimamenn léku með einn þriðjaflokksmann, sem auð- viðað var ólöglegt, svo Þróttarar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.