Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 47
,,Ég veit svei mér ekki, af
hverju hún kemur, en vond er
hún“.
,,Þetta er alveg drepandi fjári.
Það minnir mig á sviðið kjöt
og skinn. Ef ég væri ekki viss
um að enginn hefði brunnið
þarna inni... Það verður að
ganga frá þessu, Bjössi minn.
Þú ættir nú að athuga það fyr-
ir mig“.
,,Það er sjálfsagt að gera það.
Líklega eru þetta hálfbrunnar
leifar úr kjötverzluninni, kjöt,
gærur og svoleiðis, —- en ég
skal fara og reyna að drepa í
því“.
„Ágætt! Þakka þér fyrir. Taktu
með þér einhvern mann til
aðstoðar*'.
Og Sigurbjörn valdi traustan
og góðan mann til að fara með
sér, tók létta slöngu, og þeir
skriðu inn um gluggann.
Kjallarinn var fullur af svælu
og reyk, — og þessari drepandi
fýlu, sem smaug inn um nasa-
holurnar og erti fínustu taugarn-
ar allt inn í heila, svo að mönn-
um lá við uppköstum. Þeir urðu
að skríða á maganum í myrkrinu
framhjá húlfföllnum veggjum,
henda frá sér spýtum og alls-
konar braki og kafa í slím og
for.
Fýluna ferlegu lagði úr ein-
hverju, sem var að brenna í
næstu kompu fyrir innan. Þeir
urðu að klifra yfir moldarhaug
á gólfinu og fikra sig yfir kola-
bing, áður en þeir koimust loks
að gati á veggnum og gátu far-
ið að pusa vatninu á lyktarupp-
sprettuna, sem þeir raunar aldrei
vissu hver var, en giskuðu á að
væri kjöt og annar varningur
úr verzluninni, skinn, gærur og
fleira.
Þarna lágu þeir langa stund
hálfdauðir í fýlu og reyk og létu
bununa ganga inn um opið á
veggnum, en lítið virtist fýlan
minnka. Loks kom samt að því
að félagi Sigurbjörns hafði feng-
ið nóg af ævintýrinu, og stakk
upp á því, að þeir færu að koma
sér út.
„Við skulum reyna að drepa
þennan fjanda“, sagði Sigur-
björn.
„Þetta er alveg ódrepandi.
Við skulum að minnsta kosti
koma okkur undir bert loft dá-
litla stund, og hvíla okkur, því
að hér inni er ekki hægt að
vera lengur“.
„Bíddu svolítið, ég held nú,
að þetta sé að koma“.
Og enn hélt hann áfram, en
lítið gekk.
„Ég er farinn. Ég stend ekki
í þessu lengur", sagði hinn.
„Jæja, við skulum fá okkur
friskt loft, Við getum þá farið
hingað aftur og gengið frá þessu
á eftir“, samþykkti Sigurbjörn
loks, og þeir fóru að skríða út
sömu leiðina og þeir komu.
Þeir komust að glugganum
óg þökkuðu sínum sæla, loks
þegar þeir komust í gott loft,
gátu fyllt lungun á nýjan leik
og losnað við ólyktina.
Sigurbjörn fór á eftir hinum
út um gluggann, og þeir gengu
svo nokkurn spöl frá rústinni,
til að sjá sig um.
Þeir voru ekki komnir nema
nokkra metra í burtu, þegar þeir
heyrðu ógurlegan skruðning fyr-
ir aítan sig. Jörðin hristist og
skalf, eins og jarðskjálfti hefði
gengið um bæinn, og fólk í ná-
grenninu kipptist við og leit ótta-
slegið til rústarinnar, sem þeir
voru nýbúnir að yfirgefa.
Þegar þeir litu við, sáu þeir
kolsvartan kolareyk liðast hátt
í loft upp, glæður og eimyrja
þeyttist í allar áttir, og spýtna-
brak sveif í loftinu yfir rúst-
inni, áður en það féll með braki
og bramli aftur til jarðar.
Kjallarinn var gersamlega
horfinn, eins og sprenging hefði
splundrað honum, — og veggur-
inn hvergi sjáanlegur. Hann
hafði hrundið ofan í rústina að-
eins augnaliki eftir að þeir
skriðu þaðan burt.
HÚS í KÓPAVOGI.
Framhald af bls. 15.
Kópavogi og Garðahreppi. Sem-
sagt: Það var alls staðar eitt-
hvað meira af þeim en í sjálfri
Reykjavík. Það gefur tilefni til
að halda, að borgarbúum sé ekki
gefin alltof mörg tækifæri til
bygginga á þessari mjög svo vin-
sælu gerð húsa.
Húsið, sem hér eru myndir af,
er við Þinghólsbraut í Kópavogi.
Þar eru nokkur mjög svo mynd-
arleg hús, enda er staðurinn ein-
hver sá fegursti sem byggt hefur
verið á í nágrenni Reykjavíkur.
Ströndinni hallar mátulega mik-
ið niður að sjónum þarna og
húsin standa ekki alltof nærri
sjónum.
Þeir Sigurður Reynir Péturs-
son og Agnar Gústafsson, lög-
menn, byggðu báðir einbýlishús
á þessum fagra stað, vestarlega
á strönd Kársnessins. Hús þeirra
eru nákvæmlega eins, enda
byggð eftir sömu teikningu Há-
kons Hertervig, arkitekts. Mynd-
irnar, sem hér fylgja með, eru
þó allar úr húsi Sigurðar Reynis.
Sökum hallans á landinu varð
að hafa kjallara undir húsinu.
Hann er að öllu leyti í kafi
aftantil, eins og kjallaraglugg-
ar bakhliðarinnar sýna. Hákoni
hefur tekizt mjög vel við skipu-
lagningu hússins, auk þess sem
hann hefur náð óvenjulega
margslungnu samspili ýmiskon-
ar flata innanhúss. Stofan er einu
þrepi lægri en hæðin að öðru
leyti. Hallinn á loftinu er ekki
klæddur af og þar eru digrir
trébitar, sem gefa henni sterkan
svip. Arinninn og grjóthleðslan í
kringum hann eru út af fyrir
sig merkileg fyrirmynd, hverjum
þeim, sem æskir að hafa slíkt
í stofunni. Grjótið er úr Drápu-
hlíðarfjalli brúnleitt og kopar-
litað og ótrúlega vel hlaðið. Það
er opið að nokkru leyti milli
eldhúss og stofu eða öllu heldur
milli borðkróks og stofu. Það gef-
ur húsinu talsvert aukna vídd og
tilbreytingu. Borðkrókurinn er
líka með hlöðnu grjóti á einn
veginn. Úr honum sést niður í
stofuna og út á fjörðinn. Að
ýmsu leyti er bezt að láta mynd-
irnar tala, sem greininni fylgja.
BABYJANE
Framhald af bls. 25.
ama sinn og byrjaði að raula
fyrir munni sér.
Ettwin stóð fyrir utan, hann
beið eftir því, að hún kæmi
og hleyjiti honum inn.
En hún gat ekki brölt á fætur,
nema með því að halla sér að
píanóinu og ná taki á píanó-
fætinum með báðum höndum.
Um leið og hún rétti úr sér, kom
yfir hana svo mikill svimi, að
hún varð að lialla sér að pía-
nóinu andartak og hvila höfuðið
á svölu, traustu loki þess. Þá
hringdi dyrabjallan ákaft aftur.
„Ég kem,“ tautaði hún. „Ég
er að koma.“
Hún reýndi að ná jafnvæginu
eftir bcztu getu, sneri þá til
dyranna, en um leið og luiu
tók fyrsta skrefið, virtist allt
herbergið taka snögga hreyf-
ingu aftur á bak, og nuinaði
minnstu, a§ hún dytti. Svo náði
hún aftur jafnvægi, néyddi
sjálfa' sig til að halda áfram og
þegar eitthvað rakst harkalega
á aðra öxl hennar, leit hún
við undrandi og sá, að það var
dyrastafurinn.
Hún greip dauðahaldi i dyra-
stafinn, sveiflaði sér til og leit
aftur inn i lierbergið og niður
á flöskuna, sem hún hafði skil-
ið eftir. Hún hugleiddi að fara
og sækja hana, en þá hringdi
dyrabjallan enn einu sinni, og
hún hætti við það. Hún snerist
aftur á hæli, ýtti sér fram á
ganginn og mcð þvi að halda
höndunum við báða veggi hans,
tókst henni að komast hjá því
að missa jafnvægið.
Allt i einu bráði af henni, og
þá minntist hún þess, að Edvvin
hafði sagt, að hann mundi koma
klukkan tvö. Svo langur tími'
var þá liðinn siðan . . . hún nam
staðar, og svo lagði hún liend-
urnar snögglega á bókaborðið
til að missa ekki jafnvægið. Síð-
an hvað? Hið dökka, dapurlega
atvik bærði aftur á sér djúpt
V I K AN 46. tbl. —