Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 33
II. Enn snerist jörðin, önnur kom tíð allt tók að breytast í skyndi, fólkið þráði nú fjölbýlið mest og festi ekki í sveitinni yndi. íbúðarhús stóðu auð og tóm engin hringing frá kirkjum um þessa örlaga þáttaskil við þenkjum, skrifum og yrkjum. Það var slegið og rakað í Sléttuhrepp slokað brennivín stundum á góðum stundum var hlegið hátt, svo höfðu þeir gaman af sprundum. Aðalvíkin var útræði mest oft sótt þangað í verið. Það næddi oft svalann við Nes og Rit og Nálina, oddhvassa skerið. Ég segi við ykkur sem enn eruð ung og áttuð þar fyrstu sporin, gleymið ekki ykkar gömlu sveit með gullnu töfrana á vorin. Hún kallar til ykkar að koma og sjá hvernig hún fer að starfa. Svo blessar hún kæru börnin sín sem bjóða henni hið trygga hjarta. Hún gaf okkur allt, sem hún átti bezt, indælu síðkvöldin hljóðu þau víkkuðu unglingsins vitundarsvið, vermdi þeim ellimóðu. Þó væri ekki á borðum kostuleg krás svo kom að börn urðu að mönnum, efldust að karlmennsku og athafnadug, íhygli og mannkostum sönnum. En urðu ekki straumslit í einhverri sál sem átti þar kærasta staðinn, og leitaði á vit hins viðsjála lífs: vélarskröltið og hraðinn? Það er ekki í ætt við þá innfjálgu ró, sem er yfir sveitabænum. Finnst ykkur þið eigið ítök þar enn í andrúmsloftinu og blænum? Þó íslenzkt mannlíf aldrei meir eignist þar hæli til dvalar, mun náttúran raula við sjálfa sig við sólina blærinn hjalar. Og fuglarnir syngja sín fjölskylduljóð, frelsinu hljómkviðu vanda. Háfjöllin standa heiðursvörð um helgidóm norðlægra stranda. ★ TILHUGALÍF. Framhald af bls. 19. og horfði í glaupnir sér. Hann hafði aðstoðað hana við afgreiðsl- una nokkra daga, en undi því ekki vel, þótt hann ræddi fátt um. Er þingmaðurinn hafði lokað á eftir sér, sagði Guðríður Methú- salemsdóttir: „Það er leiðinlegt að spá þessum manni, og auk þess borgar hann aldrei fyrir sig“. „Geturðu ekki farið að hætta þessu, mamma mín“ sagði Hann- es Sigurlinnason. „Mér skilst að þú sért orðin alveg nógu rík og getir lifað eins og þig lystir hér eftir“. „Ég rík?“ Spákonan horfði for- viða á son sinn, en eftir andar- tak urðu augu hennar fjarræn, eins og hún sæi hann ekki og hefði gleymt hvar hún var stödd. Rík? - hún rík? Ja, honum Sigurlinna hefði sjálfsagt þótt það meira en lítill auður sem hún átti orðið á banka — vitaskuld gat hún framfleitt lífinu af því, það gömul yrði hún sjálfsagt ekki. En rík —? „Ég er búinn að fá vinnu við höfnina, mamma", sagði Hannes, og varð um leið niðurlútur, eins og hann byggist við að hún myndi snupra hann. „Ha?“ Guðríður Methúsalems- dóttir vaknaði af leiðslu sinni og lét ósjálfrátt brúnir síga. „Við höfnina?‘‘, endurtók hún. „Nú — hvað ætlarðu að gera þar?“ „Bara að vinna á eyrinni, mamma mín“. Guðríður Methúsalemsdóttir laut höfði, brúnir hennar sigu og dökkur roði færðist í kinn- arnar. ,,Á eyrinni!“ hvíslaði hún milli samanbitanna tanna. Því næst gaut hún á son sinn hörðum augum, um stund leit út fyrir að hún ætlaði að berja hann. En svo linuðust drættirnir í andliti hennar, hún settist þunglamalega á stól, hneigði aftur höfuð sitt, og starði niður í gólfið, eins og hún sæi þar eitthvað furðulegt. „Og uppfinningarnar þínar — auðurinn — milljón dollara! Hvað er orðið af því öllu?“ mælti hún loks dapurri röddu. „Eintóm ímyndun, móðir góð. Reyndar var ég að bisa við upp- finningar, satt er það, ég hafði ákveðið að verða mikill maður til að þóknast þér. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um þig, og ég vildi ekki hryggja þig með því að verða ekki neitt, eins og þú kallaðir það. En þetta gekk ekk- ert hjá mér. Ég seldi bara eina uppfinningu, ósköp lítilsverðan hlut, og svo barðist ég áfram við sult og seiru, en það varð ekki neitt úr neinu hjá mér. Ég er ekki til þess skapaður að verða mikilmenni. Seinast sló útí fyrir mér — þá fór ég að skrifa þér um velgengni mína. Nú, og svo tóku þeir mig seinast, stóra hús- ið sem ég sendi þér mynd af, var geðveikrahæli. Ég náði mér aftur eftir tiltölulega stuttan tíma, og þá ákvað ég að fara heim og gera það sem mig hefur alltaf langað til: vera venjulegur maður og vinna venjuleg störf. Þú veizt ekki hvað það er gott, mamma mín, það er svo mikill fx-iður í því og öryggi. Mig lang- ar til að fá að búa hér í gamla herberginu mínu og vinna á eyr- inni, þá líður mér vel, þá er ég ánægður. Viltu nú ekki lofa mér að vera í friði, móðir mín; ég veit að þú vilt mér vel, en þú gerir mér bara illt með því að vilja gera mig að öðruvísi manni en ég er í raun og veru. Ég er lítill kall og vil vera það. Hrektu mig samt ekki frá þér, því að mér hefur alltaf þótt svo vænt um þig“. Langa stund var þögn, en loks reis spákonan á fætur með erf- iðismunum. Hún leit ekki á son sinn, en mælti hljóðlega: „Fyr- irgefðu mér, sonur minn, ég hef verið eigingjörn og vond móðir. En nú skal ég taka mig á — ég skal reyna að skilja þig og vera þér góð. -— Viltu vera svo vænn og passa búðina fyrir mig það sem eftir er dagsins?“ Er hann kinkaði kolli til sam- þykkis, brosti hún til hans og klappaði honum á vangann. Síð- an gekk hún linai’rreist út úr búðini og inn í steinbæinn. Hún settist í stól í stofunni og and- varpaði þungan. „Hann hefur víst rétt fyrir sér, drengurinn“, mælti hún lágróma. „En Guð hjálpi mér — á geðveikrahæli — vitlausraspítala! — og allt mér að kenna!“ Páfagaukurinn vaknaði á prik- inu sínu og kallaði hástöfum: „Caramba! Go straight to hell — enn getur þetta lagazt!“ „Þegiðu bölvaður asninn þinn“, sagði spákonan og reis á fætur. Hún hló gremjulega og tautaði fyrir munni sér: „Nei ó nei, úr þessu lagast víst fátt. En ég ætla nú samt að fara og heimsækja hana Jakobínu mína og drekka með henni kaffisopa“. XXVII. Ferðafólkið var á heimleið. Það hafði ekið víðsvegar um Austui’- land og skemmt sér hið bezta. Samkomulagið hafði yfirleitt ver- ið dágott, því að frú Elísabet reyndist, þegar til kom, hinn á- gætasti félagi. Hún var hrein og bein í orðum og framkomu, nokkuð hvatskeytleg, en hress og fyndin jafnan. Hún átti til að segja svo mergjaðar sögur, að karlmennirnir veltust um af hlátri, og Ása Sigurlinnadóttir blóðroðnaði. Lóa Dalberg hrósaði frúnni á hvert reipi: „Þetta lík- ar mér“, sagði hún oft og einatt. „Svona á fólk að vera, og það vildi ég að hún móðir mín líkt- Nivea inniheldur Eucerit — efni skylt húölitunni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea á andlitið að kveldi: Þá verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fullkomna raksturinn. N,Vf 4 VIKAN 46. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.