Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 31
jafn skæra. Reynió sjálf og sannfærizt OMO sparar þvottaefnið 0M0 er kröftugra en önnur þvottaefni, og þar sem þér notið minna magn, er OMO notadrýgra. Reynió sjálf og sannfærizt! hvitasta bvottinum! X'OMO IJJ/lC-«Ut um, sem hún hafði ákallað til að halda hlífiskildi yfir æskustöðv- um sínum, orti hún annað ljóð, sem ber heitið: Hvort var þá hlegið í Hamri? og er það engu síðra en hitt fyrra; það er sigur- ljóð að unnum sigri yfir heilli herdeild: Hvort var þá hlegið í Hamri? Herskipin stefndu að landi, ögrandi banvænum öldum íshafs, við norðlæg fjöll. Sá það Hallur í hamri. Heyrði það Atli í bergi. Yggldi sig lækur í lyngmó, leiftraði roði á mjöil. Leituðu skotmarks í landi langsæknir víkingar. Hugðust tækni tuttugustu aldar tefla við Atla og Hall. Margþættri morðvizku slungin menningin stórbrezlc og vestræn skyldi nú loksins logum leika um nes og fjall. Válega ýlfruðu vindar, veifaði Núpurinn éljum, öskraði brimrót við björgin boðandi víkingum feigð. Hljómaði hátt yfir storminn: Hér skal hver einasta þúfa varin, og aldrei um eiiífð ykkur til skotmarks leigð. Hertu þá seið í hamri heiðnir og fjölkynngi vanir. Bölþrungin blóðug hadda byltist úr djúpi og hló. Reykmekkir, rauðir af galdri, risu úr björgum til skýja. Níðrúnir gýgur í gljúfri grálynd á klettaspjöld dró. Hvort var þá hlegið á hamri? Hermenning stefndi frá landi óvíg gegn íslenzkri þoku, ófær að glettast við tröil. Ljómuðu bjargabrúnir, brostu þá sund og víkur, föðmuðust lyng og lækur logaði ósnortin mjöll. Hvílast nú Hallur og Atli. Hljótt er í bjargasölum. Enn er þó kurr í kyljum klettur ýfist við hrönn. Geyma skal sögn og saga sigur hornstrendskra vætta — íslenzkur hlátur í hamri hljóma í dagsins önn. Það varð dálítil þögn, og ég sat furðu lostinn og undraðist orðkyngi þessarar ástheitu al- múgakonu; stolt hennar og heift, lyndiseinkunnir válegra veðra og ísa, sem hún ann svo mjög. Og þarna sem ég sat, fannst mér að Hornstrandir hlytu að vera ákaflega dásamlegt hérað, að minnsta kosti er hægt að elska það ákaflega heitt. Og þama sem ég sat í sumar- rökkrinu um miðja nótt með þessum hjónum, sem einnig elsk- uðu sitt land svo heitt, þá var ég þess fullviss, að fsland verður alltaf ísland, meðan fólk eins og þetta er til. Og um það bil, þegar ég ætlaði að fara að fara að kveðja þetta fólk, kom Bjargey og las mér kvæði eftir manninn sinn, sem var of blind- ur til þess að geta lesið sjálfur. Þeirri stund er ekki hægt að gleyma, orð hennar liðu út í fjarska og blönduðust landinu, sem ég sá út um gluggann. Þau urðu hluti af landinu, og jafn- framt hluti af mér, íslendingi á mínu eigin landi: I. f þúsund ár var þraukað og barizt í þessarri afskekktu sveit. Ótalmargt mun þar orpið gleymsku sem enginn þekkir né veit. ellin gekk fyrir ætternisstapann æskan hlaut vonir og þrár sólin hækkaði og lækkaði á lofti svo liðu dagar og ár. Drepsóttir herjuðu, hallæri og nauð þó hélzt þarna byggð um aldir þó hafa eflaust þjarmað að þungbærir dagar og kaldir, ef til vill hefur það orðið til góðs, hve afskekktur var þessi staður. í höfðingjadeilum þeir hafa ekki lægt þær hræddist hver búlítill maður. Um svartadauða er sagnafátt samt verður öruggt að telja að hafi í kynstofninn höggvið skarð hin herskáa og grimmúðga helja og gleymskan breitt sína værðarvoð yfir válega atburði og sára en lífið vann sigur, það leyndist oss ei laugað af eldregni tára. Fjölgunarskilyrðin fórust ei, framhald.ið þarf ekki að efa. Ég horfi inn í kotin, hyggja skal grannt hlusta af djúpum sefa, en allt er svo fjarlægt og orpið dul engin gögn fyrir höndum, máske hefur ekkill úr Aðalvík hitt ekkju norður á Ströndum. Með áranna straumfalli í aldanna sæ, fóru umbótavonir að glæðast refsilög færðust í hóflegra horf, það var hækkandi dagsbrún að fæðast. Draugum og fornynjum dvínaði þrek þeir dunduðu í skotum og krókum lýðum fannst orðin leiðigjöm lexía úr galdrabókum. VIKAN 46. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.