Vikan


Vikan - 05.12.1963, Síða 69

Vikan - 05.12.1963, Síða 69
■ Skólavörðustíg k fáið þér fatnað vefnaðarvörur Komið fyrst til okkar m ÍÉá Takið eftir úrval leikfanga Búsáhöld skrautmunir tækifærisgjafir Denver. Lukkan var honum hag- stæð, hugsaði hann með sér. Simon spurði hæversklega: — Viljið þér ekki tylla yður hjá okkur? -—• Þökk fyrir, en ég er bú- inn að borða . . . Samt settist hann við borðið og sneri sér nú að Faith. — Eruð þér í ætt við Hamden- fjölskylduna á Vantock við Budock Vean? — Já, faðir minn býr á Van- tock, svaraði Faith glöð. -— Ég á heima þar líka, og við erum einmitt á leiðinni þangað núna. Þekkið þér staðinn? — Ekki nema lauslega. Ég hef oft verið í Cornwall, og einhver benti mér á þennan stað. Hann er ljómandi fallegur. — Hafið þér gaman af bú- skap? spurði Faith hæversklega. — Ég hugsa að ég kynni vel við að vera bóndi. Nú skellti Clare uppúr. -— Ma- son læknir hefir áhuga á öllu því, sem hann fæst ekki við þá stundina, sagði hún. — Gildir það líka um fólk? spurði Simon og leit af Mason á Clare. — Ég á við hvort yður litizt bezt á það kvenfólk, sem þér náið ekki til. Ralph svaraði með silkimjúk- um róm — og ekkert hinna gat verið í vafa um, að orðunum var beint til Clare: — í þeim efnum veit ég alltaf hvað ég vil, og ég fullvissa ykk- ur um, að þá hef ég mig allan við. — Ég skil, sagði Simon áber- andi kuldalega. Nú brosti Faith. — Mér finnst góð lyktin af vindlareyknum yðar, sagði hún við Mason lækni. Þetta virtist koma illa við Mason — hann var sem sé ekki að reykja þá stundina. En Faith hélt óhikað áfram: — Ég veit auðvitað að þér eruð ekki að reykja núna, en þér hafið reykt fyrir skömmu og ég finn lyktina ennþá. — Þetta kalla ég furðulegt ungfrú Hamden, sagði hann for- viða. — Ég hef meira að segja haft fataskipti síðan ég reykti síðasta vindilinn. — Og það sannar, að ekki er auðvelt að leika á blint fólk, sagði Faith hlæjandi. Clare varð litið til Simons og nú varð ískyggileg þögn. Það var Ralph Mason sem rauf hana. Hann fór að tala um, að óhugs- andi væri að nokkur manneskja reyndi að leika á blint fólk. — Nei, fólk hefur verið ein- staklega gott við mig, sagði Faith og varp öndinni. — Mér er nær að halda, að stundum sigli margt gott í kjölfar ógæfunnar. Dettur yður nokkurntíma Cornwall í hug, nú orðið, herra Mason? Eða að flytja þangað? — Já, svaraði hann samstund- is. •— Ég þarf meðeiganda í nýja fyrirtækið mitt, mann sem vill leggja fram helminginn. — Þetta á þá ekki að verða algert líknarfyrirtæki? sagði Simon og drakk út úr kaffiboll- anum. Ralph reyndi ekki að smokra sér hjá að svara. — Nei, svaraði hann. — En ég vil jafnframt gera eitthvað þarflegt við peningana. Ég hef mikinn áhuga á kjörum gamal- menna, og þó að ég ætli að láta fyrirtækið bera sig, er mér ekk- ert áhugamál að græða peninga á því. Ég hefði gaman að ræða þetta mál við mann, sem hefur jafn mikla reynslu og þér. Kannske við gætum hitzt ein- hverntíma og talað saman um þstta? Simon virtist dálítið hissa á þessu, en Mason hélt áfram: — Þér eruð svo yfirlætislaus, Denver læknir, sagði hann. — En fjölskylda yðar er fræg um allt Cornwall. Simon brosti við og sagði: - Vitanlega getum við hitzt, herra Mason, ef þér haldið að það hafi nokkra þýðingu. Clare horfði ígrundandi á hann. Simon Denver var ein- kennilegur maður, hugsaði hún með sér. Það er vandi að sjá hvert hann er að fara. — Þér megið til að koma og heimsækja okkur, Mason læknir, sagði Faith í hrifningu. — Vin- ir Clare eru vinir okkar, bætti hún við. Og það var auðséð að Ralph Mason líkaði vel hvernig málin skipuðst. Hann hafði ekki látið sér detta í hug, að þetta gengi svona greiðlega . . . — Þakka yður fyrir, sagði hann með hita í röddinni. — Það gleður mig að fá að koma til ykkar, en nú ætla ég ekki að trufla ykkur lengur. Vonandi verður ekki langt þangað til við sjáumst öll aftur . . . Og svo hvarf hann, og Simon leit á Clare og sagði með tals- verðri áherzlu: — Það var einkennilegt að hann skyldi koma hingað ein- mitt núna. Hún hnyklaði brúnirnar og var ekki laust við að hún yrði ergileg. Tónninn í orðum hans hafði verið þóttalegur. — Já, það er mikið af þess- háttar tilviljunum í lífinu, sagði hún. •—• Það er að minnsta kosti missiri síðan ég sá Mason síð- ast. Það kom á hana er hún sá augnaráð Denvers. Það var eins og honum stæði á sama um þetta og að honum kæmi þetta ekkert við og gilti einu hvort þessir samfundir hefðu verið tilviljun eða ekki. Clare roðnaði, varð sneypt og leið illa. — Hann virtist einstaklega viðfeldinn, sagði Faith glaðlega. — Mér fannst hann svo glaður. Framhald í næsta blaði. niðri LIVERPOOL Laugavegi 18a

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.