Vikan


Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 69

Vikan - 05.12.1963, Blaðsíða 69
■ Skólavörðustíg k fáið þér fatnað vefnaðarvörur Komið fyrst til okkar m ÍÉá Takið eftir úrval leikfanga Búsáhöld skrautmunir tækifærisgjafir Denver. Lukkan var honum hag- stæð, hugsaði hann með sér. Simon spurði hæversklega: — Viljið þér ekki tylla yður hjá okkur? -—• Þökk fyrir, en ég er bú- inn að borða . . . Samt settist hann við borðið og sneri sér nú að Faith. — Eruð þér í ætt við Hamden- fjölskylduna á Vantock við Budock Vean? — Já, faðir minn býr á Van- tock, svaraði Faith glöð. -— Ég á heima þar líka, og við erum einmitt á leiðinni þangað núna. Þekkið þér staðinn? — Ekki nema lauslega. Ég hef oft verið í Cornwall, og einhver benti mér á þennan stað. Hann er ljómandi fallegur. — Hafið þér gaman af bú- skap? spurði Faith hæversklega. — Ég hugsa að ég kynni vel við að vera bóndi. Nú skellti Clare uppúr. -— Ma- son læknir hefir áhuga á öllu því, sem hann fæst ekki við þá stundina, sagði hún. — Gildir það líka um fólk? spurði Simon og leit af Mason á Clare. — Ég á við hvort yður litizt bezt á það kvenfólk, sem þér náið ekki til. Ralph svaraði með silkimjúk- um róm — og ekkert hinna gat verið í vafa um, að orðunum var beint til Clare: — í þeim efnum veit ég alltaf hvað ég vil, og ég fullvissa ykk- ur um, að þá hef ég mig allan við. — Ég skil, sagði Simon áber- andi kuldalega. Nú brosti Faith. — Mér finnst góð lyktin af vindlareyknum yðar, sagði hún við Mason lækni. Þetta virtist koma illa við Mason — hann var sem sé ekki að reykja þá stundina. En Faith hélt óhikað áfram: — Ég veit auðvitað að þér eruð ekki að reykja núna, en þér hafið reykt fyrir skömmu og ég finn lyktina ennþá. — Þetta kalla ég furðulegt ungfrú Hamden, sagði hann for- viða. — Ég hef meira að segja haft fataskipti síðan ég reykti síðasta vindilinn. — Og það sannar, að ekki er auðvelt að leika á blint fólk, sagði Faith hlæjandi. Clare varð litið til Simons og nú varð ískyggileg þögn. Það var Ralph Mason sem rauf hana. Hann fór að tala um, að óhugs- andi væri að nokkur manneskja reyndi að leika á blint fólk. — Nei, fólk hefur verið ein- staklega gott við mig, sagði Faith og varp öndinni. — Mér er nær að halda, að stundum sigli margt gott í kjölfar ógæfunnar. Dettur yður nokkurntíma Cornwall í hug, nú orðið, herra Mason? Eða að flytja þangað? — Já, svaraði hann samstund- is. •— Ég þarf meðeiganda í nýja fyrirtækið mitt, mann sem vill leggja fram helminginn. — Þetta á þá ekki að verða algert líknarfyrirtæki? sagði Simon og drakk út úr kaffiboll- anum. Ralph reyndi ekki að smokra sér hjá að svara. — Nei, svaraði hann. — En ég vil jafnframt gera eitthvað þarflegt við peningana. Ég hef mikinn áhuga á kjörum gamal- menna, og þó að ég ætli að láta fyrirtækið bera sig, er mér ekk- ert áhugamál að græða peninga á því. Ég hefði gaman að ræða þetta mál við mann, sem hefur jafn mikla reynslu og þér. Kannske við gætum hitzt ein- hverntíma og talað saman um þstta? Simon virtist dálítið hissa á þessu, en Mason hélt áfram: — Þér eruð svo yfirlætislaus, Denver læknir, sagði hann. — En fjölskylda yðar er fræg um allt Cornwall. Simon brosti við og sagði: - Vitanlega getum við hitzt, herra Mason, ef þér haldið að það hafi nokkra þýðingu. Clare horfði ígrundandi á hann. Simon Denver var ein- kennilegur maður, hugsaði hún með sér. Það er vandi að sjá hvert hann er að fara. — Þér megið til að koma og heimsækja okkur, Mason læknir, sagði Faith í hrifningu. — Vin- ir Clare eru vinir okkar, bætti hún við. Og það var auðséð að Ralph Mason líkaði vel hvernig málin skipuðst. Hann hafði ekki látið sér detta í hug, að þetta gengi svona greiðlega . . . — Þakka yður fyrir, sagði hann með hita í röddinni. — Það gleður mig að fá að koma til ykkar, en nú ætla ég ekki að trufla ykkur lengur. Vonandi verður ekki langt þangað til við sjáumst öll aftur . . . Og svo hvarf hann, og Simon leit á Clare og sagði með tals- verðri áherzlu: — Það var einkennilegt að hann skyldi koma hingað ein- mitt núna. Hún hnyklaði brúnirnar og var ekki laust við að hún yrði ergileg. Tónninn í orðum hans hafði verið þóttalegur. — Já, það er mikið af þess- háttar tilviljunum í lífinu, sagði hún. •—• Það er að minnsta kosti missiri síðan ég sá Mason síð- ast. Það kom á hana er hún sá augnaráð Denvers. Það var eins og honum stæði á sama um þetta og að honum kæmi þetta ekkert við og gilti einu hvort þessir samfundir hefðu verið tilviljun eða ekki. Clare roðnaði, varð sneypt og leið illa. — Hann virtist einstaklega viðfeldinn, sagði Faith glaðlega. — Mér fannst hann svo glaður. Framhald í næsta blaði. niðri LIVERPOOL Laugavegi 18a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.