Vikan


Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 3

Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 3
Útgefaadi Hilmir h.f. Ritstjóri: Gísli Sigurósson <ábm.). Auglýsingastjóri: Gunuar Steindórsson. Blaffamenn: GuÓmundur Karlsson og Siguróur Hreiðar. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 25. Áskriftarverð er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h.f. Mynda- mót: Rafgraf h.f. VlSiAM í NÆSTA BLAÐI FJÖLSKYLDAN FER ÚT AÐ SKEMMTA SÉR. Myndafrásögn á fjórum síðum af einni af skemmtunum Hermanns Ragnars í Súlna- sal Hótel Sögu. Þriðji og síðasti hluti afmælisviðtals Matthías- ar Johannessen við Þórberg Þórðarson. FORMSINS VEGNA. Eins og allir vita er smávaagi^egt pappírsstúss í sambandi við íbúðakaup og skipti. Við segjum frá því, hvernig það gengur fyrir sig. UNNU FLOTANN ÓSIGRANDI — ÚR LANDI. Ein af hinum ótrúlegustu frásögnum um það þegar örfáir menn vinna heilan herskara. Sagan gerðist í borgarastyrjöldinni í Banda- ríkjunum. SÍÐAN SÍÐAST. Húmor cftir GK. ENDA SÉ ENGIN KONA í ÞEIM IIÓPUM. — Sjötti og síðasti hluti dagbókar Sigurðar Magnússonar frá Afríku. Hér segir hann frá því er svertingjarnir í gullnámunum í Jó- hannesarborg koma saman til að dansa á sunnudögum. FEGURÐARSAMKEPPNIN 1964. Fyrsta stúlkan í úrslitum 1964 birtist í næsta blaði, bæði inni í opnunni og á forsíðu blaðsins. Hún heitir Rósa Einarsdóttir og er úr Reykja- vík. Bílaprófun Vikunnar: MOSKVITS. I ÞESSARI YIKII: í stórborg 21. aldar Nokkrir hugmyndaríkir, franskir arkitektar hafa lagt plön að stórborg næstu aldar. Þá verða horgir að byggjast að jöfnu upp í loftið og niður í jörðina. Byggðir verða gífurlegir turnar, líkastir keilum í lögun og þeir verða sjálfstæðar horgir út af fyrir sig. í þægilegum yl eftir dauðann Annar hluti afmælisviðtals Matthíasar og Þórbergs. í þessum kafla ræða þeir m.a. um klám og klúryrði og það að ganga fr?.m af fólki. Þeir ræða líka um hómópata og endurholgun, ævisögur Gröndals og Jóns Indíafara, dómhörku í barnfaðernismáium, nýyrði og stíl. Cosa Nostra Oft hcfur verið talað um glæpamannaveldið I Chicago um 1930 en nú er fullyrt, að það sé engu minna. Samsvarin glæpamannahreyfing, Cosa Nostra, hefur ítök í flestölium fyrirtækjum borgarinnar og þeim megin er ekki tekið neinum vettlingatökum á á þeim sem hrjóta reglurnar. Leyndardómur turnsins... 1 þessari viku hefjum við nýja, stutta og spennandi framhaldssögu. Hún fjallar um unga stúlku, sem fær arf eftir frænda sinn, sem læzt af slysförum. Hún fer að vitja arfsins, og kemst fljót- lega að því, að ekki muni allt með felldu um lát frændans, auk þess sem hún lcndir sjálf í margvíslegum óhöppum. — Sagan cr spennandi frá upphafi til enda. FnnnínAM Elztu menn eru löngu uppgefnir á að segja að þeir muni I Ullulbl HIV ekki annað eins: Gras í sprettu og nýútsprungin blóm á þorranum, ja, hvar endar þetta. Er enginn munur að verða á sumri og vetri? Um þetta er rætt í mjög athyglisverðri grein í blað- inu. En börnin, sem njóta blíðunnar og leika sér á iðgrænni flötinni framan við Gnoðarvogshúsin, hafa engar áhyggjur af því, hvort það geri nú páskahret og allt eigi eftir að fallla. VIKAN 12. tbi. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.